Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

#metoo (en ekki þú)

Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna og fram­bjóð­andi Demó­krata í kom­andi for­seta­kosn­ing­um í nóv­em­ber, er sak­að­ur um kyn­ferð­is­brot. Lít­ið hef­ur far­ið fyr­ir um­ræðu um þess­ar ásak­an­ir en Biden neit­ar þeim stað­fast­lega, auk þess sem sam­flokks­menn hans hafa sleg­ið um hann skjald­borg. Þrátt fyr­ir að Biden hafi lengi þótt hegða sér á óvið­eig­andi hátt í nær­veru kvenna, og Demó­krat­ar hafi gagn­rýnt Don­ald Trump harð­lega fyr­ir svip­aða fram­komu, er nú gef­ið skot­leyfi á trú­verð­ug­leika kon­unn­ar sem steig fram til að segja sögu sína.

#metoo (en ekki þú)

„Nei, ég hef ekkert sett mig í samband við hana, þetta var fyrir 27 árum og þetta gerðist aldrei,“ sagði Joe Biden í sjónvarpsviðtali þegar hann var spurður hvort hann hefði átt einhver samskipti við konu að nafni Tara Reade eftir að hún steig fram til að saka hann um kynferðisbrot.

Málið er vægast sagt óþægilegt fyrir Demókrataflokkinn vestanhafs en flokksmenn hafa áður notað meðbyr #metoo hreyfingarinnar til að koma höggi á Donald Trump fyrir hans alræmdu hegðun og ummæli um að grípa í sköp kvenna. Tara Reade segir að það sé nákvæmlega það sem Biden hafi gerst sekur um þegar hún mætti honum á fáförnum skrifstofugangi í Washington fyrir tæpum þremur áratugum. Hún var þá hluti af starfsliði hans sem öldungadeildarþingmaður.

Reade segir að hún hafi verið að færa honum íþróttatösku sem aðstoðarmaður Bidens bað hana fyrir. Eftir að hann tók við töskunni hafi Biden þrýst henni upp við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár