„Nei, ég hef ekkert sett mig í samband við hana, þetta var fyrir 27 árum og þetta gerðist aldrei,“ sagði Joe Biden í sjónvarpsviðtali þegar hann var spurður hvort hann hefði átt einhver samskipti við konu að nafni Tara Reade eftir að hún steig fram til að saka hann um kynferðisbrot.
Málið er vægast sagt óþægilegt fyrir Demókrataflokkinn vestanhafs en flokksmenn hafa áður notað meðbyr #metoo hreyfingarinnar til að koma höggi á Donald Trump fyrir hans alræmdu hegðun og ummæli um að grípa í sköp kvenna. Tara Reade segir að það sé nákvæmlega það sem Biden hafi gerst sekur um þegar hún mætti honum á fáförnum skrifstofugangi í Washington fyrir tæpum þremur áratugum. Hún var þá hluti af starfsliði hans sem öldungadeildarþingmaður.
Reade segir að hún hafi verið að færa honum íþróttatösku sem aðstoðarmaður Bidens bað hana fyrir. Eftir að hann tók við töskunni hafi Biden þrýst henni upp við …
Athugasemdir