Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varar við „róttækum umbyltingum“ og stjórnarskrárbreytingum í kjölfar faraldursins

Birg­ir Ár­manns­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir að þing­menn gætu freist­ast til að reyna að ná óskyld­um póli­tísk­um mark­mið­um í stað þess að ein­beita sér að end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins. Nefn­ir hann með­al ann­ars breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá.

Varar við „róttækum umbyltingum“ og stjórnarskrárbreytingum í kjölfar faraldursins
Birgir Ármannsson Þingmaðurinn vill ekki að stjórnmálamenn kveiki elda að óþörfu. Mynd: xd.is

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir dæmi um það frá fyrri tíð að stjórnmálamenn reyni að ná óskyldum pólitískum markmiðum í stað þess að einbeita sér að endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Hann varar við því að slíkt gæti tafið fyrir og truflað stjórnmálin á næstu vikum og mánuðum.

Birgir, sem er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Einbeitum okkur að aðalatriðunum“. Í greininni segir hann að þrátt fyrir að birti til varðandi heilsufarslegar afleiðingar Covid-19 faraldursins þessa dagana sé Ísland í miðjum storminum hvað varðar efnahagslegar afleiðingar.

„Skref fyrir skref munum við færa okkur meira frá bráðabirgðaaðgerðum og tímabundnum ráðstöfunum yfir í aðgerðir sem eiga að standa til lengri tíma,“ skrifar Birgir. „Búast má við því að á sama tíma aukist pólitískur ágreiningur um aðferðir og leiðir til að byggja að nýju upp öfluga atvinnustarfsemi í landinu. Ekki þarf að koma á óvart þótt pólitísk stefnumörkun kalli á skoðanaskipti og jafnvel átök. Það er auðvitað æskilegt að ná eins víðtækri samstöðu og kostur er en við verðum að horfast í augu við að það er ekki alltaf mögulegt.“

Birgir segir þó mikilvægt að víðtæk sátt náist um helstu markmiðin og allir stefni nokkurn veginn í sömu átt. „Ég geri ráð fyrir að í huga flestra sé mikilvægast að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað, fjölga störfum á ný, auka aftur útflutningstekjur og renna nýjum og styrkari stoðum undir lífskjör alls almennings í landinu. Það segir sig sjálft að þegar starfsemi mikils fjölda fyrirtækja stöðvast eins og hendi sé veifað og tugir þúsunda missa vinnuna þá hlýtur öll áhersla hinnar pólitísku forystu í landinu að miðast við viðbrögð við því. Tími, orka og athygli stjórnmálamanna hlýtur að beinast að slíkum viðfangsefnum.“

„Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freisting fyrir einhverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleikana til að ná einhverjum óskyldum pólitískum markmiðum“

Hann varar hins vegar við því að stjórnmálamenn einbeiti sér að öðru og telur til atriði sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setti á oddinn í kjölfar bankahruns, meðal annars breytingar á stjórnarskránni. „Um leið verða þeir að sætta sig við að setja önnur áhugamál sín til hliðar, að minnsta kosti um sinn. Meðan við glímum við efnahagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er ekki hjálplegt eða líklegt til árangurs að stjórnmálamenn berist á banaspjót vegna hugsanlegra stjórnarskrárbreytinga, Evrópusambandsaðildar eða einhvers konar róttækrar umbyltingar á þjóðfélagsgerðinni,“ skrifar Birgir.

„Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freisting fyrir einhverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleikana til að ná einhverjum óskyldum pólitískum markmiðum,“ segir hann að lokum. „Slíkt ber auðvitað að varast, enda er það vísasti vegurinn til að tefja fyrir og trufla vinnuna við hin brýnu viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir á næstu vikum og mánuðum. Við skulum ekki gera okkur þau verkefni erfiðari en ella með því að kveikja aðra elda að óþörfu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár