Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varar við „róttækum umbyltingum“ og stjórnarskrárbreytingum í kjölfar faraldursins

Birg­ir Ár­manns­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, seg­ir að þing­menn gætu freist­ast til að reyna að ná óskyld­um póli­tísk­um mark­mið­um í stað þess að ein­beita sér að end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins. Nefn­ir hann með­al ann­ars breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá.

Varar við „róttækum umbyltingum“ og stjórnarskrárbreytingum í kjölfar faraldursins
Birgir Ármannsson Þingmaðurinn vill ekki að stjórnmálamenn kveiki elda að óþörfu. Mynd: xd.is

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir dæmi um það frá fyrri tíð að stjórnmálamenn reyni að ná óskyldum pólitískum markmiðum í stað þess að einbeita sér að endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Hann varar við því að slíkt gæti tafið fyrir og truflað stjórnmálin á næstu vikum og mánuðum.

Birgir, sem er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Einbeitum okkur að aðalatriðunum“. Í greininni segir hann að þrátt fyrir að birti til varðandi heilsufarslegar afleiðingar Covid-19 faraldursins þessa dagana sé Ísland í miðjum storminum hvað varðar efnahagslegar afleiðingar.

„Skref fyrir skref munum við færa okkur meira frá bráðabirgðaaðgerðum og tímabundnum ráðstöfunum yfir í aðgerðir sem eiga að standa til lengri tíma,“ skrifar Birgir. „Búast má við því að á sama tíma aukist pólitískur ágreiningur um aðferðir og leiðir til að byggja að nýju upp öfluga atvinnustarfsemi í landinu. Ekki þarf að koma á óvart þótt pólitísk stefnumörkun kalli á skoðanaskipti og jafnvel átök. Það er auðvitað æskilegt að ná eins víðtækri samstöðu og kostur er en við verðum að horfast í augu við að það er ekki alltaf mögulegt.“

Birgir segir þó mikilvægt að víðtæk sátt náist um helstu markmiðin og allir stefni nokkurn veginn í sömu átt. „Ég geri ráð fyrir að í huga flestra sé mikilvægast að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað, fjölga störfum á ný, auka aftur útflutningstekjur og renna nýjum og styrkari stoðum undir lífskjör alls almennings í landinu. Það segir sig sjálft að þegar starfsemi mikils fjölda fyrirtækja stöðvast eins og hendi sé veifað og tugir þúsunda missa vinnuna þá hlýtur öll áhersla hinnar pólitísku forystu í landinu að miðast við viðbrögð við því. Tími, orka og athygli stjórnmálamanna hlýtur að beinast að slíkum viðfangsefnum.“

„Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freisting fyrir einhverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleikana til að ná einhverjum óskyldum pólitískum markmiðum“

Hann varar hins vegar við því að stjórnmálamenn einbeiti sér að öðru og telur til atriði sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setti á oddinn í kjölfar bankahruns, meðal annars breytingar á stjórnarskránni. „Um leið verða þeir að sætta sig við að setja önnur áhugamál sín til hliðar, að minnsta kosti um sinn. Meðan við glímum við efnahagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er ekki hjálplegt eða líklegt til árangurs að stjórnmálamenn berist á banaspjót vegna hugsanlegra stjórnarskrárbreytinga, Evrópusambandsaðildar eða einhvers konar róttækrar umbyltingar á þjóðfélagsgerðinni,“ skrifar Birgir.

„Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freisting fyrir einhverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleikana til að ná einhverjum óskyldum pólitískum markmiðum,“ segir hann að lokum. „Slíkt ber auðvitað að varast, enda er það vísasti vegurinn til að tefja fyrir og trufla vinnuna við hin brýnu viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir á næstu vikum og mánuðum. Við skulum ekki gera okkur þau verkefni erfiðari en ella með því að kveikja aðra elda að óþörfu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár