Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gísli Marteinn segir ummæli Vigdísar ósmekkleg í ljósi banaslyss

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir það „hryðju­verk gegn fjöl­skyldu­bíln­um“ að strætó hægi á um­ferð með nýrri bið­stöð við Geirs­götu. Borg­ar­full­trúi Pírata seg­ir ör­yggi hjól­reiða­manna vera sett í for­gang og um­ferð­ina eiga að vera hæga um göt­una.

Gísli Marteinn segir ummæli Vigdísar ósmekkleg í ljósi banaslyss
Gísli Marteinn Baldursson og Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúinn fyrrverandi gagnrýnir Vigdísi og segir að víðar megi hægja á umferð.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir fullt tilefni til að þrengja að hraðakstri á Geirsgötu þar sem banaslys varð árið 2011. Hann segir ósmekklegt af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að segja að hægari umferð um götuna muni auka slysahættu.

Unnið er nú við að setja nýja stoppistöð Strætó við Geirsgötu, en ekkert útskot verður við götuna fyrir strætisvagna til að beygja inn í og hleypa þannig bílum fram fyrir sig. Haft var eftir Vigdísi í Morgunblaðinu í gær að framkvæmdirnar væru „eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“.

„Ef strætó á að fara að stoppa þarna á miðri götu með hugs­an­legri slysa­hættu þá lýsi ég fullri ábyrgð á hend­ur borg­ar­stjóra og meiri­hlut­anum. Það er komið að þan­mörk­um hvað þreng­ing­ar­stefnu þessa fólks varðar og þetta svæði nálg­ast það að verða tif­andi tímasprengja,“ sagði Vigdís.

„Að sjálfsögðu á að þrengja að hraðakstri þarna og mætti gjarnan gera meira“

Gísli Marteinn brást við orðum Vigdísar á Twitter, en hann hefur lært borgarfræði við Edinborgarháskóla og Harvard. „Það er ósmekklegt að vísa í að strætó sem staðnæmist skapi slysahættu, þegar staðreyndin er sú að hann hægir á umferð í götu þar sem varð hræðilegt banaslys vegna hraðaksturs,“ skrifar Gísli Marteinn. „Að sjálfsögðu á að þrengja að hraðakstri þarna og mætti gjarnan gera meira.“

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs, segist ekki óttast umferðartafir vegna strætisvagnaumferðar. „Þessi framkvæmd er hugsuð til að auka öryggi hjólandi vegfarenda með tvöföldum hjólastíg norðan við Geirsgötu,“ skrifaði hún á Twitter. „Umferðin á að vera hæg um þessa götu og lítið mál fyrir strætó að stoppa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár