Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gísli Marteinn segir ummæli Vigdísar ósmekkleg í ljósi banaslyss

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir það „hryðju­verk gegn fjöl­skyldu­bíln­um“ að strætó hægi á um­ferð með nýrri bið­stöð við Geirs­götu. Borg­ar­full­trúi Pírata seg­ir ör­yggi hjól­reiða­manna vera sett í for­gang og um­ferð­ina eiga að vera hæga um göt­una.

Gísli Marteinn segir ummæli Vigdísar ósmekkleg í ljósi banaslyss
Gísli Marteinn Baldursson og Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúinn fyrrverandi gagnrýnir Vigdísi og segir að víðar megi hægja á umferð.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir fullt tilefni til að þrengja að hraðakstri á Geirsgötu þar sem banaslys varð árið 2011. Hann segir ósmekklegt af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að segja að hægari umferð um götuna muni auka slysahættu.

Unnið er nú við að setja nýja stoppistöð Strætó við Geirsgötu, en ekkert útskot verður við götuna fyrir strætisvagna til að beygja inn í og hleypa þannig bílum fram fyrir sig. Haft var eftir Vigdísi í Morgunblaðinu í gær að framkvæmdirnar væru „eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“.

„Ef strætó á að fara að stoppa þarna á miðri götu með hugs­an­legri slysa­hættu þá lýsi ég fullri ábyrgð á hend­ur borg­ar­stjóra og meiri­hlut­anum. Það er komið að þan­mörk­um hvað þreng­ing­ar­stefnu þessa fólks varðar og þetta svæði nálg­ast það að verða tif­andi tímasprengja,“ sagði Vigdís.

„Að sjálfsögðu á að þrengja að hraðakstri þarna og mætti gjarnan gera meira“

Gísli Marteinn brást við orðum Vigdísar á Twitter, en hann hefur lært borgarfræði við Edinborgarháskóla og Harvard. „Það er ósmekklegt að vísa í að strætó sem staðnæmist skapi slysahættu, þegar staðreyndin er sú að hann hægir á umferð í götu þar sem varð hræðilegt banaslys vegna hraðaksturs,“ skrifar Gísli Marteinn. „Að sjálfsögðu á að þrengja að hraðakstri þarna og mætti gjarnan gera meira.“

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs, segist ekki óttast umferðartafir vegna strætisvagnaumferðar. „Þessi framkvæmd er hugsuð til að auka öryggi hjólandi vegfarenda með tvöföldum hjólastíg norðan við Geirsgötu,“ skrifaði hún á Twitter. „Umferðin á að vera hæg um þessa götu og lítið mál fyrir strætó að stoppa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár