109 milljóna króna arður var greiddur út úr rekstrarfélagi eina íslenska tæknifrjóvgunarfyrirtækisins, Livio Reykjavík ehf., sem áður hét Art Medica, árið 2018. Fyrirtækið er í eigu sænska fyrirtækisins Livio AB, sem á níu sambærileg fyrirtæki í Svíþjóð og Noregi, og íslensku kvensjúkdómalæknanna Snorra Einarssonar og Ingunnar Jónsdóttur. Sænska fyrirtækið á meirihluta í fyrirtækinu en þau Snorri og Ingunn eiga 28 og 19 prósent hvort. Þetta kemur fram í ársreikningi Livio fyrir 2018.
Tekjur fyrirtækisins af tæknifrjóvgunum og skyldum rekstri námu ríflega 360 milljónum árið 2018 og rúmlega 340 milljónum árið 2017. Hgnaður fyrirtækisins nam tæplega 70 milljónum árið 2018 og rúmlega 73 milljónum árið 2017.
Núverandi hluthafar keyptu fyrirtækið af fyrri eigendum þess, Guðmundi Arasyni og Þórði Óskarssyni, árið 2015. Þeir höfðu þá rekið fyrirtækið frá árinu 2004 og meðal annars greitt sér út 400 milljóna króna arð á …
Athugasemdir