
Regnið var snemma á ferðinni þetta vor fyrir réttum 100 árum. Allan daginn 20. maí hafði það steypst niður úr skýjahulunni svo litli hópurinn sem barðist á hestbaki eftir vegarslóðum í frumskógi Norðurfjalla var orðinn bæði gegndrepa og örmagna þegar hann náði loksins til smáþorpsins Tlaxcalantongo síðla kvölds.
Menn reyndu að bursta af sér og hestunum mestu leðjuna og skriðu síðan inn í kofaræksni í útjaðri þorpsins þar sem þeir fengu að kasta sér um nóttina.
Yfirskegg sem listgrein
Þorpsbúar störðu agndofa á foringja mannanna áður en hann hvarf inn í kofann. Það var loks hætt að rigna og flöktandi birtan frá nokkrum kyndlum dugði til að þeir sækju að hann gnæfði yfir alla aðra menn, hann var nánast risi að vexti og mjög hnarreistur í fasi með gróskulegan hökutopp og sérlega glæsilegt yfirskegg, jafnvel af Mexíkóa að vera, en meðal þeirra voru yfirskegg listgrein fremur en andlitsskraut.
Maðurinn sagði …
Athugasemdir