Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Baksaga Guðmundar Franklíns: Gjaldþrot verðbréfafyrirtækis, tilboð í Haga og ógilt framboð

Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son, hót­el­stjóri í Dan­mörku, sem til­kynnt hef­ur um fram­boð sitt til for­seta, var stjórn­ar­formað­ur Burn­ham In­ternati­onal á Ís­landi sem fór í gjald­þrot upp úr alda­mót­um.

Baksaga Guðmundar Franklíns: Gjaldþrot verðbréfafyrirtækis, tilboð í Haga og ógilt framboð
Burnham á Íslandi stofnað Jon Burnham, forstjóri og stjórnarformaður Burnham, og Guðmundur Franklín Jónsson stóðu að stofnun verðbréfafyrirtækisins. Mynd: MBL / Sverrir Vilhelmsson

Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur komið víða við og raunar lítið búið á Íslandi undanfarna áratugi. Hann starfar nú sem hótelstjóri í Danmörku, en hefur einnig rekið hótel í Prag, stofnað stjórnmálaflokk og miðlað verðbréfum á Wall Street. Sú starfsemi átti eftir að teygja anga sína til Íslands og skilja eftir sig sviðna jörð.

Guðmundur var stjórnarformaður í verðbréfafyrirtækinu Burnham International á Íslandi. Viðskiptaráðuneytið afturkallaði starfsleyfi þess árið 2001 og félagið varð gjaldþrota árið 2002. Var gjaldþrotið að hluta rekið til kaupa á bresku netfyrirtæki sem hrundi í verði. Kröfur í þrotabúið námu hátt í hálfan milljarð króna og áttu íslenskir lífeyrissjóðir háar kröfur í það. Lítið var af eignum í búinu og fóru langvinn dómsmál af stað í kjölfar gjaldþrotsins. Á meðal þeirra sem sátu í stjórn Burnham þann tíma sem félagið starfaði var Bjarni Benediktsson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, en hann vék úr stjórn um aldamótin.

Var meðal …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár