Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur komið víða við og raunar lítið búið á Íslandi undanfarna áratugi. Hann starfar nú sem hótelstjóri í Danmörku, en hefur einnig rekið hótel í Prag, stofnað stjórnmálaflokk og miðlað verðbréfum á Wall Street. Sú starfsemi átti eftir að teygja anga sína til Íslands og skilja eftir sig sviðna jörð.
Guðmundur var stjórnarformaður í verðbréfafyrirtækinu Burnham International á Íslandi. Viðskiptaráðuneytið afturkallaði starfsleyfi þess árið 2001 og félagið varð gjaldþrota árið 2002. Var gjaldþrotið að hluta rekið til kaupa á bresku netfyrirtæki sem hrundi í verði. Kröfur í þrotabúið námu hátt í hálfan milljarð króna og áttu íslenskir lífeyrissjóðir háar kröfur í það. Lítið var af eignum í búinu og fóru langvinn dómsmál af stað í kjölfar gjaldþrotsins. Á meðal þeirra sem sátu í stjórn Burnham þann tíma sem félagið starfaði var Bjarni Benediktsson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, en hann vék úr stjórn um aldamótin.
Var meðal …
Athugasemdir