Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi

Ný lög um kyn­rænt sjálfræði heim­ila hlut­lausa skrán­ingu kyns. Andrés Ingi Jóns­son vill vita hvenær bún­ings­að­stöð­ur og sal­erni muni mæta þess­um skil­yrð­um.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi
Andrés Ingi Jónsson Þingmaður spyr um breytingar vegna nýrra laga um kynrænt sjálfræði.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður spyr hvenær búningsaðstöður og salerni muni mæta kröfum nýrra laga sem gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns.

Fyrirspurninni beinir hann til bæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Hvenær má vænta þess að ráðherra endurskoði lög, reglugerðir og reglur á málefnasviði sínu með hliðsjón af því að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni gera ekki ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, sbr. lög nr. 80/2019, um kynrænt sjálfræði?“

Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi síðasta sumar. Í þeim var skilgreindur réttur fólks til að skilgreina kyn sitt og heimiluð hlutlaus skráning kyns. „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt,“ segir í lögunum. „Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“

Ýmsar reglugerðir heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra sem tengjast búningsaðstöðum og salernum, meðal annars byggingarreglugerð, reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og reglugerð um baðstaði í náttúrunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár