Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stuðningur við stjórnvöld fer aftur minnkandi

Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina dregst sam­an um fimm pró­sentu­stig milli kann­ana, eft­ir að hafa auk­ist veru­lega í kjöl­far þess að COVID-19 far­ald­ur­inn hófst. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn eini flokk­ur­inn sem bæt­ir mark­tækt við sig milli kann­anna MMR.

Stuðningur við stjórnvöld fer aftur minnkandi
Tíðindalítið Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna.

Ekki eru marktækar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka milli kannana MMR, fyrir utan að fylgi Sósíalistaflokksins eykst marktækt. Flokkurinn mælist nú með 5,6 prósenta stuðning en mældist með 3,4 prósenta stuðning fyrir tíu dögum. Slíkt fylgi myndi duga flokknum til að fá kjörna fulltrúa á Alþingi en flokkurinn á ekki fulltrúa þar. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á landsvísu, 22,7 prósent samanborið við 23,5 prósent 7. apríl síðastliðinn. Samfylkingin kemur næst á eftir, með 13,1 prósent en mældist síðast með 14,1 prósent. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn og standa því sem næst í stað, mælast nú með 12,3 prósenta stuðning sem er 0,1 prósentustigi minna en síðast. Þessar fylgisbreytingar eru allar innan vikmarka

Fylgi Vinstri grænna mælist nú 1,9 prósentustigi lægra en síðast, er nú 10,4 prósent. Viðreisn nýtur stuðnings 10 prósenta aðspurðra en mældist síðast með 9,6 prósent. Framsóknarflokkur nýtur stuðnings 9,8 prósenta aðspurðra, einu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mælist nú 9,5 prósent en mældist síðast 10,7 prósent. Allar þessar fygisbreytingar eru innan vikmarka, sem og breytingar á fylgi Flokks fólksins, sem nú mælist með 4,7 prósent fylgi en mældist síðast með 3,4 prósenta fylgi. Mjög litlu munar þó að um marktæka breytingu sé að ræða í því tilfelli. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 51,1 prósent og minnkar um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun, þar sem hann mældist 56,2 prósent.

Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 17. apríl og svöruðu 1.051 einstaklingur henni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár