Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endurtekin skemmdarverk unnin á listaverki í Vesturbænum

Mál­að yf­ir og krot­að á stóra vegg­mynd af borg­ar­lands­lag­inu á grind­verki við Hofs­valla­götu. Tal­ið er að sama kona hafi stað­ið fyr­ir skemmd­ar­verk­un­um í bæði skipt­in. Eig­end­ur hyggj­ast kæra fyr­ir eigna­spjöll.

Endurtekin skemmdarverk unnin á listaverki í Vesturbænum
Krotað á listaverk í tvígang Juan Pictures, til vinstri, var í fyrradag mættur til að laga skemmdirnar frá því á annan í páskum. Framhaldið, nú eftir að aftur hafa verið unnar skemmdir á listaverkinu, er óljóst. Mynd: Úr einkasafni

Í tvígang á stuttum tíma hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki sem er málað á grindverk sem stendur við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Skemmdarverk voru unnin á myndinni á annan í páskum og aftur um hádegisbil í dag, eftir að listamaðurinn sem upphaflega málaði myndina hafði komið og lagfært fyrri skemmdir. Eftir því sem vitni segja hefur sama kona verið að verki í bæði skiptin. Ekki er vitað hvað henni gengur til með skemmdarverkunum. 

Döpur yfir skemmdarverkunumÓlöf segir að listamaðurinn, Juan Pictures, stjórni framhaldi málsins og hvort verkið verði lagað á ný.

Ólöf Magnúsdóttir býr í og er eigandi að húsinu sem grindverkið tilheyrir og þar með eigandi að grindverkinu. Hún segir að eigendur hyggist nú leggja fram kæru vegna eignaspjalla.  „Síðast vildum við það ekki af því að við vorum að vona að þetta væri búið.“ Lögreglan hafði tal af konunni sem stóð að skemmdarverkunum eftir fyrra atvikið og veit því um hverja er að ræða.

Verkið hefur staðið á þessum stað um nokkurt skeið og almennt þótt til mikillar prýði. Það er unnið af listamanninum Juan Pictures í samráði við eigendur grindverksins. „Verkið kom þannig til að ég auglýsti eftir því hvort einhver vildi gera verk á vegginn og á saman tíma var hann að auglýsa eftir vegg til að gera verk á.  Við borguðum efnið og sáum um alla undirvinnu og tókum þátt í hugmyndavinnu en verkið er hans. Það er því hans að ákveða næstu skref,“ segir Ólöf. Til stóð að Juan myndi koma í dag til að klára síðustu smáatriðin í viðgerð eftir fyrri skemmdarverkin en einhverjar breytingar verða þar á. 

Sérstaklega ráðist að Hallgrímskirkju

Athygli hefur vakið að í bæði skiptin sem verkið hefur verið skemmt hefur mynd af Hallgrímskirkju verið sérstakur skotspónn. Ólöf bendir á að Hallgrímskirkja sé hluti af myndverkinu vegna stöðu hennar í arkitektúr og borgarlandslagi Reykjavíkur. „Hugsunin á bak við verkið var að blanda saman ólíkum menningarheimum.  Við erum með borgarlandslagið og við erum með tölvuleikjaheim og við erum með grafítí og við erum að færa íslenskan samtíma inn í tölvuleik sem líka brúar kynslóðabil. Kirkjan er þarna ekki sem trúarlegt tákn heldur sem virðingarvottur við Guðjón Samúelsson sem var mjög virkur þáttakandi í skipulagningu Vesturbæjarins, og hannaði til að mynda Verkamannabústaðina beint á móti, svo dæmi séu nefnd.“

„Kirkjan er þarna ekki sem trúarlegt tákn heldur sem virðingarvottur við Guðjón Samúelsson“

Ólöf segir að það sé mjög dapurlegt að þurfa að horfa upp á svona skemmdarverk, hvað þá ítrekað. Mikill stuðningur hefur birst í Facebook-hópnum Vesturbærinn vegna málsins og Ólöf segir gott að finna fyrir því. „Þetta er mjög áberandi veggur og það að við settum verk á vegginn var alltaf að fara að fara að breyta þessu verki í sameign.  Það sem mér finnst dásamlegt í þessu er að sjá hversu fljótt þetta verk hefur orðið að einhverju sem við í hverfinu eigum saman og hvað fólk af ólíkum kynslóðum tengir við það. Ég held að ég og við séum bara jafn döpur og aðrir í hverfinu yfir þessum skemmdarverkum.“

Hallgrímskirkja skemmdSvo virðist sem skemmdarvargurinn beri í brjósti andúð í garð Hallgrímskirkju en hún var einnig skemmd í fyrra skiptið.



Töluverðar skemmdirÍ tvígang á undanförnum dögum hafa verið unnar skemmdir á vegglistaverkinu sem stendur á grindverki við Hofsvallagötu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár