Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endurtekin skemmdarverk unnin á listaverki í Vesturbænum

Mál­að yf­ir og krot­að á stóra vegg­mynd af borg­ar­lands­lag­inu á grind­verki við Hofs­valla­götu. Tal­ið er að sama kona hafi stað­ið fyr­ir skemmd­ar­verk­un­um í bæði skipt­in. Eig­end­ur hyggj­ast kæra fyr­ir eigna­spjöll.

Endurtekin skemmdarverk unnin á listaverki í Vesturbænum
Krotað á listaverk í tvígang Juan Pictures, til vinstri, var í fyrradag mættur til að laga skemmdirnar frá því á annan í páskum. Framhaldið, nú eftir að aftur hafa verið unnar skemmdir á listaverkinu, er óljóst. Mynd: Úr einkasafni

Í tvígang á stuttum tíma hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki sem er málað á grindverk sem stendur við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Skemmdarverk voru unnin á myndinni á annan í páskum og aftur um hádegisbil í dag, eftir að listamaðurinn sem upphaflega málaði myndina hafði komið og lagfært fyrri skemmdir. Eftir því sem vitni segja hefur sama kona verið að verki í bæði skiptin. Ekki er vitað hvað henni gengur til með skemmdarverkunum. 

Döpur yfir skemmdarverkunumÓlöf segir að listamaðurinn, Juan Pictures, stjórni framhaldi málsins og hvort verkið verði lagað á ný.

Ólöf Magnúsdóttir býr í og er eigandi að húsinu sem grindverkið tilheyrir og þar með eigandi að grindverkinu. Hún segir að eigendur hyggist nú leggja fram kæru vegna eignaspjalla.  „Síðast vildum við það ekki af því að við vorum að vona að þetta væri búið.“ Lögreglan hafði tal af konunni sem stóð að skemmdarverkunum eftir fyrra atvikið og veit því um hverja er að ræða.

Verkið hefur staðið á þessum stað um nokkurt skeið og almennt þótt til mikillar prýði. Það er unnið af listamanninum Juan Pictures í samráði við eigendur grindverksins. „Verkið kom þannig til að ég auglýsti eftir því hvort einhver vildi gera verk á vegginn og á saman tíma var hann að auglýsa eftir vegg til að gera verk á.  Við borguðum efnið og sáum um alla undirvinnu og tókum þátt í hugmyndavinnu en verkið er hans. Það er því hans að ákveða næstu skref,“ segir Ólöf. Til stóð að Juan myndi koma í dag til að klára síðustu smáatriðin í viðgerð eftir fyrri skemmdarverkin en einhverjar breytingar verða þar á. 

Sérstaklega ráðist að Hallgrímskirkju

Athygli hefur vakið að í bæði skiptin sem verkið hefur verið skemmt hefur mynd af Hallgrímskirkju verið sérstakur skotspónn. Ólöf bendir á að Hallgrímskirkja sé hluti af myndverkinu vegna stöðu hennar í arkitektúr og borgarlandslagi Reykjavíkur. „Hugsunin á bak við verkið var að blanda saman ólíkum menningarheimum.  Við erum með borgarlandslagið og við erum með tölvuleikjaheim og við erum með grafítí og við erum að færa íslenskan samtíma inn í tölvuleik sem líka brúar kynslóðabil. Kirkjan er þarna ekki sem trúarlegt tákn heldur sem virðingarvottur við Guðjón Samúelsson sem var mjög virkur þáttakandi í skipulagningu Vesturbæjarins, og hannaði til að mynda Verkamannabústaðina beint á móti, svo dæmi séu nefnd.“

„Kirkjan er þarna ekki sem trúarlegt tákn heldur sem virðingarvottur við Guðjón Samúelsson“

Ólöf segir að það sé mjög dapurlegt að þurfa að horfa upp á svona skemmdarverk, hvað þá ítrekað. Mikill stuðningur hefur birst í Facebook-hópnum Vesturbærinn vegna málsins og Ólöf segir gott að finna fyrir því. „Þetta er mjög áberandi veggur og það að við settum verk á vegginn var alltaf að fara að fara að breyta þessu verki í sameign.  Það sem mér finnst dásamlegt í þessu er að sjá hversu fljótt þetta verk hefur orðið að einhverju sem við í hverfinu eigum saman og hvað fólk af ólíkum kynslóðum tengir við það. Ég held að ég og við séum bara jafn döpur og aðrir í hverfinu yfir þessum skemmdarverkum.“

Hallgrímskirkja skemmdSvo virðist sem skemmdarvargurinn beri í brjósti andúð í garð Hallgrímskirkju en hún var einnig skemmd í fyrra skiptið.



Töluverðar skemmdirÍ tvígang á undanförnum dögum hafa verið unnar skemmdir á vegglistaverkinu sem stendur á grindverki við Hofsvallagötu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
4
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár