Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
Í heimsóknabanni Hjónin Ármann Ingimagn Halldórsson og Gróa Ingileif Kristmannsdóttir. Gróa býr á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum og vegna heimsóknabannsins sem er í gildi þar, eins og á öðrum hjúkrunarheimilum á landinu, hefur Ármann ekki hitt konu sína svo vikum skiptir. Mynd: Aðsend/Samsett

„Hún er vön að ég komi á hverjum degi. Við erum vön að vera saman og þekkjum ekkert annað.“ Þetta segir Ármann Ingimagn Halldórsson. Eiginkona hans, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir dvelur á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Beckers, hún er í öndunarvél vegna sjúkdómsins og þarf mikla umönnun sem Ármann hefur sinnt að miklum hluta síðan hún veiktist. Hann hefur verið í sjálfskipaðri sóttkví að mestu leyti síðan heimsóknabann var sett á Dyngju, eins og á öðrum hjúkrunarheimilum á landinu, til að vera viðbúin þegar banninu verður aflétt.

Ármann hefur boðist til að dvelja hjá Gróu yfir páskahelgina til að annast um hana og létta þar með undir starfsfólkinu, en  vegna heimsóknabanns hefur ekki verið hægt að verða við þeirri ósk.

Gróa Ingileif Kristmannsdóttir Hún er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Beckers, hún er í öndunarvél vegna sjúkdómsins og þarf mikla umönnun sem eiginmaður hennar hefur sinnt að miklum hluta síðan hún veiktist.

„Ég hef sofið hjá henni allar nætur, snúið henni og sinnt henni síðan hún flutti á Dyngju. Ég hef komið alla sunnudaga til að baða hana. Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til að láta heimilisfólkinu líða vel, en hún hefur litla afþreyingu, þar sem ég hef ekki getað komið til hennar,“  segir Ármann.

Þungbær ákvörðun, segir forstjóri

Undanfarið hafa birst í fjölmiðlum fréttir þess efnis að fólk ráði sig til starfa á hjúkrunarheimilum til að geta verið með ættingjum sínum sem þar dvelja. Ármann segir að slíkar fréttir veki vonir um að hann fái að dvelja með Gróu um páskahelgina. „Ég hef ekki fengið að hitta hana síðan í byrjun mars, þegar tekið var fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilin.“

„Ég hef sofið hjá henni allar nætur, snúið henni og sinnt henni síðan hún flutti á Dyngju. Ég hef komið alla sunnudaga til að baða hana“  

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem rekur Dyngju segir að það hafi verið þungbært að banna heimsóknir á heimilið. Hann geri sér vel grein fyrir þeirri vanlíðan sem það geti valdið bæði hjá heimilisfólki og aðstandendum þess. „Við erum að verja viðkvæmasta hóp samfélagins fyrir smiti, eins og okkur er uppálagt að gera. Svona ákvarðanir eru teknar af vel yfirlögðu ráði og þetta er svo sannarlega ekki auðvelt,“ segir Guðjón.

Mjög erfitt fyrir mjög marga

Ármann hefur einnig leitað liðsinnis Öryrkjabandalagsins vegna málsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að talsvert sé um að fólk hafi samband við bandalagið vegna þess að það geti ekki hitt maka sína eða ættingja á heimilum þar sem lokað hefur verið fyrir heimsóknir. „Þetta tilvik er ekki einsdæmi, því miður. Þetta ástand er mjög erfitt fyrir mjög marga. Ég hef til dæmis heyrt frá mörgum aðstandendum alzheimersjúklinga og þeim þykir þetta ákaflega sárt. Sumum finnst að með þessu banni sé verið að gera illt verra fyrir ástvini sína; að þeir verði ráðvilltir og skilji ekki hvers vegna enginn heimsæki þá. En því miður eru þetta þær aðstæður sem við þurfum að búa við tímabundið.“

„Ég myndi vilja að hægt væri að skoða einstök tilvik eins og þetta, þar sem ég hef verið í sjálfskipaðri sóttkví“

Þuríður Harpa nefnir í þessu sambandi að Reykjavíkurborg hafi veitt undanþágu vegna liðveislu fólks sem þarf NPA-þjónustu á heimilum sínum. Sumir í þessum hópi hafi staðið frammi fyrir því að slík þjónusta hafi verið skert eða jafnvel alveg fallið niður vegna veikinda eða sóttkvíar þeirra sem henni sinna eða af öðrum ástæðum sem tengjast COVID-19 faraldrinum. Nú geti þau sem njóti NPA-þjónustu ráðið sína nánustu aðstanendur til þeirra starfa. „Þetta er gríðarlega jákvætt og ég vona að önnur sveitarfélög fylgi þessu fordæmi borgarinnar,“ segir Þuríður Harpa. „Þetta hefur leyst vanda margra.“

Þakklátur starfsfólkinu

Ármann Ingimagn Halldórsson Hann segist hafa verið í sjáflskipaðri sóttkví síðan heimsóknabannið var sett og gætt fyllstu varúðar til að fyrirbyggja að hann smitaðist af COVID-19.

Ármann segist hafa farið í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu og að hún hafi sýnt að hann væri ekki með COVID-19. „Ég skil mjög vel þetta heimsóknarbann og ég er þakklátur fyrir hversu vel er passað upp á fólkið,“ segir Ármann. „En ég myndi vilja að hægt væri að skoða einstök tilvik eins og þetta, þar sem ég hef verið í sjálfskipaðri sóttkví. Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana og sjá til þess að henni líði sem allra best.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aðskilin vegna veirunnar

Kórónaveiran á Spáni: Flúði elliheimilið af ótta við að deyja einn
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Kór­óna­veir­an á Spáni: Flúði elli­heim­il­ið af ótta við að deyja einn

Tala lát­inna vegna kór­óna­veirunn­ar á Spáni er orð­in hærri en í Kína. Á föstu­dag­inn höfðu 1.000 lát­ist á Spáni en nú hafa tæp­lega 3.500 beð­ið bana. Kór­óna­veir­an hef­ur herj­að á mörg elli­heim­ili í land­inu, með­al ann­ars á eitt í Madríd þar sem 89 ára heim­il­is­mað­ur ákvað að taka til sinna ráða áð­ur en röð­in kæmi að hon­um.
Fær ekki að heimsækja eiginmanninn: „Þarf nánd, snertingu og kærleik“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja eig­in­mann­inn: „Þarf nánd, snert­ingu og kær­leik“

Ein­ar Þór Jóns­son fær ekki að heim­sækja eig­in­mann sinn, sem glím­ir við Alzheimer-sjúk­dóm­inn, á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna heim­sókn­ar­banns. Hann seg­ir þörf á að end­ur­skoða ákvörð­un­ina strax. Ein­ari finnst bann­ið mjög erfitt og seg­ir mjög veikt fólk þurfa nánd og kær­leik, al­veg eins og að­stand­end­ur.
Mikilvægt að halda í jákvæðnina
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Mik­il­vægt að halda í já­kvæðn­ina

Kjart­an Jarls­son er dval­ar­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi. Al­gjört bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna COVID-19 far­ald­urs­ins veld­ur því að kona hans, dæt­ur og barna­börn munu ekki geta heim­sótt hann næstu mán­uði, fari svo að bann­ið verði ekki end­ur­skoð­að. Kjart­an læt­ur þetta þó ekki á sig fá og held­ur sem fast­ast í já­kvæðn­ina.
Fær ekki að heimsækja lífsförunaut sinn til 60 ára
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja lífs­föru­naut sinn til 60 ára

Birg­ir Guð­jóns­son lækn­ir seg­ir al­gjört heim­sókn­ar­bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vera allt of harka­legt, auk þess sem það sé með öllu raka­laust út frá lækn­is­fræði­leg­um for­send­um. Bann­ið veld­ur því að hann get­ur ekki hitt konu sína, lífs­föru­naut til 60 ára sem er með Alzheimer. Birg­ir seg­ir bann sem þetta koma verst nið­ur á Alzheimer-sjúk­ling­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár