Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri tel­ur að Covid-krepp­an verði ekki eins al­var­leg fyr­ir Ís­land og krepp­an sem fylgdi hrun­inu 2008. *Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra er hins veg­ar á öðru máli og tal­ar um að þessi kreppa verði kannski sú dýpsta síð­ast­lið­ina öld.

Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið

„COVID-kreppan mun verða landinu erfið – en mun ekki jafnast á við hrunið 2008,“ segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og seðlabankastjóri, í svörum sínum til Stundarinnar um eðli COVID-kreppunnar sem heimurinn gengur nú í gegnum. Í svari sínu vísar Ásgeir til áhrifanna á Íslandi  en hann telur að áhrifin af kreppunni hér á landi verði minni en í mörgum stærri ríkjum. 

Atvinnuleysi á Íslandi á að fara upp í 14 prósent nú í apríl en ef svo verður þá er um að ræða mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Íslandi. Atvinnuleysi fór hæst upp í 9.3 prósent á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008.  Samtímis spá bandarísk yfirvöld því að atvinnuleysi þar í landi geti farið upp í allt að 32 prósent. Þetta yrði einnig sögulegt hámark atvinnuleysis þar í landi. 

Ásgeir Jónsson segir hins vegar að allt útlit sé fyrir að þessi kreppa verði skammvinn. „Ef allt gengur að óskum á hagkerfið aftur að taka við sér eftir að veikin er liðin hjá,“ segir hann.

Ásgeir er einn af viðmælendum Stundarinnar í grein um COVID-kreppuna. 

„En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi“

Bjarni málar upp dekkri mynd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra málaði hins vegar upp dekkri mynd af stöðuni í viðtali við RÚV í gær.  

Þá sagði ráðherrann að hann teldi að höggið fyrir ríkissjóð út af COVID-faraldrinum yrði kannski á bilinu 200 til 300 milljarðar króna. „Ef menn eru að leita að einhverri tölu til þess að átta sig á því hvert verður höggið fyrir ríkissjóð, þá getum við alveg gleymt því að vera að tala um hundrað milljarða eins og ég nefndi að við værum komin yfir. Við erum farin að tala um að minnsta kosti tvöfalda þá fjárhæð, eða meira.“

Niðurstaða Bjarna er að þetta stefni í að verða ein dýpsta kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum síðastliðna öld.  „En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi, í efnahagslegu tilliti. Og þá er gott að vita til þess að við höfum nýtt góðu tímana til þess að hafa svigrúm til að takast á við slíka tíma, án þess að hér fari allt á hliðina.“

„Þessi eilífi hrun-samanburður er ekki mjög hjálplegur til þess að átta sig á þessu efnahagsáfalli sem nú dynur yfir.“

Dekkri myndBjarni Benediktsson fjármálaráðherra málar upp dekkri mynd af stöðunni en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Ásgeir: Samanburður við hrunið ekki hjálplegur

Stundin spurði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra þriggja spurninga og fylgja svör hans hér fyrir neðan. Mat Ásgeirs á stöðunni er almennt séð nokkru bjartýnna en mat Bjarna Benediktssonar.

1. Spurning Stundarinnar: „Hvernig verður þessi COVID-kreppa frábrugðin Kreppunni miklu á fjórða áratugnum og kreppunni eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna og bankahrunið árið 2009?“

„Bæði áföllin 1929 og 2008 voru fjármálakreppur. Slíkar kreppur koma í kjölfar þess að eignabóla myndast – á húsnæðismarkaði, hlutabréfamarkaði og svo framvegis. Bólurnar leiða til rangra fjárfestinga með mikilli skuldsetningu til gagnslausra verkefna.

Á einhverjum tímapunkti springur bólan. Þannig svipta fjármálakreppur aðeins tjöldunum frá og sýna þá tortímingu eða tap sem þegar hefur átt sér stað að tjaldabaki – og eyður blasa við þar sem áður höfðu sýnst gagnsamar eignir og arðbærar fjárfestingar. Afleiðingarnar lýsa sér í gjaldþrotum, afskriftum fyrirtækja og svo framvegis. Þjóðhagslegar afleiðingar fjármálakreppa velta á því hvernig það tekst til að viðhalda fjármálastöðugleika, það er hvernig fjármálakerfinu reiðir af. Ef margir bankar fara í þrot getur fjármálakreppan lamað hagkerfið. Þetta á sérstaklega við um lítil opin hagkerfi með eigin mynt sem hafa hlaðið upp erlendum skuldum til þess að fjármagna viðskiptahalla. Á einhverjum tímapunkti hættir innflæðið og gjaldmiðillinn hrynur – og hagkerfið snögghemlar.

Seðlabankar heimsins brugðust ranglega við þegar hlutabréfabólan sprakk árið 1929 – með aðhaldssamri peningastefnu. Í kjölfarið varð 1/3 af öllum bönkum Bandaríkjanna gjaldþrota og efnahagslífið fór í langvinnan samdrátt. Viðbrögðin voru allt önnur árið 2008. Svo má segja að samræmdar aðgerðir í peningamálum – s.s. peningaprentun – hafi komið veg fyrir að það áfall komi fram í raunhagkerfinu. Jafnframt var farið út í víðtækar björgunaraðgerðir til þess að styðja við fjármálakerfið. Undantekning frá þessu er Ísland – þar sem bankarnir féllu. Gjaldmiðillinn hrundi og mjög harður samdráttur tók við.

COVID-19 kreppan er annars eðlis. Hún stafar af því að ríkisstjórnir landa loka á samgöngur, samskipti og framleiðslu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þetta er sjálfskipuð kreppa og stafar því ekki af einhverjum undirliggjandi kerfisvandamálum líkt og fjármálakreppur. Ef allt gengur að óskum á hagkerfið aftur að taka við sér eftir að veikin er liðin hjá. Það kann hins vegar að vera að afleiðingarnar verði langvinnari – það er ef COVID-kreppan verði til þess að ýmsir þverbrestir sem nú þegar eru til staðar muni gliðna vegna álagsins. Það er ef útgjöld vegna kreppunnar leiða til ríkisfjármálakreppu.“

2. Spurning Stundarinnar: Hversu djúp verður þessi kreppa?

„Ísland er mjög vel í stakk búið til þess að takast á við COVID-áfallið – við munum geta viðhaldið þjóðhagslegum stöðugleika. Hins vegar blasa við gríðarlegir erfiðleikar á vinnumarkaði – þegar ein stærsta atvinnugrein landsins verður í lamasessi. Við þessu er aðeins hægt að bregðast með því að reyna að millifæra tekjur úr framtíðinni til dagsins í dag – svo sem að ríkið auki útgjöld sín til þess að reyna að tryggja tekjur fólks og taki til þess lán sem greidd verða með skatttekjum framtíðar. Að bankarnir og aðrir lánardrottnar veiti greiðslufresti og lán út á tekjur framtíðar. Jafnframt – að Seðlabankinn lækki vexti til þess að gera þessa tekjumillifærslu auðveldari.

Það er nær öruggt að COVID-kreppan mun koma mun harðar fram í stærstu löndum Evrópu og í Bandaríkjunum en fjármálakreppan 2008 – enda sluppu þessi lönd tiltölulega vel þá. Sama á ekki við um Ísland. COVID-kreppan mun verða landinu erfið – en mun ekki jafnast á við hrunið 2008. Stór hluti af heimilum og fyrirtækjum landsins varð gjaldþrota eftir 50% gengisfall og 20% verðbólguskot. Í kjölfarið var þörf á gríðarlegum kerfisbreytingum í atvinnulífinu sem voru bæði erfiðar, sársaukafullar – og tóku tíma. Ísland er á allt öðrum stað núna. Þessi eilífi hrun-samanburður er ekki mjög hjálplegur til þess að átta sig á þessu efnahagsáfalli sem nú dynur yfir. Ísland mun áfram verða ferðaþjónustuland – þær fjárfestingar sem nú þegar hefur verið lagt í munu koma að gagni í framtíðinni. Eins og staðan er nú er fátt neitt annað hægt að gera en bíða – þar til tíðin batnar.“

3.  Spurning Stundarinar: Hvernig mun þessi COVID-kreppa breyta heiminum, ef hún mun gera það? Hvernig mun hún breyta hagfræðinni? Hvaða lærdómur verður dreginn af henni?

„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða breytingar munu fylgja í kjölfarið. Augljóslega munu sóttvarnir og viðbúnaðaráætlanir nú verða teknar alvarlega. Mörg fyrirtæki munu nú hugsa um öryggi í framleiðslukeðjum sínum – og leggja áherslu á að sækja aðföng og íhluti nær sér en áður hefur verið. Mögulega munu áhrifin verða þau sömu og árið 1929 – er ríkið þurfti að stíga inn í atvinnulífið og fór ekkert aftur út. Öruggt er að skattar þurfa að hækka í framtíðinni til þess að borga fyrir þau útgjöld sem er stofnað til. Mögulega mun kreppan leiða til pólitísks óstöðugleika og aukinnar sérhyggju í stefnumörkun – en um það er erfitt að spá á þessari stundu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjar­stjórn­un ekki síð­ur mik­il­væg en fjar­vinna

Það er kúnst að reka fyr­ir­tæki sem reið­ir sig á fjar­vinnu starfs­manna. Þetta seg­ir Bjarney Sonja Ólafs­dótt­ir Brei­dert, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­lega hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1x­IN­TER­NET. Hún seg­ir að fólk verði jafn­vel ag­aðra og af­kasta­meira í fjar­vinnu en í hefð­bundnu vinnu­um­hverfi, að því gefnu að hún sé vel skipu­lögð og ferl­ar séu skýr­ir.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
ErlentLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár