Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heimilisofbeldi eykst í faraldrinum – tvær látnar

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hef­ur ósk­að eft­ir fram­leng­ingu á gæslu­varð­haldi yf­ir sam­býl­is­manni konu sem fannst lát­in í heima­húsi í Sand­gerði að kvöldi 28. mars. Fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, dóms­mála­ráð­herra og rík­is­lög­reglu­stjóri lýsa all­ar yf­ir áhyggj­um af auknu heim­il­isof­beldi. Flest bend­ir til þess að tvær kon­ur hafi ver­ið myrt­ar í heima­hús­um á Ís­landi eft­ir að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn braust út.

Heimilisofbeldi eykst í faraldrinum – tvær látnar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur óskað eftir því að gæsluvarðhald yfir manni, sem handtekinn var í kjölfar þess að sambýliskona hans fannst látin á heimili þeirra í Sandgerði, verði framlengt. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson. Sagði hann rannsókn málsins miða áfram, slíkar rannsókn sé flókin og ómögulegt að segja til um hversu langan tíma taki að ljúka henni. Sagðist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag.

Annar maður situr einnig í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt móður sína. Hún fannst látin á heimili sínu aðfaranótt 6. apríl síðastliðinn. 

Bæði atvikin áttu sér stað í heimahúsum eftir að kórónaveirufaraldurinn braust út. Þekkt er að heimilisofbeldi aukist þegar aðstæður sem þessar eru uppi í þjóðfélaginu. Um það ræddi Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, þegar hún var gestur á upplýsingafundi COVID-teymisins á sunnudag. Sagði hún margt benda til þess að ofbeldi hafi aukist í samfélaginu eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti yfir áhyggjum af auknu heimilisofbeldi í pistli í Fréttablaðinu á mánudag. Sagði hún nauðsynlegt að tryggja öryggi þeirra sem búa við heimilisofbeldi. Hún hafi komið þeirri ósk á framfæri við Ríkislögreglustjóra að aðgerðir til að bregðast við heimilisofbeldi verði teknar til sérstakrar umræðu á fundi lögregluráðs í vikunni.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur staðfest að tilkynningum um heimilisofbeldi hafi fjölgað að undanförnu. Það gerði hún þegar hún var gestur í morgunþætti Rásar 1 og 2 á dögunum. Þar talaði hún um þá staðreynd að tvær konur hafa látist á heimilum sínum eftir að faraldurinn braust út, þar sem grunur leikur á að þeim hafi verið ráðinn bani. Sagði hún að heimilisofbeldi hefði verið rætt á fundi ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum í síðustu viku. Allir hefðu þeir lýst yfir áhyggjum af því að það væri að aukast. 

Sigþrúður benti á ábyrgð samfélagsins. „Okkur ber að tilkynna til barnaverndar höfum við ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi aðstæður,“ sagði hún. Að rétta þeim hjálparhönd geti skipt öllu máli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár