Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn

Þeir voru sagð­ir gam­aldags og of­sókn­aróð­ir en búa nú að því að eiga um­tals­verð­ar birgð­ir and­lits­gríma, lyfja og lækn­inga­tækja. Finn­ar hafa hald­ið áfram að safna í neyð­ar­birgða­geymsl­ur sín­ar, nokk­uð sem flest­ar þjóð­ir hættu að gera þeg­ar kalda stríð­ið leið und­ir lok.

Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn
COVID-19 Frá miðborg Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Styttan af smiðunum þremur sem er eitt frægasta kennileiti borgarinnar ber nú merki COVID-19 faraldursins. Smiðirnir bera andlitsgrímur og lumbra á kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Mynd: Shutterstock

Neyðarbirgðageymslur Finnlands koma nú að góðum notum, en þar geyma finnsk stjórnvöld meðal annars gríðarlegt magn af andlitsgrímum, lyfjum og ýmsum lækningavörum. Safnað hefur verið í geymslurnar og birgðirnar endurnýjaðar eftir þörfum allt frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari.

Á tímum kalda stríðsins komu margar vestrænar þjóðir sér upp birgðum af því sem talið var vera nauðsynlegt til að halda landinu gangandi í nokkra mánuði, kæmi til átaka eða einangrunar landsins. Þessar birgðir voru meðal annars matvara, lyf og eldsneyti og þegar leið undir lok kalda stríðsins hættu allflestar þjóðir slíkri birgðasöfnun.

En ekki Finnar. Þeir viðhéldu þessari birgðastöðu sinni og nú býr finnska þjóðin að því að eiga vel búnar birgðageymslur sem koma sér vel í COVID-19 faraldrinum.  Þar eru lyf og lækningavörur, eldsneyti, korn, tæki og búnaður til landbúnaðar og efniviður til að smíða vopn. Og nú hefur dyrum geymslunnar verið lokið upp, birgðirnar notaðar í fyrsta skiptið síðan byrjað var að safna þeim og fyrir skömmu var andlitsgrímum úr geymslunum dreift á milli spítala í Finnlandi. 

Sagðir gamaldags og með ofsóknaræði

Fjallað er um þetta á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten. „Á meðan flest lönd, Noregur þar með talinn, hættu að safna slíkum lager héldu Finnar áfram eins og ekkert hefði í skorist,“ segir Magnus Håkenstad, sem er sérfræðingur í málefnum kalda stríðsins hjá rannsóknarstofnun um varnarmál í Noregi. „Finnar hafa verið skotspónn háðs og spotts í gegnum tíðina. Þeir hafa verið kallaðir gamaldags og með ofsóknaræði, en núna sjáum við að þetta var ekki svo galið hjá þeim eftir allt saman,“ segir hann. 

„Finnar hafa verið skotspónn háðs og spotts í gegnum tíðina. En núna sjáum við að þetta var ekki svo galið hjá þeim eftir allt saman“

Í grein Aftenposten segir að tilvist birgðageymslanna sé umlukin talsverðri leynd. Hvar þær séu og hversu mikið sé í þeim sé ríkisleyndarmál. Það eina sem hefur verið gert opinbert er að geymslurnar eru staðsettar víða um land.

Í erfðaefni Finna að vera við öllu viðbúnir

The New York Times fjallar einnig um þessar birgðageymslur Finna. Í grein blaðsins er þessi staða sögð öfundsverð og Finnar eru þar kallaðir „The prepper nation of the Nordics“, eða dómsdagsspámenn Norðurlandanna, en „prepper“ er notað um fólk sem eru ávallt undirbúið fyrir dómsdag af einhverju tagi. 

Með grímuNeyðarbirgðageymslur Finnlands koma nú að góðum notum, en þar geyma finnsk stjórnvöld meðal annars gríðarlegt magn af andlitsgrímum, lyfjum og ýmsum lækningavörum.

„Finnar eiga löng landamæri að Rússlandi. Þeir reiða sig á samgöngur um Eystrasaltið og hafa í gegnum tíðina verið viðbúnir hinu versta„“ segir Tomi Lounmena, forstjóri neyðarbirgðastofnunar Finnlands  í samtali við NYT. „Það er í erfðaefni Finna að vera við öllu viðbúnir.“

Hann segir að sumt af því sem er í birgðageymslunni sé komið til ára sinna, en það sé vel nothæft og nefnir þar andlitsgrímur.

Varpar ljósi á viðkvæma stöðu Norðurlandanna

Í grein NYT segir að þetta varpi ljósi á hversu viðkvæm staða Norðurlandaþjóðanna sé í raun og hversu mikið þær þurfi að reiða sig á innflutning.

„Þó að sænska ríkið hafi ekki gætt að birgðastöðu sinni, þá hafa landsmenn þar í gegnum tíðina verið hvattir til að koma sér upp sínum eigin neyðarbirgðum,“  segir í greininni. Þar er vísað til þess að allir Svíar hafi fengið bækling sendan í pósti fyrir um tveimur árum sem bar heitið Hættuástand eða stríð og þar eru leiðbeiningar um hvernig heimili geti komið sér upp matar- og vatnsbirgðum og ýmsum nauðsynjavörum, komi til slíks ástands.

Í greininni segir að Norðmenn hafi áður gætt þess að eiga birgðir af ýmsum nauðsynjavörum í landinu, en ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á það undanfarna áratugi og að helsta áhyggjuefni Norðmanna sé hugsanlegur skortur á lyfjum og lækningavörum. Yrði lokað fyrir innflutning á slíkum vörum yrði landið fljótt uppiskroppa, en mestur hluti þeirra kemur frá Kína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu