Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn

Þeir voru sagð­ir gam­aldags og of­sókn­aróð­ir en búa nú að því að eiga um­tals­verð­ar birgð­ir and­lits­gríma, lyfja og lækn­inga­tækja. Finn­ar hafa hald­ið áfram að safna í neyð­ar­birgða­geymsl­ur sín­ar, nokk­uð sem flest­ar þjóð­ir hættu að gera þeg­ar kalda stríð­ið leið und­ir lok.

Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn
COVID-19 Frá miðborg Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Styttan af smiðunum þremur sem er eitt frægasta kennileiti borgarinnar ber nú merki COVID-19 faraldursins. Smiðirnir bera andlitsgrímur og lumbra á kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Mynd: Shutterstock

Neyðarbirgðageymslur Finnlands koma nú að góðum notum, en þar geyma finnsk stjórnvöld meðal annars gríðarlegt magn af andlitsgrímum, lyfjum og ýmsum lækningavörum. Safnað hefur verið í geymslurnar og birgðirnar endurnýjaðar eftir þörfum allt frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari.

Á tímum kalda stríðsins komu margar vestrænar þjóðir sér upp birgðum af því sem talið var vera nauðsynlegt til að halda landinu gangandi í nokkra mánuði, kæmi til átaka eða einangrunar landsins. Þessar birgðir voru meðal annars matvara, lyf og eldsneyti og þegar leið undir lok kalda stríðsins hættu allflestar þjóðir slíkri birgðasöfnun.

En ekki Finnar. Þeir viðhéldu þessari birgðastöðu sinni og nú býr finnska þjóðin að því að eiga vel búnar birgðageymslur sem koma sér vel í COVID-19 faraldrinum.  Þar eru lyf og lækningavörur, eldsneyti, korn, tæki og búnaður til landbúnaðar og efniviður til að smíða vopn. Og nú hefur dyrum geymslunnar verið lokið upp, birgðirnar notaðar í fyrsta skiptið síðan byrjað var að safna þeim og fyrir skömmu var andlitsgrímum úr geymslunum dreift á milli spítala í Finnlandi. 

Sagðir gamaldags og með ofsóknaræði

Fjallað er um þetta á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten. „Á meðan flest lönd, Noregur þar með talinn, hættu að safna slíkum lager héldu Finnar áfram eins og ekkert hefði í skorist,“ segir Magnus Håkenstad, sem er sérfræðingur í málefnum kalda stríðsins hjá rannsóknarstofnun um varnarmál í Noregi. „Finnar hafa verið skotspónn háðs og spotts í gegnum tíðina. Þeir hafa verið kallaðir gamaldags og með ofsóknaræði, en núna sjáum við að þetta var ekki svo galið hjá þeim eftir allt saman,“ segir hann. 

„Finnar hafa verið skotspónn háðs og spotts í gegnum tíðina. En núna sjáum við að þetta var ekki svo galið hjá þeim eftir allt saman“

Í grein Aftenposten segir að tilvist birgðageymslanna sé umlukin talsverðri leynd. Hvar þær séu og hversu mikið sé í þeim sé ríkisleyndarmál. Það eina sem hefur verið gert opinbert er að geymslurnar eru staðsettar víða um land.

Í erfðaefni Finna að vera við öllu viðbúnir

The New York Times fjallar einnig um þessar birgðageymslur Finna. Í grein blaðsins er þessi staða sögð öfundsverð og Finnar eru þar kallaðir „The prepper nation of the Nordics“, eða dómsdagsspámenn Norðurlandanna, en „prepper“ er notað um fólk sem eru ávallt undirbúið fyrir dómsdag af einhverju tagi. 

Með grímuNeyðarbirgðageymslur Finnlands koma nú að góðum notum, en þar geyma finnsk stjórnvöld meðal annars gríðarlegt magn af andlitsgrímum, lyfjum og ýmsum lækningavörum.

„Finnar eiga löng landamæri að Rússlandi. Þeir reiða sig á samgöngur um Eystrasaltið og hafa í gegnum tíðina verið viðbúnir hinu versta„“ segir Tomi Lounmena, forstjóri neyðarbirgðastofnunar Finnlands  í samtali við NYT. „Það er í erfðaefni Finna að vera við öllu viðbúnir.“

Hann segir að sumt af því sem er í birgðageymslunni sé komið til ára sinna, en það sé vel nothæft og nefnir þar andlitsgrímur.

Varpar ljósi á viðkvæma stöðu Norðurlandanna

Í grein NYT segir að þetta varpi ljósi á hversu viðkvæm staða Norðurlandaþjóðanna sé í raun og hversu mikið þær þurfi að reiða sig á innflutning.

„Þó að sænska ríkið hafi ekki gætt að birgðastöðu sinni, þá hafa landsmenn þar í gegnum tíðina verið hvattir til að koma sér upp sínum eigin neyðarbirgðum,“  segir í greininni. Þar er vísað til þess að allir Svíar hafi fengið bækling sendan í pósti fyrir um tveimur árum sem bar heitið Hættuástand eða stríð og þar eru leiðbeiningar um hvernig heimili geti komið sér upp matar- og vatnsbirgðum og ýmsum nauðsynjavörum, komi til slíks ástands.

Í greininni segir að Norðmenn hafi áður gætt þess að eiga birgðir af ýmsum nauðsynjavörum í landinu, en ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á það undanfarna áratugi og að helsta áhyggjuefni Norðmanna sé hugsanlegur skortur á lyfjum og lækningavörum. Yrði lokað fyrir innflutning á slíkum vörum yrði landið fljótt uppiskroppa, en mestur hluti þeirra kemur frá Kína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár