Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leiksýningar, myndlist og tónleikar heima í stofu

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8-24. apríl

Leiksýningar, myndlist og tónleikar heima í stofu

Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Allir viðburðirnir eru ókeypis, en hvatt er til þess að styðja listamennina.

Kúltúr klukkan 13

Hvar? Menningarhúsin í Kópavogi
Hvenær? Mánu-, miðviku- og föstudaga kl. 13.00
Streymi: Stundin.is

Á meðan að samkomubannið stendur yfir leggur Stundin sitt í púkkið og sendir út menningarviðburði á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi. Hægt er að fylgjast með streyminu í beinni á vefsíðu og Facebook-síðu Stundarinnar. Á dagskránni koma meðal annars fram höfundurinn Þorgrímur Þráinsson 8. apríl og Kordo kvartettinn flytur lög 10. apríl. Rithöfundurinn og hamfarahlýnunarsérfræðingurinn Andri Snær Magnason ræðir við Höllu Oddnýju 13. apríl., vísindafólkið Sævar Helgi og Hrönn Egilsdóttir ræða saman 15. apríl og myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir leiða skapandi fjölskyldusmiðju í GerðarStundinni 17. & 24. apríl. Bæjarlistamaðurinn Ragna Fróðadóttir heldur erindi 20. apríl, SumarJazz verður fluttur 22. apríl.

Bílabíó

Hvar? Smárabíó
Hvenær? 8. apríl kl. 17.00 & 21.00
Streymi: Bílastæði Smáralindar

Smárabíó hefur sett upp tjald á efra plani Smáralindar við inngang bíósins, en þar verður varpað klassísku íslensku kvikmyndunum Jón Oddur og Jón Bjarni kl. 17.00 og Löggulíf kl. 21.00 þann 8. apríl. Sýningarnar eru gestum að kostnaðarlausu, en áhorfendur eru beðnir um að fara ekki úr bílum sínum og koma með eigið snakk.

Tómamengi

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. & 10. apríl kl. 20.00
Streymi: Youtube siða Mengis

Mengi hefur brugðist við samkomubanninu með því að færa tónleikahald yfir á Youtube-rás sína. Tónleikar eru haldnir í hverri viku, en að sinni er aðeins búið að tilkynna tónleika Péturs Ben 8. apríl og Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar 10. apríl. Tónleikarnir eru ókeypis, en áhorfendur eru hvattir til að greiða listamönnum.

RASK #3

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 9. apríl kl. 14.00–23.00
Streymi: raskcollective.com

RASK #3 er þriðji liður í nýrri viðburðaseríu í Reykjavík sem leggur áherslu á nýmiðlalistir, tækniþróun og tilraunir. Sýning eftir fimm listamenn verður opnuð á vefsíðu Rasks, en hún stendur til 30. apríl. Þar að auki verða streymdir í beinni tónleikar með Áslaugu Magnúsdóttur, Miu Ghabarou, Geigen og sideproject.

Listaverk dagsins

Hvar? Listasafn Reykjavíkur
Hvenær? Daglega
Streymi: FB-síða Listasafnsins

Safnið svalar myndlistarþörf listasólgins almennings með daglegum færslum þar sem gluggað er í gegnum safneign Listasafns Reykjavíkur. Í þessum færslum eru myndir og ítarlegar lýsingar á listamönnunum og -konunum að baki þeim. Göngugarpar geta sótt smáforritið Útilistaverk í Reykjavík og fræðst þannig um 200 útilistaverk sem safnið heldur utan um.

Fjarkennsla Kramhússins

Hvar? Kramhúsið
Hvenær? Hvenær sem er
Streymi: kramhusid.is/fjarkennsla

Kennarar Kramhússins hafa fært alla kennslu sína yfir á netið, en stór hluti námsefnisins er aðgengilegur án áskriftar. Má þar á meðal nefna tíma með morgunrútínum, pilates, yoga-tíma, dansleikfimi, danspartí, afródans og danstíma þar sem hreyfingar í anda Lizzo og RuPaul’s Drag Race. Áskrifendum bjóðast síðan enn fleiri fjarkennslutímar.

Heima í Hörpu

Hvar? Harpa
Hvenær? 8. apríl kl. 11.00
Streymi: FB-síða Hörpu

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Síðustu tónleikarnir í röðinni eru 8. apríl, þar sem Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari í Sinfó og píanóleikarinn Ingunn Hildur Hauksdóttir flétta saman spennandi tónlist, en ekki er útilokað að serían verði framlengd.

Borgó í beinni

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Óvissar dagsetningar
Streymi: Youtube-síða Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið hefur haldið úti beinu streymi af ýmsu efni út mars. Ekki er búið að tilkynna fleiri viðburði, en enn er hægt að horfa á tónleika með Bubba Morthens, leiklestur á leikritinu Hystory, upptöku af sýningunni Ríkharður III, leikara Borgarleikhússins spila D&D saman, listamannaspjöll og margt fleira.

Leikhúsveisla í stofunni

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Út apríl
Streymi: RÚV 2

Þjóðleikhúsið sýnir upptökur af mörgum af af ástsælustu leiksýningum síðustu ára. Sýnir hún til dæmis Kugg og leikhúsvélina á föstudaginn langa, Engla alheimsins 11. apríl, Íslandsklukkuna á páskadag, Með fulla vasa af grjóti 18. apríl og Sjálfstætt fólk á sumardaginn fyrsta. Einnig verður sjónvarpað viðtölum við leikara og leikstjóra fyrir hverja sýningu.

Stúdíó Kristall

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Þriðju- og fimmtudaga kl. 13.00
Streymi: Youtube-síða Þjóðleikhússins

Ólíkir þáttastjórnendur úr röðum skálda, leikara og fleira starfsfólks leikhússins munu bjóða upp á viðtöl, fróðleik og ýmsa skemmtan fyrir landsmenn í beinu streymi tvisvar í viku. Starfsfólkið lætur samkomubann ekki stoppa sig og leitar nú enn nýrra leiða til að nálgast áhorfendur sína. Þjóðleikhúsið beint til þín úr Stúdíó Kristal á Kristalssal Þjóðleikhússins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár