Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

COVID-veiran gæti geymst vel í frysti

Kór­óna­veir­ur á borð við SARS-CoV-2, sem veld­ur COVID-19, þola fryst­ingu al­mennt vel. Tug­þús­unda ára göm­ul risa­veira, sem fannst í sífrera í Síberíu, bjó enn yf­ir sýk­inga­mætti og dæmi eru um að veir­ur geti leg­ið í dvala í mjög lang­an tíma.

COVID-veiran gæti geymst vel í frysti
COVID-19 Kórónaveirur á borð við SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þola almennt frystingu vel. Rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV, sem eru kórónaveirur náskyldar SARS-CoV-2, geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að tvö ár. Mynd: Shutterstock

Kórónaveirur  á borð við  SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þola frystingu almennt vel. Hlýnun jarðar og bráðnun jökla því fylgjandi gæti haft í för með sér að veirur, sem hafa legið í dvala, láti aftur á sér kræla. Forn risaveira, sem enn bjó yfir sýkingamætti, uppgötvaðist í 30.000 ára gömlum sífrera í Síberíu fyrir sex árum. Þetta segir Stefán Ragnar Jónsson, sameindalíffræðingur á Keldum.

Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður rannsókna á frostþoli SARS-CoV-2, en Stefán segir að ef litið sé til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá megi ætla að hún þoli frystingu vel. „Bæði virðast þær þola endurfrystingu í nokkur skipti og rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að tvö ár,“ segir Stefán og á þar við náin skyldmenni SARS-CoV-2 sem annars vegar valda SARS-sjúkdómnum eða HABL- eins og hann var kallaður á íslensku og stendur fyrir heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu og hinsvegar MERS-sjúkdómnum.

Þola kulda betur en hita

Vísindavef Háskóla Íslands hefur borist talsvert af fyrispurnum um þessa eiginleika veirunnar og í svari Stefáns þar kemur fram að almennt þoli veirur betur kulda en hita. Margar þeirra séu frostþolnar en það fari nokkuð eftir gerð þeirra og í hvaða umhverfi þær séu. „Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman án þess að þær tapi miklu af sýkingarmætti sínum,“ segir Stefán.

Stefán Ragnar JónssonHann segir að fólk geti andað rólega vegna ævafornu risaveirunnar sem fannst í síberskum sífrera, hún sýki einungis einfrumunga af ætt amaba.

Hann segir að séu veirur frystar í vatni sé geymsluþol þeirra frekar stutt vegna þess hversu lágt sýrustig vatns er. „En ef þær eru umluktar lífrænu efni svo sem vefjum eða úrgangi, eins og til dæmis saur, geta þær haldist sýkingarhæfar lengur. Nokkrar af þeim veirum sem valda matareitrunum, svo sem nóróveirur, geta borist með smituðum frosnum matvælum,“ segir Stefán. Hann segir flestar veirur þola endurfrystingu illa, stór hluti sýkingarhæfra veiruagna tapist við hverja frystingu. 

Tíu sinnum stærri en kórónaveira

Hann segir dæmi um að veirur geti legið í dvala í mjög langan tíma. „2014 uppgötvaðist veira af tegund pandóruveira, Pithovirus Sibericum, í 30 þúsund ára gömlum ís úr síberískum sífrera. Pandóruveirur eru með allra stærstu veirum sem finnast, þessi er 1,5 míkrómetri í þvermál sem er á stærð við bakteríu og ríflega tífalt þvermál kórónuveiru.“

Stefán segir að fólk geti andað rólega vegna þessarar ævafornu risaveiru, hún sýki einungis einfrumunga af ætt amaba. Við þessa uppgötvun vakni þó spurningar um hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

„Veiran sem olli spænsku veikinni fannst í líkamsleifum fólks sem lést úr veikinni og grafið hafði verið í sífrera Alaska.

Hann segir all nokkur dæmi um það. Veiran sem olli Spænsku veikinni hafi fundist í líkamsleifum fólks, sem lést úr veikinni og grafið hafði verið í sífrera Alaska. „Það er reyndar óvíst hvort hún var sýkingahæf, segir Stefán. En hún náðist úr lungnavef og hægt var að raðgreina erfðaefni hennar. Þessar veirur varðveitast vel í frostinu og  erfðaefnið brotnar síður niður þó að veiran sé kannski ekki virk.“

30 fornar veirur fundust í tíbetskum jökli

Stefán segir að um 30 mismunandi veirur hafi nýverið fundist í borkjörnum frá Guliyan ísbreiðunni í Tíbet sem hefur verið að hopa vegna hlýnunar jarðar. „Ekki er vitað til þess að nein þeirra sé skaðleg mönnum, en margar þeirra voru ekki þekktar áður. Og þó að veira finnist, sem hefur lengi verið frosin, er ekki þar með sagt að hún búi enn yfir sýkingamætti, því til þess að það megi verða þarf veiruögnin að vera í heilu lagi þannig að himna og prótein veirunnar varðveitist. Stundum finnst bara erfðaefni hennar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár