Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

COVID-veiran gæti geymst vel í frysti

Kór­óna­veir­ur á borð við SARS-CoV-2, sem veld­ur COVID-19, þola fryst­ingu al­mennt vel. Tug­þús­unda ára göm­ul risa­veira, sem fannst í sífrera í Síberíu, bjó enn yf­ir sýk­inga­mætti og dæmi eru um að veir­ur geti leg­ið í dvala í mjög lang­an tíma.

COVID-veiran gæti geymst vel í frysti
COVID-19 Kórónaveirur á borð við SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þola almennt frystingu vel. Rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV, sem eru kórónaveirur náskyldar SARS-CoV-2, geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að tvö ár. Mynd: Shutterstock

Kórónaveirur  á borð við  SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þola frystingu almennt vel. Hlýnun jarðar og bráðnun jökla því fylgjandi gæti haft í för með sér að veirur, sem hafa legið í dvala, láti aftur á sér kræla. Forn risaveira, sem enn bjó yfir sýkingamætti, uppgötvaðist í 30.000 ára gömlum sífrera í Síberíu fyrir sex árum. Þetta segir Stefán Ragnar Jónsson, sameindalíffræðingur á Keldum.

Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður rannsókna á frostþoli SARS-CoV-2, en Stefán segir að ef litið sé til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá megi ætla að hún þoli frystingu vel. „Bæði virðast þær þola endurfrystingu í nokkur skipti og rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að tvö ár,“ segir Stefán og á þar við náin skyldmenni SARS-CoV-2 sem annars vegar valda SARS-sjúkdómnum eða HABL- eins og hann var kallaður á íslensku og stendur fyrir heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu og hinsvegar MERS-sjúkdómnum.

Þola kulda betur en hita

Vísindavef Háskóla Íslands hefur borist talsvert af fyrispurnum um þessa eiginleika veirunnar og í svari Stefáns þar kemur fram að almennt þoli veirur betur kulda en hita. Margar þeirra séu frostþolnar en það fari nokkuð eftir gerð þeirra og í hvaða umhverfi þær séu. „Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman án þess að þær tapi miklu af sýkingarmætti sínum,“ segir Stefán.

Stefán Ragnar JónssonHann segir að fólk geti andað rólega vegna ævafornu risaveirunnar sem fannst í síberskum sífrera, hún sýki einungis einfrumunga af ætt amaba.

Hann segir að séu veirur frystar í vatni sé geymsluþol þeirra frekar stutt vegna þess hversu lágt sýrustig vatns er. „En ef þær eru umluktar lífrænu efni svo sem vefjum eða úrgangi, eins og til dæmis saur, geta þær haldist sýkingarhæfar lengur. Nokkrar af þeim veirum sem valda matareitrunum, svo sem nóróveirur, geta borist með smituðum frosnum matvælum,“ segir Stefán. Hann segir flestar veirur þola endurfrystingu illa, stór hluti sýkingarhæfra veiruagna tapist við hverja frystingu. 

Tíu sinnum stærri en kórónaveira

Hann segir dæmi um að veirur geti legið í dvala í mjög langan tíma. „2014 uppgötvaðist veira af tegund pandóruveira, Pithovirus Sibericum, í 30 þúsund ára gömlum ís úr síberískum sífrera. Pandóruveirur eru með allra stærstu veirum sem finnast, þessi er 1,5 míkrómetri í þvermál sem er á stærð við bakteríu og ríflega tífalt þvermál kórónuveiru.“

Stefán segir að fólk geti andað rólega vegna þessarar ævafornu risaveiru, hún sýki einungis einfrumunga af ætt amaba. Við þessa uppgötvun vakni þó spurningar um hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

„Veiran sem olli spænsku veikinni fannst í líkamsleifum fólks sem lést úr veikinni og grafið hafði verið í sífrera Alaska.

Hann segir all nokkur dæmi um það. Veiran sem olli Spænsku veikinni hafi fundist í líkamsleifum fólks, sem lést úr veikinni og grafið hafði verið í sífrera Alaska. „Það er reyndar óvíst hvort hún var sýkingahæf, segir Stefán. En hún náðist úr lungnavef og hægt var að raðgreina erfðaefni hennar. Þessar veirur varðveitast vel í frostinu og  erfðaefnið brotnar síður niður þó að veiran sé kannski ekki virk.“

30 fornar veirur fundust í tíbetskum jökli

Stefán segir að um 30 mismunandi veirur hafi nýverið fundist í borkjörnum frá Guliyan ísbreiðunni í Tíbet sem hefur verið að hopa vegna hlýnunar jarðar. „Ekki er vitað til þess að nein þeirra sé skaðleg mönnum, en margar þeirra voru ekki þekktar áður. Og þó að veira finnist, sem hefur lengi verið frosin, er ekki þar með sagt að hún búi enn yfir sýkingamætti, því til þess að það megi verða þarf veiruögnin að vera í heilu lagi þannig að himna og prótein veirunnar varðveitist. Stundum finnst bara erfðaefni hennar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár