Vaxandi hluti af heilbrigðisþjónustu hér á landi er í formi fjarheilbrigðisþjónustu. Hún hefur aukist hratt frá því að COVID-19 faraldurinn braust út og segja má að bylting hafi orðið á skömmum tíma. Þetta segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis. Hann segir að ekki sjái fyrir endann á þeim breytingum sem orðið hafi á heilbrigðisþjónustunni að þessu leyti undanfarnar vikur, en ljóst sé að þær séu að mörgu leyti komnar til að vera.
Ingi segist varla geta hugsað þá hugsun til enda hversu mikið álag væri nú á heilbrigðiskerfinu, nyti netlausna ekki við. „Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að fullyrða að við værum í miklu verri málum heldur en við erum í dag.“
„Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að fullyrða að við værum í miklu verri málum heldur en við erum í dag“
Hann segir að möguleikarnir, til að …
Athugasemdir