Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Safna undirskriftum fyrir forsetaframboð Guðmundar Franklín

Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son seg­ir að í ljós komi á næstu vik­um hvort hann skori sitj­andi for­seta Guðna Th. Jó­hann­es­son á hólm. „Veir­an ræð­ur för og ég hlýði Víði.“

Safna undirskriftum fyrir forsetaframboð Guðmundar Franklín
Guðmundur Franklín Jónsson Guðmundur Franklín segir fólk hafa skorað á sig.

Stuðningsmenn Guðmundar Franklíns Jónssonar safna nú meðmælum fyrir framboð hans til forseta, að því fram kemur á vefsíðu með titlinum „Guðmundur Franklín Jónsson á Bessastaði 2020“.

„Ég hef ekki tilkynnt opinberlega um framboð til forseta Íslands og ef ég geri það, verður það ekki strax, en veiran setur strik í reikninginn og kosningunum verður kannski frestað,“ segir Guðmundur Franklín í svari við fyrirspurn Stundarinnar. „Fólk er að skora á mig og hefur gert alveg frá áramótum. Ef ég býð mig fram fer það ekki fram hjá neinum, en það kemur í ljós á næstu vikum. Veiran ræður för og ég hlýði Víði.“

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Fram að þessu hefur enginn tilkynnt um mótframboð, en samkvæmt lögum falla kosningarnar niður ef aðeins ein kjörgeng manneskja er í framboði.

Meðmælasöfnun á netinu hefur verið send á fólk, þar sem það er hvatt til að styðja Guðmund Franklín til framboðs. „Félagi minn Guðmundur Franklín Jónsson ætlar að skora Guðna Th. á hólm í næstu forsetakosningum og er að safna meðmælendum,“ segir á vefsíðunni. „Ég ætla að gerast svo frakkur og biðja þig um hvort ég mætti senda þér meðmælendalista til undirskriftar, eingöngu fyrir þig og þína og náttúrulega vini þína.  Það þarf að safna allt að 3000 meðmælendum en safnast er saman kemur. Ef þú ert til í að leggja honum lið, þá þyrfti ég eingöngu að fá heimilisfangið þitt, svo ég geti póstlagt einn meðmælenda-lista til þín. FRAM TIL SIGURS 27. JÚNÍ 2020.“

Guðmundur Franklín tilkynnti einnig um framboð til forseta í síðustu kosningum árið 2016. Nú í janúar hvöttu tveir Facebook vinir hann til að fara aftur í forsetaframboð. „Takk fyrir áskorunina, ég er að sjálfsögðu að hugsa málið,“ svaraði hann. „Það er ekki hægt þjóðfélagslega séð að hafa Guðna önnur fjögur ár í viðbót. Hann er þegar búinn að skaða þjóðfélagið eins og í Orkupakkamálinu. Hann má ekki geta skaðað Ísland oftar, þessu verður að linna, sérstaklega með lifandi aðildarumsókn ESB sem er enn í vinnslu. Ef að enginn góður gefur sig fram á næstu tveimur mánuðum þá kem ég til með að hugsa þetta grafalvarlega. Því skal ég lofa þér.“

„Það er ekki hægt þjóðfélagslega séð að hafa Guðna önnur fjögur ár í viðbót“

Guðmundur Franklín er með BSc próf í viðskipta- og hagfræði og meistarapróf í alþjóðastjórnmálum og hagfræði. Hann starfaði í 13 ár sem verðbréfamiðlari á Wall Street hjá fyrirtækjunum Bersec International, Oppenheimer & Co. og Burnham Securities. Hann hefur starfað sem hótelstjóri á Hotel Klippen í Gudhjem á Borgundarhólmi í Danmörku frá árinu 2013.

Guðmundur Franklín stofnaði stjórnmálaflokkinn Hægri grænir árið 2010, en hann rann inn í þjóðernisflokkinn Íslensku þjóðfylkinguna árið 2016. Var Guðmundur Franklín þá hættur sem formaður. Vorið 2016 bauð hann sig fram til forseta Íslands, en dró það til baka þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, tilkynnti óvænt um að hann yrði aftur í framboði sem hann svo síðar hætti við. Lýsti Guðmundur Franklín yfir stuðningi við hann, en hafði ekki skilað meðmælalistum á þeim tímapunkti.

Um haustið 2016 sóttist hann svo eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar. Nýverið hefur hann tekið þátt í starfi Orkunnar okkar, sem beitti sér gegn innleiðingu Þriðja orkupakkans, og skrifað fjölda greina um þjóðmál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár