Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

8% af íslenskum vinnumarkaði hefur sótt um hlutabætur

15.777 hafa sótt um at­vinnu­leys­is­bæt­ur fyr­ir minnk­að starfs­hlut­fall hjá Vinnu­mála­stofn­un, flest­ir eru að fara nið­ur í 25% starf. Þetta eru um 8% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði hér á landi. Eng­in skil­yrði eru sett þeim fyr­ir­tækj­um sem lækka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna tíma­bund­ið önn­ur en þau að sam­drátt­ur sé í rekstri þeirra.

8% af íslenskum vinnumarkaði hefur sótt um hlutabætur
Unnur Sverrisdóttir Hún segir að um 60% umsóknanna um atvinnuleysisbætur fyrir minnkað starfshlutfall hjá Vinnumálastofnun séu frá fólki sem fer niður í 25% starfshlutfall sem þýðir að ríkið greiðir 75% launa þeirra úr Atvinnutryggingasjóði. Mynd: Lögreglan

Hátt í 16.000 manns hafa sótt um atvinnuleysisbætur fyrir minnkað starfshlutfall hjá Vinnumálastofnun á þeim tveimur dögum sem liðnir eru síðan opnað var fyrir umsóknir. Þetta eru um 8% alls vinnandi fólks hér á landi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að um 60% umsóknanna séu frá fólki sem fer niður í 25% starfshlutfall sem þýðir að ríkið greiðir 75% launa þeirra úr Atvinnutryggingasjóði. Engin skilyrði eru sett þeim fyrirtækjum sem lækka starfshlutfall starfsmanna sinna tímabundið önnur en þau að samdráttur sé í rekstri þeirra.

„Í raun gætu því nánast allir Íslendingar á vinnumarkaði átt rétt á því, þar sem samdráttur er á nánast öllum sviðum atvinnulífsins, og allflest fyrirtæki nýtt sér þetta úrræði,“ segir Unnur.

Umsóknir úr ýmsum starfsgreinum

Síðdegis í dag höfðu stofnuninni borist 15.777  umsóknir um þessar bætur frá því að opnað var fyrir umsóknir á miðvikudagsmorguninn. Unnur segir að flestar umsóknirnar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu og samgöngum. „En það hafa líka komið umsóknir frá tannlæknastofum og bílasölum, til að nefna dæmi,“ segir Unnur. „Það er samdráttur alls staðar, það er heila málið og við áttum alltaf von á að fá umsóknir víða að.“

„Í raun gætu því nánast allir Íslendingar á vinnumarkaði átt rétt á því, þar sem samdráttur er á nánast öllum sviðum atvinnulífsins“

Hún segir að meðalskerðing á starfshlutfalli sé 63%, en í flestum tilfellum nemi skerðingin 75%. Spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart varðandi viðbrögðin þessa fyrstu daga segir Unnur að hún hafi átt von á ívið færri umsóknum.

„Þetta er mjög opið úrræði“

Fram hefur komið að nokkur stór fyrirtæki hyggist nýta sér þetta úrræði, meðal annars Icelandair. Í gær var greint frá því að Bláa lónið hefði sagt upp 164 starfsmönnum og að 400 hefðu verið beðnir um að nýta sér hlutabótaleiðina. Rekstur Bláa lónsins hefur gengið vel undanfarin ár og í fyrra fengu eigendur þess greiddan samtals 4,3 milljarða króna arð.  Spurð hvort fyrirtæki þurfi að uppfylla einhver skilyrði um fjárhagsstöðu eða eiga í rekstrarerfiðleikum af einhverju tagi  til að eiga rétt á að ríkið greiði allt að þrjá fjórðu hluta af launum starfsmanna þeirra, segir Unnur svo ekki vera.

„Skilyrðið er að það sé samdráttur í rekstri núna vegna aðstæðna. Þetta er mjög opið úrræði eins og það er skilgreint í lögum. En hugsanlega verður þetta endurskoðað þegar rykið fer að setjast.“

Stéttarfélög segja úrræðið misnotað

Í yfirlýsingu sem BHM og BSRM sendu frá sér fyrr í dag segir að félögunum hafi borist ábendingar um að atvinnurekendur hafi lækkað hlutfall starfsmanna en krefjist síðast vinnuframlags umfram þetta hlutfall. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynningar af þessu tagi, en stofnunin hafi samkvæmt lögum fulla heimild til að óska eftir gögnum og rannsaka mál, sé talin þörf á.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár