Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

8% af íslenskum vinnumarkaði hefur sótt um hlutabætur

15.777 hafa sótt um at­vinnu­leys­is­bæt­ur fyr­ir minnk­að starfs­hlut­fall hjá Vinnu­mála­stofn­un, flest­ir eru að fara nið­ur í 25% starf. Þetta eru um 8% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði hér á landi. Eng­in skil­yrði eru sett þeim fyr­ir­tækj­um sem lækka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna tíma­bund­ið önn­ur en þau að sam­drátt­ur sé í rekstri þeirra.

8% af íslenskum vinnumarkaði hefur sótt um hlutabætur
Unnur Sverrisdóttir Hún segir að um 60% umsóknanna um atvinnuleysisbætur fyrir minnkað starfshlutfall hjá Vinnumálastofnun séu frá fólki sem fer niður í 25% starfshlutfall sem þýðir að ríkið greiðir 75% launa þeirra úr Atvinnutryggingasjóði. Mynd: Lögreglan

Hátt í 16.000 manns hafa sótt um atvinnuleysisbætur fyrir minnkað starfshlutfall hjá Vinnumálastofnun á þeim tveimur dögum sem liðnir eru síðan opnað var fyrir umsóknir. Þetta eru um 8% alls vinnandi fólks hér á landi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að um 60% umsóknanna séu frá fólki sem fer niður í 25% starfshlutfall sem þýðir að ríkið greiðir 75% launa þeirra úr Atvinnutryggingasjóði. Engin skilyrði eru sett þeim fyrirtækjum sem lækka starfshlutfall starfsmanna sinna tímabundið önnur en þau að samdráttur sé í rekstri þeirra.

„Í raun gætu því nánast allir Íslendingar á vinnumarkaði átt rétt á því, þar sem samdráttur er á nánast öllum sviðum atvinnulífsins, og allflest fyrirtæki nýtt sér þetta úrræði,“ segir Unnur.

Umsóknir úr ýmsum starfsgreinum

Síðdegis í dag höfðu stofnuninni borist 15.777  umsóknir um þessar bætur frá því að opnað var fyrir umsóknir á miðvikudagsmorguninn. Unnur segir að flestar umsóknirnar komi frá fólki sem starfar í ferðaþjónustu og samgöngum. „En það hafa líka komið umsóknir frá tannlæknastofum og bílasölum, til að nefna dæmi,“ segir Unnur. „Það er samdráttur alls staðar, það er heila málið og við áttum alltaf von á að fá umsóknir víða að.“

„Í raun gætu því nánast allir Íslendingar á vinnumarkaði átt rétt á því, þar sem samdráttur er á nánast öllum sviðum atvinnulífsins“

Hún segir að meðalskerðing á starfshlutfalli sé 63%, en í flestum tilfellum nemi skerðingin 75%. Spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart varðandi viðbrögðin þessa fyrstu daga segir Unnur að hún hafi átt von á ívið færri umsóknum.

„Þetta er mjög opið úrræði“

Fram hefur komið að nokkur stór fyrirtæki hyggist nýta sér þetta úrræði, meðal annars Icelandair. Í gær var greint frá því að Bláa lónið hefði sagt upp 164 starfsmönnum og að 400 hefðu verið beðnir um að nýta sér hlutabótaleiðina. Rekstur Bláa lónsins hefur gengið vel undanfarin ár og í fyrra fengu eigendur þess greiddan samtals 4,3 milljarða króna arð.  Spurð hvort fyrirtæki þurfi að uppfylla einhver skilyrði um fjárhagsstöðu eða eiga í rekstrarerfiðleikum af einhverju tagi  til að eiga rétt á að ríkið greiði allt að þrjá fjórðu hluta af launum starfsmanna þeirra, segir Unnur svo ekki vera.

„Skilyrðið er að það sé samdráttur í rekstri núna vegna aðstæðna. Þetta er mjög opið úrræði eins og það er skilgreint í lögum. En hugsanlega verður þetta endurskoðað þegar rykið fer að setjast.“

Stéttarfélög segja úrræðið misnotað

Í yfirlýsingu sem BHM og BSRM sendu frá sér fyrr í dag segir að félögunum hafi borist ábendingar um að atvinnurekendur hafi lækkað hlutfall starfsmanna en krefjist síðast vinnuframlags umfram þetta hlutfall. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynningar af þessu tagi, en stofnunin hafi samkvæmt lögum fulla heimild til að óska eftir gögnum og rannsaka mál, sé talin þörf á.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár