Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji lokar skrifstofu sinni í Namibíu á þriðjudaginn í kjölfar mútumálsins

Sam­herji komst að sam­komu­lagi við verka­lýðs­fé­lag í Namib­íu og yf­ir­gef­ur land­ið í næstu viku. Ástæð­an er mútu­mál Sam­herja í Namib­íu sem nú er til rann­sókn­ar í að minnsta kosti þrem­ur lönd­um, Namib­íu, Ís­landi og Nor­egi.

Samherji lokar skrifstofu sinni í Namibíu á þriðjudaginn í kjölfar mútumálsins
Yfirgefa Namibíu eftir nær áratug Samherji Þorsteins Más Baldvinssonar, sem sést hér með þremur af ráðamönnunum sem þáðu múturnar í Namibíu í höfninni í Hafnarfirði, yfirgefur nú Namibíu og lokar skrifstofu sinni í hafnarborginni Walvis Bay.

Útgerðarfélagið Samherji lokar sjávarútvegsfyrirtæki sínu í borginni Walvis Bay í Namibíu á þriðjudaginn í næsta viku og hættir þar með formlega öllum rekstri í landinu. Starfsmönnum fyrirtækis Samherja, Sögu Seafood, hefur verið sagt upp störfum og komst Samherji að samkomulagi um greiðslur til starfsmanna eftir þriggja vikna samningaviðræður við verkalýðsfélag þeirra. Frá þessu er greint í namibíska blaðinu The Namibian. 

Þar með lýkur nærri 10 ára sögu sögu Samherja í Namibíu; sögu sem endar nú í kjölfarið á því að greint var frá stórfelldum mútugreiðslum Samherja og dótturfélaga þess til ráðamanna í Namibíu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Mútugreiðslurnar eru nú til rannsóknar í Namibíu, þar sem viðtakendur greiðslnanna sitja í gæsluvarðhaldi og bíða þess að réttað verði yfir þeim, og á Íslandi þar sem embætti  héraðssaksóknara hefur haft málið til rannsóknar frá því í nóvember síðastliðinn. Þá rannsakar norska efnahagsbrotalögreglan einnig vissa þætti málsins sem snúa að mögulegu peningaþvætti. 

Eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik, Stundinni og Al-Jazeera, á grundvelli gagna frá Wikileaks, í nóvember þá greiddi Samherji áhrifamönnum í landinu sem tengdust sjávarútvegsráðherranum, Bernhard Esau, vel á annan milljarð króna í mútur til að fá aðgang að hestamakrílskvóta í landinu.

Aðgerðir yfirvalda í Namibíu í kjölfarið voru hraðar og voru Esau, tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, fjárfestirinn James Hatuikulipi og dómsmálaráðherrann, Sacky Shangala, handteknir og hnepptir í gæsluvarðhald meðan þeir bíða eftir því að réttað verði í málum þeirra. Samtímis hófst rannsókn málsins á Íslandi. 

Enginn kvóti - engin starfsemi

Ástæða þess að Samherji skellir í lás og segir upp starfsmönnum sínum er að fyrirtækið hefur ekki fengið neinn kvóta í landinu í kjölfar mútumálsins.  Tvö af skipum Samherja, Saga og Geysir - Samherji leigir síðarnefnda skipið af venesúelskum yfirvöldum - eru ekki lengur í Namibíu á meðan þriðja skipið, Heinaste, er kyrrsett þar vegna rannsóknarinnar á mútugreiðslunum sem nú stendur yfir. Geysir stundar nú veiðar á hestamakríl í Máritaníu en Samherji hefur einnig veitt þar í gegnum árin. Saga er í slipp á Kanaríeyjum. Hvert skip Samherja munu fara til veiða nú þegar sögu fyrirtækisins í Namibíu er lokið liggur ekki fyrir. 

Veiðar Samherja í Afríku hafa hins vegar verið afar arðbærar í gegnum tíðina, sérstaklega þegar fyrirtækið áttu útgerðina Kötlu Seafood á árunum 2007 til 2013. Þá kom um þriðjungur af tekjum Samherja, meira en á milli 20 og 30 milljarðar króna, frá Afríkuveiðum félagsins. Afríkuveiðar Samherja eru því stór ástæða fyrir því að Samherji hefur hagnast um vel yfir 100 milljarða króna á síðasta áratug, sérstaklega á á árunum 2010 til 2013 þegar fyrirtækið átti Kötlu Seafood. Starfsemi Samherja í Namibíu var smærri í sniðum og voru tekjurnar oft á milli 6-8 milljarðar og hagnaðurinn í kringum milljarð árlega. 

Í grein The Namibian segir framkvæmdastjóri félags Samherja í Namibíu, Jackie Thiardt, að samningaviðræður við verkalýðsfélags starfsmannanna þar í landi hafi klárast þann 13. mars síðastliðinn. „Samningaviðræðum lauk föstudaginn 13. mars. Heilt yfir gengu þær mjög vel. Allar viðræður fóru fram í góðri trú. Hins vegar var þetta ekki auðvelt ferli fyrir mörg af okkur sem tókum þátt. Óvissan um framtíð starfsfólksins er okkur ennþá mikið áhyggjuefni,“ segir Thiardt. 

„Við erum ekki ánægðir með það að hafa misst vinnuna.“

Lokun Samherja í Namibíu er í samræmi við það sem fyrirtækið greindi frá í byrjun febrúar; að til stæði að hætta allri starfsemi í Namibíu en að fyrst þyrfti að semja um starfslok þeirra sem unnið hafa hjá útgerðinni. „Áður en Samherjasamstæðan mun alfarið hætta starfsemi í Namibíu munu dótturfyrirtæki samstæðunnar í landinu uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þessi fyrirtæki. Fulltrúar Samherja hafa fundað með þeim sjómönnum sem eiga í hlut og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Samherji mun leitast við að veita eins mörgum þeirra áframhaldandi vinnu og mögulegt er. Þá einkum þeim sem tengjast Heinaste,“ í frétt á heimasíðu Samherja

Starfsmenn fá greidd laun í einn mánuð

Starfsmennirnir hjá Samherja í Namibíu fá meðal annars greidd laun í einn mánuð, eina viku greidda aukalega fyrir hvert ár sem þeir hafa starfað hjá félaginu, og tíuþúsund namibíska dollara eða 94 þúsund íslenskar krónur. 

Í viðtali við einn af starfsmönnum Samherja sem missir vinnuna, Leonard Shinedima, kemur fram að hann harmi það að vera nú atvinnulaus og kennir yfirvöldum um að hafa ekki látið Samherja fá kvóta. „Við erum ekki ánægðir með það að hafa misst vinnuna, þetta hefði ekki gerst ef ríkisstjórnin hefði látið fyrirtækið fá kvóta. Ef ríkisstjórnin vill bænheyra okkur þá eiga þeir að útdeila okkur kvótum svo við getum haldið að vinna,“ segir hann. 

Líkurnar á því að Samherji myndi halda áfram veiðum í Namibíu eftir að greint var frá mútugreiðslum þeirra í Namibíu voru hins vegar nær engar. Málið hefur vakið mikla reiði í Namibíu, sem sést meðal annars á hörðum og hröðum viðbrögðum lögreglunnar og ákæruvaldsins. Málið er eitt stærsta, ef ekki stærsta, spillingarmál sem komið hefur upp í landinu og hefur umræða um það verið nær stöðug í namibískum fjölmiðlum síðustu mánuði þó sú umræða sé lítil um þessar mundir, líkt og á Íslandi, vegna Covid-plágunnar sem geisar um nær allan heim og meðal annars í Namibíu. 

Stundin sendi Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja sem tók við stjórn þess eftir að Namibíumálið kom upp, sms-skilaboð með spurningum um lokun Samherja í Namibíu. Björgólfur hafði ekki svarað þeim þegar fréttin var birt.

Tekið skal fram að Björgólfur kom ekkert að mútugreiðslum Samherja í Namibíu og tengist því ekki málinu sem er til rannsóknar  beint persónulega. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár