Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eiginmaður konunnar sem lést úr COVID-19 berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu

Ætt­ingj­ar hjón­anna segja veirufar­ald­ur­inn dauð­ans al­vöru og fólk verði að hlusta á og hlíta fyr­ir­mæl­um til að berj­ast gegn veirunni. Að öðr­um kosti muni af­leið­ing­arn­ar verða al­var­leg­ar.

Eiginmaður konunnar sem lést úr COVID-19 berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu
Berst fyrir lífi sínu Eiginmaður konunnar sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar liggur nú fárveikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum veirusýkingarinnar. Myndin tengist fréttinni óbeint. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eiginmaður íslensku konunnar sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar liggur mjög alvarlega veikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum veirusýkingarinnar og berst þar fyrir lífi sínu. Ættingjar hjónanna vilja brýna fyrir öllum Íslendingum að baráttan gegn veirufaraldrinum sé dauðans alvara og nú sé ekki annað í boði en hlíta fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Ef misbrestur verði á því muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar. 

Konan sem lést af völdum COVID-19 veirunnar þann 23. mars síðastliðin, fyrst Íslendinga, var 71 gömul og var astmasjúklingur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er 75 ára gamall og hefur ekki glímt við neina sjúkdóma fram að þessu. Líkt og eiginkona hans heitin hefur honum hríðversnað á stuttum tíma og er sem fyrr segir mjög alvarlega veikur. Í dag var hann færður í öndunarvél á gjörgæsludeild þar sem allt er reynt að gera fyrir hann. 

Fyrirmæli yfirvalda ekkert grín

Sonur þeirra hjóna kvaddi móður sína með færslu á Facebook 24. mars síðastliðin. Þar sagði hann að þrátt fyrir að dauðsfall í fjölskyldum væru að einkamál þá vildi hann að sem flestir lærðu eitthvað af því hvernig mál hefðu þróast.  Fleiri úr fjölskyldunni væru veikir. „Það er al­veg kom­inn tími til að þessi þjóð og þegn­ar henn­ar taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar,“ skrifaði hann.

Ættingjar hjónanna sem höfðu samband við Stundina ítrekuðu þessi skilaboð með miklum þunga. Nú yrðum við, íslenska þjóðin, að hlusta á og fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og Almannavarna. Að öðrum kosti væri hætta á að mjög illa færi. 

„Við glímum við vágest sem ógnar lífi og heilsu fólks“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sendi fjölskyldunni  innilegar samúðarkveðjur. „Við glímum við vágest sem ógnar lífi og heilsu fólks. Mestu varðar að verja þá sem eru veikastir fyrir. Við verðum að fylgja öllum tilmælum og leiðbeiningum í hvívetna. Og við treystum á okkar færa starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Allt það lið á miklar þakkir skildar þessa erfiðu daga,“ sagði forsetinn, sem hvatti fólk til að gæta ítrustu varúðar.

Fólk á að taka þetta alvarlega

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, lýsti því með mjög ákveðnum hætti á blaðamannafundi almannavarna síðastliðinn þriðjudag að ótækt væri að fólk virti leiðbeiningar almannavarna að vettugi. „Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir.

Alls hafa 802 greinst með kórónaveiruna hér á landi, þar af eru 720 manns í einangrun. Smitum hefur fjölgað um 65 síðasta sólarhring. Sautján liggja inni á Landspítalanum, en samkvæmt frétt Vísis sem birt var fyrr í kvöld, þar sem rætt var við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum, eru þeir flestir með undirliggjandi sjúkdóma.

Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél, tveir karlmenn og ein kona. Már sagði meðferðina ganga betur en við var búist, en erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár