Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eiginmaður konunnar sem lést úr COVID-19 berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu

Ætt­ingj­ar hjón­anna segja veirufar­ald­ur­inn dauð­ans al­vöru og fólk verði að hlusta á og hlíta fyr­ir­mæl­um til að berj­ast gegn veirunni. Að öðr­um kosti muni af­leið­ing­arn­ar verða al­var­leg­ar.

Eiginmaður konunnar sem lést úr COVID-19 berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu
Berst fyrir lífi sínu Eiginmaður konunnar sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar liggur nú fárveikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum veirusýkingarinnar. Myndin tengist fréttinni óbeint. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eiginmaður íslensku konunnar sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar liggur mjög alvarlega veikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum veirusýkingarinnar og berst þar fyrir lífi sínu. Ættingjar hjónanna vilja brýna fyrir öllum Íslendingum að baráttan gegn veirufaraldrinum sé dauðans alvara og nú sé ekki annað í boði en hlíta fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Ef misbrestur verði á því muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar. 

Konan sem lést af völdum COVID-19 veirunnar þann 23. mars síðastliðin, fyrst Íslendinga, var 71 gömul og var astmasjúklingur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er 75 ára gamall og hefur ekki glímt við neina sjúkdóma fram að þessu. Líkt og eiginkona hans heitin hefur honum hríðversnað á stuttum tíma og er sem fyrr segir mjög alvarlega veikur. Í dag var hann færður í öndunarvél á gjörgæsludeild þar sem allt er reynt að gera fyrir hann. 

Fyrirmæli yfirvalda ekkert grín

Sonur þeirra hjóna kvaddi móður sína með færslu á Facebook 24. mars síðastliðin. Þar sagði hann að þrátt fyrir að dauðsfall í fjölskyldum væru að einkamál þá vildi hann að sem flestir lærðu eitthvað af því hvernig mál hefðu þróast.  Fleiri úr fjölskyldunni væru veikir. „Það er al­veg kom­inn tími til að þessi þjóð og þegn­ar henn­ar taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar,“ skrifaði hann.

Ættingjar hjónanna sem höfðu samband við Stundina ítrekuðu þessi skilaboð með miklum þunga. Nú yrðum við, íslenska þjóðin, að hlusta á og fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og Almannavarna. Að öðrum kosti væri hætta á að mjög illa færi. 

„Við glímum við vágest sem ógnar lífi og heilsu fólks“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sendi fjölskyldunni  innilegar samúðarkveðjur. „Við glímum við vágest sem ógnar lífi og heilsu fólks. Mestu varðar að verja þá sem eru veikastir fyrir. Við verðum að fylgja öllum tilmælum og leiðbeiningum í hvívetna. Og við treystum á okkar færa starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Allt það lið á miklar þakkir skildar þessa erfiðu daga,“ sagði forsetinn, sem hvatti fólk til að gæta ítrustu varúðar.

Fólk á að taka þetta alvarlega

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, lýsti því með mjög ákveðnum hætti á blaðamannafundi almannavarna síðastliðinn þriðjudag að ótækt væri að fólk virti leiðbeiningar almannavarna að vettugi. „Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir.

Alls hafa 802 greinst með kórónaveiruna hér á landi, þar af eru 720 manns í einangrun. Smitum hefur fjölgað um 65 síðasta sólarhring. Sautján liggja inni á Landspítalanum, en samkvæmt frétt Vísis sem birt var fyrr í kvöld, þar sem rætt var við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum, eru þeir flestir með undirliggjandi sjúkdóma.

Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél, tveir karlmenn og ein kona. Már sagði meðferðina ganga betur en við var búist, en erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár