Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

22 létust á einum degi í Svíþjóð: Sænsk stjórnvöld vænd um fórna mannslífum með stefnu sinni

62 ein­stak­ling­ar eru nú látn­ir í Sví­þjóð út af kór­óna­veirunni. Sænsk stjórn­völd hafa ver­ið gagn­rýnd fyr­ir stefnu sína gegn kór­óna­veirunni sem með­al ann­ars geng­ur út á að byggja upp hjarð­ónæmi hjá sænsku þjóð­inni. Sænsk­ir vís­inda­menn hafa kall­að stefn­una „kalkúl­er­aða“ og „kald­lynda“ á með­an sótt­varn­ar­lækn­ir rík­is­ins seg­ir að það geti vel far­ið sam­an að vernda gamla og veika fyr­ir veirunni að reyna að ná hjarð­ónæmi sam­tím­is.

22 létust á einum degi í Svíþjóð: Sænsk stjórnvöld vænd um fórna mannslífum með stefnu sinni
Hjarðónæmishugmyndin er góð Anders Tegnell, smtsjúkdómalæknir sænska ríkisins, segir að hugmyndiin um hjarðónæmi sé góð og að það sé ekki mótsögn að vinna með þá hugmynd samtímis og hugmyndina um að takmarka smithættu meðal aldraðra og sjúka.

Alls létust 22 einstaklingar vegna kórónaveirunnar í Svíþjóð í gær og aldrei hafa eins margir fallið frá á einum degi frá því að útbreiðsla kórónuveirunnar hófst í landinu. Fyrsta dauðsfallið í Svíþjóð út af kórónaveirunni átti sér stað þann 11. mars og hafa dagleg andlát vegna veirunnar verið undir 10 allt þar til í fyrradag þegar 13 létust. Þessi tala snarhækkaði svo frá þriðjudegi til miðvikudags og fór upp í 22 andlát á einum degi. 62 einstaklingar hafa nú látist í Svíþjóð vegna kórónaveirunnar.  Meðalaldur þeirra sem látist hafa er svipaður og í öðrum löndum, eins og Ítalíu til dæmis, rúmlega 80 ár

Á sama tíma og tíðni dauðsfalla hefur aukist aukast staðfest smit verulega á milli daga í Svíþjóð. Staðfest smit í Stokkhólmi jukust til að mynda um 11 prósent á milli þriðjudags og miðvikudags, eða um meira en 100, og staðfest smit í landinu jukust um 227. Tekið skal fram að um er ræða staðfest smit, þar sem stjórnvöld í Svíþjóð hafa ekki þá stefnu að prófa sem flesta heldur eingöngu þá sem eru það sjúkir að þeir þurfa að leita sér læknisaðstoðar. Staðfest smit í Svíþjóð eru enn sem komið er 2.562, þar af 1.070 í Stokkhólmi.

Til samanburðar eru staðfest kórónaveirusmit á Íslandi 737 en íbúafjöldinn á Íslandi er um það bil 1/30 af íbúafjölda Svíþjóðar. Þar af leiðandi má nánast fullyrða að staðfest smit í Svíþjóð séu verulega vanmetin. 

22 létust í gærGrafið sýnir útbreiðslu staðfestra tilfella af Covid í Svíþjóð og fjöldi látinna dag frá degi.

„En þetta er ansi kaldlynd stefna þar sem fórnarkostnaðurinn felur í sér að mörg hundruð, ef ekki þúsund, einstaklingar munu láta lífið“

Gagnrýni á stefnu stjórnvalda

Gagnrýnin umræða fer nú fram í Svíþjóð um stefnu stjórnvalda gegn kórónaveriunni. Sá sem verður helst fyrir þeirri gagnrýni er Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir sænska ríkisins. Tegnell hefur sagt að höfuðmarkmið sænskra heilbrigðisyfirvalda sé ekki að byggja upp hjarðónæmi hjá Svíum með því að leyfa veirunni að dreifa sér meðal yngra fólks og eða heilbrigðara sem ætla megi að verði ekki mjög veikt af henni. „Meginmarkmið snýst ekki um það [hjarðónæmi] heldur er megintaktíkin að smitin dreifist hægt og yfir langt tímabil og að álag á sjúkrahúsin verði ekki of mikið. Þessi tvö markmið eru í mótsögn við hvort annað […] Sem hugmynd er hjarðónæmi mjög góð,“ sagði Tegnell við Svenska Dagbladet þann 15. mars þegar þrír Svíar höfðu látist úr COVID-19. 

Tegnell var með orðum sínum að svara mati fyrirrennara síns í embætti sóttvarnarlæknis, Anniku Linde, sem sagði að stefnan byggði sannarlega á hjarðónæmishugmyndinni. „Ég skil stefnu heilbrigðisyfirvalda þannig að verið sé að reyna að ná hjarðónæmi, að eins margir eigi að smitast og mögulegt er og þar með verða ónæmir fyrir veirunni, án þess þó að verða fársjúkir. Þá er mikilvægt að lengja það tímabil sem ætla má að fólk smitist og gæta þess að ekki of margir verði sjúkir samtímis til að álagið á heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið,“ sagði Linde við Svenska Dagbladet fyrr í mars. 

Bretland, eða ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra, var með hjarðónæmishugmyndina sem opinbera stefnu sína til að berjast gegn kórónaveirunni þar til skýrsla háskóla í Englandi sýndi fram á að stefnan gæti leitt 250 þúsund dauðsfalla. Þá breytti breska ríkisstjórnin um stefnu. 

Áhrif á daglegt líf minni

Stefna stjórnvalda í Svíþjóð, sem vakið hefur eftirtekt langt út fyrir landsteinanna, virðist með öðrum vera að ná hjarðónæmi meðal þjóðarinnar en þetta er talið þýða að viss hluti þjóðarinnar verði þar með ónæmur fyrir veirunni til framtíðar, geti ekki fengið hana aftur og geti þar af leiðandi ekki verið smitberar fyrir hana. Þessi taktík stjórnvalda byggir líka á því að hugsanlegt sé að veiran breiðist út aftur í haust og ef hjarðónæmi næst nú þá verði tjónið af þeirri útbreiðslu ekki eins mikið í framtíðinni. 

Svíþjóð hefur valið að ganga ekki eins langt í aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og flest önnur lönd í Evrópu hafa gert. Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur enn sem komið er haft minni áhrif á daglegt líf í Svíþjóð en í löndunum í nágrannalöndunum Noregi og Danmörku til dæmis.  Svíar hafa í raun ekki fylgt þeim tillögum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett fram til að berjast gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 

Samkomubannið í Svíþjóð miðast til dæmis ennþá bara við 500 manns, á meðan það miðast til dæmis við 2 í Þýskalandi og 20 á Íslandi; leikskólar og skólar eru ennþá opnir þó framhaldsskólar og háskólar hafi tekið upp fjarkennslu en til samanburðar var grunn- og leikskólum í Finnlandi loks lokað á miðvikudaginn; líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eru ennþá opnar og er stærsta líkamsræktarstöð Norðurlandanna, SATS, til dæmis að opna aftur í dag eftir að hafa verið lokuð í tæpar tvær vikur

Kannski best að gera ekki neittKári Stefánsson er gagnrýninn á stefnu sænskra stjórnvalda út af Covid en vonar að hann hafi rangt fyrir sér og að kannski sýni það sig að best sé að gera ekki neitt til að verjast smithættunni.

Lokanir og eða hjarðónæmi?

Hópur vísindamanna birti í gær opið bréf til ríkisstjórnarinnar í Svíþjóð þar sem skorað var á hana að taka upp harðari varnaraðgerðir gegn útbreiðslu veirunnar. Meðal annars var skorað á stjórnina að gera fleiri prófanir á mögulega sýktum einstaklingum í stað þess að eingöngu prófa þá sem eru það sjúkir að þeir þurfa að leita sér læknisaðstoðar, sem og heilbrigðisstarfsfólk. 

Kjarninn í gagnrýni margra á stefnu stjórnvalda er að stefna þeirra sé í raun að byggja upp hjarðónæmi fyrir kóróanveirunni hjá sænsku þjóðinni samtímis og að áhættuhópar eins og gamalt og langveikt fólk með viðkvæm ónæmiskerfi eru varðir fyrir veirunni með aðgerðum. Skorað er á eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma að halda sig heima hjá sér sem og þá sem finna fyrir minnstu flensueinkennum. Gagnrýnin byggir því á að stjórnvöld séu með tvíþætta stefna að þessu leyti og séu í reynd að stíla um of inn á hjarðónæmisnálgunina án þess að það sé opinberlega sagt. 

Einn af vísindamönnunum sem skrifaði opna bréfið til sænsku stjórnarinnar segir til dæmis um þetta við sænska blaðið Dagens Nyheter: „Við fáum það á tilfinninguna að stjórnvöld vilji að smit dreifi sér til að ónæmi gegn smitum náist. En þetta er ansi kaldlynd stefna þar sem fórnarkostnaðurinn felur í sér að mörg hundruð, ef ekki þúsund, einstaklingar munu láta lífið,“ segir maðurinn, Olle Kampe, ónæmisfræðingur við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. 

Annar vísindamaður sem hefur gagnrýnt stefnu sænskra stjórnvalda er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur sagt að stefna yfirvalda þar í landi gangi út á að gera ekki neitt. Kári gagnrýnir Svía fyrir að gera ekki fleiri prófanir á íbúum til að athuga hvort þeir séu með sjúkdóminn og að með þessu sé Svíþjóð ekki að gera nóg til að hamla útbreiðslu veirunnar.  „Vonandi mun ég þurfa að taka gagnrýni mína á Svíþjóð til baka. Kannski er rétt að gera bara ekki neitt, það krefst líka ákveðins þors,“ sagði Kári við sænska ríkisútvarpið fyrir nokkrum dögum. 

Forsíða FokusForsíða sænska tímaritsins Fókus súmmerar ágætlega upp umræðuna um stefnu Svíþjóðar í Coviid-baráttunni. Sumir vísindamenn vilja meina að stfenan byggi öðrum þræði á hagrænum áhyggjum á meðan sænski sóttvarnarlæknirinn seigr að stefnan byggi eingöngu á umhyggju fyrir heildarheilsu þjóðarinnar.

Peningana eða lífið? 

Annar vísindamaður, smitsjúkdómafræðingurinn Joachim Rocklöv, sem er prófessor við Háskólann í Umeå, hefur spurt þeirrar spurningar í lokuðum umræðuhópi sem sænskir fjölmiðlar fengu aðgang að hvort þessi stefna stjórnvalda byggi á efnahagslegum forsendum; hvort markmiðið sé frekar að vernda sænskt atvinnulíf en að bjarga mannslífum. „Þýðir þetta að þetta er kalkúleruð niðurstaða sem ríkisstjórnin og landlæknisembættið hafa komist að í sameiningu og þeim finnst bara í lagi? Hversu mörgum mannslífum eru þeir tilbúnir að fórna í stað þess að loka samfélaginu alveg með tilheyrandi áhættu fyrir efnhagslífið í landinu?“

Anders Tegnell hefur vísað þeirri gagnrýni á bug að stofnunin sem hann stýrir taki efnhagsleg atriði inn í myndina þegar stefna gegn kórónaveirunni er metin. „Við höfum alla tímann unnið hörðum höndum að því að heilsa þjóðarinnar sé sem best. Að hugsa um efnahagslífið er hlutverk annarra,“ sagði Tegnell við sænska ríkisútvarpið fyrir nokkrum dögum.

Hann sjálfur hefur sagt þá felst ekki mótsögn í því að vinna með báðar hugmyndirnar samtímis, að takmarka áhrifin af veirunni á gamalt fólk og sjúkt með vissum aðgerðum, á sama tíma og stílað er inn á að hjarðónæmi náist. Tegnell hafnar því hins vegar alfarið að þessi taktík hafi eitthvað með efnahagsleg sjónarmið að gera og hefur heldur enginn sýnt fram á að heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð taki hagræna þætti með í reikninginn í aðgerðum sínum. 

„Enginn getur með fullvissu sagt hvaða leið er best.“

Svarið liggur í framtíðinni

Alveg ljóst er hins vegar að til skamms tíma þá hefur stefna stjórnvalda í Svíþjóð skárri áhrif á sænskt efnahagslíf en að loka samfélaginu alveg eða nær alveg eins, og gert hefur verið í mörgum Evrópulöndum. En hvort þetta sé rétt taktík er erfitt að segja á þessari stundu. Vegna þessa hefur einn af gagnrýndendum stefnunnar, stærðfræðiprófessorinn Magnus Carlsson sagt að sænsk stjórnvöld séu að spila „rússneska rúllettu“ með mannslíf vegna þessarar stefnu sinnar. 

En hver hefur rétt fyrir sér? Á þessari stundu er ekki hægt að fullyrða neitt um það. Kannski mun tíminn leiða í ljós að Anders Tegnell og Svíar eru að gera rétt með þessari stefnu sinni, eins og til dæmis Kári Stefánsson útilokar ekki.

Í viðtali við Svenska Dagbladet í dag segir þýski prófessorinn Gérard Krause, sem er sérfræðingur í smitsjúkdómum, að ómögulegt sé að segja til um þetta núna. „Enginn getur með fullvissu sagt hvaða leið er best. En sænska leiðin getur verið árangursrík. Þá verður samfélagið hins vegar að sætta sig við að manneskjur muni deyja vegna smitsins. [...] Ef samfélagið samþykkir þetta og sættir sig við það samtímis að stór hluti þjóðarinnar smitist og verði ónæmur þá getur heildarstefnan vel virkað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár