Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kórónaveiran á Spáni: Flúði elliheimilið af ótta við að deyja einn

Tala lát­inna vegna kór­óna­veirunn­ar á Spáni er orð­in hærri en í Kína. Á föstu­dag­inn höfðu 1.000 lát­ist á Spáni en nú hafa tæp­lega 3.500 beð­ið bana. Kór­óna­veir­an hef­ur herj­að á mörg elli­heim­ili í land­inu, með­al ann­ars á eitt í Madríd þar sem 89 ára heim­il­is­mað­ur ákvað að taka til sinna ráða áð­ur en röð­in kæmi að hon­um.

Kórónaveiran á Spáni: Flúði elliheimilið af ótta við að deyja einn
Heimsótti Puerta del Sol Eitt af því sem Raul García gerði á elliheimilinu var að heimsækja eitt helsta kennileiti Madrídar, La Puerta del Sol, í gegnum vefmyndavél. Torgið er nú nær alveg autt degi frá degi út af stífs útgöngubanns sem gildir í Madríd vegna kórónaveirunnar.

89 ára gamall spænskur maður, Rafaél García sem aldrei er kallaður annað en don Rafael, flúði frá elliheimilinu sem hann bjó á í Madríd af því hann var hræddur við að deyja þar einn og yfirgefinn, beint eða óbeint af völdum kórónaveirunnar. Saga mannsins er sögð í spænska blaðinu El País.

Kórónaveiran herjar á Spán af slíkri hörku að fjöldi látinna er nú orðinn hærri en í Kína. Dánartíðnin hefur meira en þrefaldast frá því á föstudaginn þegar 1.000 manns höfðu dáið og er nú kominn upp í tæplega 3.500. Líkt og annars staðar í heiminum þá er það fyrst og fremst eldra fólk, einstaklingar sem komnir eru yfir áttrætt, sem eru í sérstakri hættu út af kórónaveirunni, sem og einstaklingar sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.  Kórónaveiran hefur nú borist inn á 100 af 425 elliheimili í Madríd og valdið dauða að minnsta kosti 100 heimilismanna þeirra. 

Í dag var sagt frá því að Kóranveiran hefði dregið tvo lækna til dauða, hina 59 ára gömlu Isabel Munoz í Salamanca, og hinn 63 ára gamla Manuel Barragán frá borginni Córdoba. Um er að ræða tvo fyrstu dauðsföllin í spænsku læknastéttinni af völdum Covid. 

Menn eins og Raul García, sem búið hafði á elliheimilinu í Madríd í sex mánuði eða allt frá því að eiginkona hans lést, eru því í sérstökum áhættuhópi ef þeir fá veiruna enda er meðalaldur þeirra sem falla frá í flestum löndum um og yfir 80 ára, meðal annars á Ítalíu og í Svíþjóð. 

Að minnsta kost 100 látnirAð minnsta kosti 100 heimilsmenn á elliheimilum í Madríd á Spáni eru látnir vegna kórónaveirunnar. Raul García, sem sést hér á skjaskoti frá El País, vildi ekki verða einn af þeim. og flutti því í burtu,

Samtalið sem breytti öllu

Þegar Raul García komst að því í samtali við starfsmann elliheimilisins að sex af öðrum heimilismönnum hefðu látist af völdum kórónaveirunnar kom það honum í opna skjöldu. Þetta var fólk sem hann þekkti og hann vissi ekki að væri dáið þegar starfsmaður elliheimilisins færði honum mat, líkt og lýst er í El País: 

„Don Rafael tók eftir því að starfsmaðurinn, sem hann þekkti ágætlega, var rauður um augun, líkt og hann hefði verið að gráta.

- Ertu búinn að sjá einhvern deyja? spurði Raul García

- Sex, don Rafael.

- Hvað ertu að segja maður …

- Hortensia, Conchita, Leopoldo ...

 Don Rafael þekkti allt þetta fólk.“

Hræðileg þróunGrafið sínir þróun dauðsfalla í Madríd og hvernig borgin gæti tekið fram úr Lombardy-héraði á Ítalíu yfir fjölda dauðsfalla.

Starfsemi elliheimilisins í lamasessi

Í grein El País er því lýst hvernig Raul García áttaði sig á þeirri stöðu sem hann var í á þessum tíma. Hann var sjálfur í sóttkví í litlu íbúðinni sinni á elliheimilinu og einungis örfáir starfsmenn máttu koma inn til hans, vegna ótta um að hann myndi smitast af veirunni eða þeir af honum. Starfsemi elliheimilisins var í hálfgerðum lamasessi og enginn hafði komið inn til hans til að þrífa af ótta við smit.

Hann  tók því þá ákvörðun að hringja í dóttur sína og biðja hana um að sækja sig. „Ég þurfti að flytja þaðan eftir að ég komst að því óbeint og eftir trúnaðarsamtal við starfsmann að heilsa mín og jafnvel líf mitt væri í hættu,“ segir Raul García við El País í símtali frá heimili dóttur hans þar sem hann býr í dag. 

„Ég vildi ekki upplifa síðustu augnablik lífs míns, ef ég á kannski skammt eftir, í fullkominni einsemd“

Þetta gerðist á föstudaginn, þann 20. mars, daginn sem tala látinna á Spáni fór upp í 1.000 einstaklinga. Raul García hafði á þessum tíma ekki mátt taka á móti gestum eða ættingjum frá því 8. mars síðastliðinn þegar reglur á elliheimilinu voru hertar til að vernda heimilisfólkið frá því að smitast. Hann hafði hins vegar haldið sambandi við dóttur sína í gegnum síma og samfélagsmiðla auk þess að halda sér uppteknum við lestur, skák í tölvunni sinni auk þess að heimsækja uppáhaldstorgið sitt í Madríd, La Puerta del Sol, í gegnum vefmyndavél. 

Hefði kannski dáið einn og ekki smitaður af Covid

Þegar García heyrði fréttirnar um að sex af félögum hans og vinum hefðu látist, tíðindi sem sögðu þó aðeins hluta sögunnar því 22 einstaklingar hafa dáið úr kórónaveirunni á elliheimilinu samkvæmt El País, ákvað hann að hann þyrfti að bregðast við. „Þrátt fyrir að ég sé að verða 90 ára, fótafúinn orðinn og með undirliggjandi sjúkdóma, þá er höfuðið á mér ennþá í fullkomnu lagi. Ég vildi ekki upplifa síðustu augnablik lífs míns, ef ég á kannski skammt eftir, í fullkominni einsemd í þessum aðstæðum þar sem ríkti algjört hirðu- og afskiptaleysi og þar sem svo margir þjást.“

Raul García taldi því mögulegt að hann myndi fekar fá Covid á elliheimilinu og að hann myndi því deyja einn. Hann útilokar ekki heldur að hann hefði getað dáið á næstunni án þess að fá kórónavírusinn og þá hefði hann einnig dáið einsamall þar sem heimsóknarbann er á elliheimilinu. 

Í frétt El País er sagt frá því að þegar hann yfirgaf elliheimilið hafi Raul García faðmað stúlkuna sem vann í móttöku þess sem og kastað kveðju á framkvæmdastjórann með orðunum. „Guð veri með ykkur,“ áður en hann gekk út um aðalinnganginn á elliheimilinu og fór heim til dóttur sinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aðskilin vegna veirunnar

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

„Mig lang­ar bara til að fá að vera með henni um pásk­ana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.
Fær ekki að heimsækja eiginmanninn: „Þarf nánd, snertingu og kærleik“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja eig­in­mann­inn: „Þarf nánd, snert­ingu og kær­leik“

Ein­ar Þór Jóns­son fær ekki að heim­sækja eig­in­mann sinn, sem glím­ir við Alzheimer-sjúk­dóm­inn, á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna heim­sókn­ar­banns. Hann seg­ir þörf á að end­ur­skoða ákvörð­un­ina strax. Ein­ari finnst bann­ið mjög erfitt og seg­ir mjög veikt fólk þurfa nánd og kær­leik, al­veg eins og að­stand­end­ur.
Mikilvægt að halda í jákvæðnina
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Mik­il­vægt að halda í já­kvæðn­ina

Kjart­an Jarls­son er dval­ar­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi. Al­gjört bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna COVID-19 far­ald­urs­ins veld­ur því að kona hans, dæt­ur og barna­börn munu ekki geta heim­sótt hann næstu mán­uði, fari svo að bann­ið verði ekki end­ur­skoð­að. Kjart­an læt­ur þetta þó ekki á sig fá og held­ur sem fast­ast í já­kvæðn­ina.
Fær ekki að heimsækja lífsförunaut sinn til 60 ára
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja lífs­föru­naut sinn til 60 ára

Birg­ir Guð­jóns­son lækn­ir seg­ir al­gjört heim­sókn­ar­bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vera allt of harka­legt, auk þess sem það sé með öllu raka­laust út frá lækn­is­fræði­leg­um for­send­um. Bann­ið veld­ur því að hann get­ur ekki hitt konu sína, lífs­föru­naut til 60 ára sem er með Alzheimer. Birg­ir seg­ir bann sem þetta koma verst nið­ur á Alzheimer-sjúk­ling­um.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
6
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár