Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dauðsföllin tvöfaldast á Spáni: „Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta“

Ella Ólafs­dótt­ir, ís­lensk kona sem bú­sett er í Madríd, seg­ir að ástand­ið í borg­inni sé ótrú­legt út af Covid-far­aldr­in­um. Hún vakn­ar upp á morg­an­ana og líð­ur eins og hún sé stödd í bíó­mynd. Fjöldi lát­inna hef­ur ekki ver­ið eins fljót­ur að tvö­fald­ast úr 1.000 í 2.000 í neinu öðru landi en Spáni.

Dauðsföllin tvöfaldast á Spáni: „Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta“
Líður eins og hún sé stödd í bíómynd Ella Ólafsdóttir segir að henni líði eins og hún sé stödd í bíómynd í Covid-faraldrinum sem nú geisar á Spáni þar sem hún býr. Tæplega 2200 hafi látist þar í landi. Hún sést hér ásamt eiginmanni sínum Jorge og börnunum Aroni, Noru og Soniu Bríet.

Dauðsföll á Spáni tvöfölduðust frá því á föstudaginn og þar til í gær, mánudag, og hafa heilbrigðisyfirvöld í landinu miklar áhyggjur af því hvað Covid-smitin eru orðin útbreidd um allt landið. Frá þessu er greint í spænska dagblaðinu El País í dag.

Á föstudaginn í síðustu viku var tala látinna vegna Covid-19 kominn upp í 1.000 en í gær var talan komin upp í 2.182 og hafa 462 látist í landinu á einum sólarhring. 

Í spænska blaðinu er bent á að þetta þýði að á Spáni hafi dauðsföllin tvöfaldast á styttri tíma en á Ítalíu eftir að mannfall vegna Covid hafði náð 1.000 einstaklingum. Á Ítalíu jukust dauðsföll vegna Covid um 1.000 á fjórum dögum en á Spáni þremur. Svipaða sögu má segja um Kína þar sem tvöföldun látinna var enn hraðari á Spáni en þar. 

Þetta þýðir að fjölgun látinna vegna Covid, frá 1000 og upp í 2000 einstaklinga,  hefur ekki átt sér stað eins hratt í neinu öðru landi í heiminum hingað til en á Spáni.  

„Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta“

Ella Ólafsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Madríd ásamt spænskum manni sínum og þremur börnum, segir að ástandið í borginni sé ótrúlegt. „Við förum ekki út í búð, við förum ekkert út, heldur pöntum við bara mat. Næstu tvær vikurnar verða verstar segja sérfræðingarnir, smithættan verður mest núna á næstunni þar sem svo mikið af  fólki sem hefur verið með Covid er að koma heim frá spítölunum. Smithættan liggur í loftinu,“ segir Ella.  „Göturnar eru bara tómar, þetta er bara ótrúlegt miðað við hvernig Madríd er alltaf. Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta, ég trúi því ekki.  Ég vakna alla morgna og mér líður eins og ég sé stödd í bíómynd,“ segir Ella sem búið hefur í borginni síðastliðin 16 ár. 

Dauðsföll meira dreifð á Spáni

Bent er á það í greininni í El País að 80 prósent dauðsfalla vegna Covid á Ítalíu hafi nú átt sér stað í þremur héruðum: Lombardy, Emilio Romagna og Veneto. Þann 13. mars hafði 92,3 dauðsfallanna átt sér stað í þessum þremur héruðum og í dag er þessi tala 80 prósent. 

Líkt og í Ítalíu þá áttu 90 prósent af fyrstu 100 dauðsföllunum á Spáni sér stað á þremur svæðum: í Madríd, Baskalandi - La Rioja og í Aragón.  Þann 13. mars höfðu 88,1 prósent dauðsfallanna verið á þessum þremur svæðum og 11,9 prósent annars staðar. Síðan þá hafa dauðsföll í Katalóníu, Castilla Y León og Castilla La Mancha, sem í Valencia, aukist til muna. Í gær var hlutföll dauðsfalla í Madríd, Baskalandi - La Rioja og í Aragón 65,9 prósent af heildartölunni og 34,1 prósent á öðrum svæðum. 

Í spænska blaðinu er viðtal við prófessor í læknisfræði, Daniel López Acuña, þar sem hann segir um þennan mun á Spáni og Ítalíu og útbreiðslu Covid. „Það sést að dauðsföll hafa aukist verulega í nokkrum héruðum, án þess þó að talan hafi náð sömu hæðum og í héruðunum þar sem dauðsföllin voru flest síðastliðna viku. Þetta er fyrirbæri sem hefur ekki átt sér stað á Ítalíu,“ segir Acuña. 

„Maður lokar bara glugganum og reynir að setja góða tónlist á og hugsa um eitthvað annað“

Hann bendir á það að líklega sé munurinn á Ítalíu og Spáni sé sá að á Ítalíu voru ferðir fólks innan og frá héruðunum þremur þar sem smit komu upp fyrst og voru flest-  Lombardy, Emilio Romagna og Veneto - takmarkaðar mjög í byrjun á meðan það gekk ekki eins vel að takmarka ferðir fólks innan og frá svæðunum þar sem smit komu up fyrst á Spáni, meðal annars í Madríd. Fyrir vikið hafi smit borist hraðar og meira út til annarra svæða á Spáni en gerðist frá héruðunum á Norður-Ítalíu og innan þess lands. 


Reynir að fjarlægja sig andlega frá ástandinu

Ella segir að hún og fjöskylda hennar hafi ekki farið út í viku og að þau muni ekki gera það næstu vikurnar. Útgöngubann er í gildi í Madríd og verður í gildi þar til um miðjan apríl hið minnsta.

Hún segir að þau taki einn dag í einu og reyni að gera skemmtilega hluti sem hjálpi þeim að hugsa um eitthvað annað en ástandið fyrir utan gluggann hjá þeim. „Við tökum bara dag fyrir dag og vonum það besta. Maður lokar bara glugganum og reynir að setja góða tónlist á og hugsa um eitthvað annað. Þetta er svo skelfilegt. Svo fær maður hringingar frá vinkonum sínum sem eru að missa ættingja sína. Ein spænsk vinkona min var að missa pabba sinn og hún hafði ekki séð hann í fjóra daga áður en hann lést,“ segir Ella. „Og hafðu það í huga að þetta er ekki byrjað í raun, þetta á eftir að versna, því miður.“ 

Ella segir að hún vonist til þess að ástandið á Spáni verði orðið skárra um miðjan apríl og staðan verði þannig þá að hægt verði að fella útgöngubannið úr gildi og lífið fari aftur að komast í sinn vanagang. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár