Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi, fær ekki að heimsækja eiginmann sinn, Stig Vandetoft, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn, á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Ástæðan fyrir því er algjört heimsóknarbann sem er í gildi fyrir heimsóknir aðstandenda á hjúkrunarheimili vegna COVID-19 faraldursins.
„Ég hef nú aðeins verið að reyna að vekja athygli á þessu ástandi. Við erum búin að vera tala saman nokkur sem erum í þessum aðstæðum. Maðurinn minn er með Alzheimer og er mikið veikur,“ segir Einar um heimsóknarbarnnið.
Hann segir það erfitt að tjá sig um málið í þeim aðstæðum sem allir eru að glíma við í dag. „Fólk er svo hrætt við þessa veiru og allar þessar aðgerðir yfirvalda. Allir leggjast þó á árina um að gera þetta rétt og gera þetta vel. Svo koma þessi boð um að aðstandendur megi ekki hitta fólkið sitt. Þarna er auðvitað veikasta fólkið sem alltaf er …
Athugasemdir