Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forstjóri Icelandair: „Við verðum að geta farið að fljúga aftur í sumar“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir fyr­ir­tæk­ið geta ver­ið tekju­laust í ein­hverja mán­uði fram á sum­ar en þá verði að fara að koma inn tekj­ur. Að­gerð­irn­ar nú séu sárs­auka­full­ar en ekk­ert ann­að sé í stöð­unni.

Forstjóri Icelandair: „Við verðum að geta farið að fljúga aftur í sumar“
Sársaukafullt en ekker annað hægt Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að ráðast í sársaukafullar aðgerðir. Mynd: RÚV

Icelandair þolir að vera tekjulaust í einhverja mánuði og fram á sumar en þá verði að vera hægt að fara að fljúga aftur, eigi fyrirtækið að lifa af. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Stundina. Icelandair sendi í morgun frá sér tilkynningu um að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall.  

Bogi segir að hluti þeirra 92 prósenta starfsmanna sem farið verði fram á að taka á sig skert starfshlutfall muni njóta úrræðis ríkisstjórnarinnar um mótframlag vegna slíkrar skerðingar. Það eigi til að mynda við um flugþjóna og flugliða, en eigi hins vegar ekki við um alla starfsmenn, til að mynda eigi það ekki við um flugmenn sem sumir hverjir hafi verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi.

„Í venjulegu ári koma mjög margir áhafnarmeðlimir inn yfir sumartímann, bæði flugliðar og flugmenn. Þar var búið að skera mjög mikið niður í þeim hópi áður en þessar aðgerðir núna áttu sér stað og verður enn frekar nú. Flugfreyjur eru að fara í hlutastörf, og flugliðar, eða það var það sem var óskað eftir af okkar hálfu og það þurfa auðvitað allir að samþykkja það. Það er síðan óskað eftir því að flugmenn hjá fyrirtækinu taki á sig fimmtíu prósenta launaskerðingu næstu tvo mánuði. Varðandi uppsagnirnar þá eru þær bara víðs vegar í fyrirtækinu, í raun á öllum sviðum,“ segir Bogi.

„Stjórnendur munu allir taka á sig launaskerðingu“ 

Bogi segir jafnframt að allir muni taka á sig launalækkanir innan félagsins, stjórnendur jafnt sem aðrir. Það sé þó misjafnt hvernig það verði útfært. Óskað verður eftir því að 92 prósent starfsmanna annað hvort lækki laun sín um 50 prósent, eins og til dæmis flugmenn í tvo mánuði og munu þeir því ekki njóta hlutastarfaúrræða ríkisstjórnarinnar, og hins vegar muni aðrir starfsmenn fara í hlutastörf. „Stjórnendur munu allir taka á sig launaskerðingu þrátt fyrir mikið álag á ýmsum sviðum, það eru allir að taka á sig eitthvað.“

Bogi segir að aðgerðir þær sem ríkisstjórnin hefur kynnt til aðstoðar atvinnulífinu séu góð byrjun. „Við munum nýta okkur allt sem þar er. Við erum í mjög góðu sambandi við yfirvöld, við erum kerfislega mikilvægt fyrirtæki og því er mikilvægt að vera í góðum samskiptum.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár