Staðan er alvarleg. Tekjugrunnur íslenskra ferðaþjónustu hefur dregist saman milli ára um 85-90% á örfáum dögum. Landamæri eru að loka, ferðamenn koma ekki til landsins og Íslendingar halda sig heima. Við blasir mikið högg fyrir okkar stærstu útflutningsgrein en sú staða sem komið hefur upp er hins vegar tímabundin og mun að öllum líkindum verða talin í mánuðum en ekki árum. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans miða nú að því að milda höggið, styðja við fyrirtæki í landinu í gegnum þennan mikla skell svo unnt sé að verja störfin í landinu. Hins vegar mun atvinnuleysi aukast mikið og mörg fyrirtæki munu fara í þrot eða hætta starfsemi.
„Þetta er áfall, við finnum öll fyrir því en sem betur fer er þetta tímabundið áfall.“
Verkefnið framundan er fyrst og fremst að lágmarka skaðann eins mikið og unnt er og blessunarlega …
Athugasemdir