„Maður horfir fram á eyðimörk í bókunum. Nýjasta orðið sem maður kann ofsalega vel í tölvupóstsamskiptum er cancel,“ segir Þórir Stefánsson, hótelstjóri á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Hann hefur haft óvenjulega mikið að gera síðustu daga, eingöngu í því að bregðast við tilkynningum um afbókanir. Þórir og konan hans, Guðrún Anna, sem jafnframt eru eigendur hótelsins, hafa tekið ákvörðun um að endurgreiða allar afbókanir, þrátt fyrir að langflestar bókanir sem þau fái sé ekki skylt að endurgreiða, séu „non-refundable“. „Við tókum strax ákvörðun um að endurgreiða fólki. Það er engum stætt á öðru í þessu árferði,“ segir hann.
Veturinn er rólegur árstími á þessum slóðum en höggið sem COVID-19 veiran veitir færir staðinn nokkra áratugi aftur í tímann. „Nýtingin hjá okkur á tímabilinu október til apríl er ekki nema 25–30% en hún er bara núll næstu daga og vikur.“
Á Youtube til að læra að mála
Að þeim hjónum meðtöldum …
Athugasemdir