Í fyrra voru 23 einstaklingar sendir í lögreglufylgd til Grikklands, 21 karlmaður og 2 konur. Fólkinu hafði öllu verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi á þeim grundvelli að það hefði þegar hlotið alþjóðlega vernd á Grikklandi.
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun, við spurningum um fjölda þeirra sem hafa að undanförnu verið fluttir úr landi á þessum grundvelli. Engar fjölskyldur eða börn eru í hópnum, þó að Útlendingastofnun hafi vissulega úrskurðað að fjölskyldur eigi að senda úr landi og kærunefnd útlendingamála staðfest þá úrskurði. Það hefur hingað til ekki verið gert.
Breytt staða vegna Covid-19
Í svarinu kemur fram að Útlendingastofnun hafi ekki borist neinar upplýsingar varðandi þær fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að senda ekki fjölskyldur aftur til Grikklands, líkt og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði frá í fréttum RÚV 11. mars síðastliðinn. Ásmundur sagði að þrjú ráðuneyti stæðu að því í sameiningu að breyta reglum …
Athugasemdir