Ferðalag Marínar Rúnar Einarsdóttur til Kraká í Póllandi um miðjan marsmánuð á vafalítið eftir að verða henni minnisstætt. Ekki bara eins og vani er þegar fólk fer í ferðalög og upplifir nýja staði og skemmtun, heldur fyrir þær sakir að hún og vinkona hennar máttu leggja í mikla ævintýraför til að komast út úr Póllandi og heim til Íslands, eftir að ákveðið var að loka landinu.
„Þetta var alls ekki þægilegt. Það var allt svo óvíst, einn var að segja þetta og annar var að segja hitt,“ segir Marín. Hún og vinkona hennar höfðu flogið til Póllands með Wizz Air og voru þar staddar þegar ljóst var að pólsku landamærunum yrði lokað. „Við byrjuðum að reyna að finna lest eða rútu til Berlínar. Við fórum á aðallestarstöðina í Kraká en þaðan voru engar lestir að fara yfir til Þýskalands. Þegar það var orðið ljóst fórum við á rútustöðina en það …
Athugasemdir