Heimilin ættu að komast mun betur undan efnahagslega högginu sem fylgir afleiðingum COVID-19 veirunnar en bankahruninu 2008 að mati sérfræðinga. Niðurstaðan mun þó velta á því hvort stjórnvöld tryggi áframhaldandi tekjur þeirra sem lenda í sóttkví eða missa vinnuna, hvort bankar verði fyrirtækjum liðlegir og hversu lengi samkomubann og aðrar slíkar hindranir verða til staðar.
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir ljóst að aðalhöggið fyrir Ísland komi vegna ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin er ábyrg fyrir tæplega 40 prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins. „Í dag eru það flugfélög, hótel, veitingastaðir og smásala sem verða fyrir mesta áfallinu,“ segir hann. „Ef þessu lýkur eftir mánuð eða tvo mánuði þá verður þetta fljótt að koma til baka. En um leið og tímabilið lengist og lausafé þessara fyrirtækja hverfur, lánalínur þeirra bresta og þau fara á hausinn, þá myndast atvinnuleysi. Áföllin fara þá að dreifast í skrifstofugeirann og halda þaðan áfram.“
Mikil …
Athugasemdir