Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nepal varð þriðji karakterinn í myndinni

Þriðji póll­inn er ný kvik­mynd eft­ir þau Anní Ólafs­dótt­ur og Andra Snæ Magna­son. Hún fjall­ar um Högna Eg­ils­son og Önnu Töru Edw­ards sem bæði þjást af geð­hvörf­um. Anna Tara er al­in upp í Nepal og mynd­in fylg­ir þeim Högna í æv­in­týra­legt ferða­lag þar sem bæði fíl­ar og tígr­is­dýr koma við sögu. Í við­tali við Stund­ina seg­ir Anní að hún líti frek­ar á sig sem lista­mann held­ur en kvik­mynda­gerð­ar­konu.

Nepal varð þriðji karakterinn í myndinni
Anní Ólafsdóttir Á tímabili íhugaði hún að fara í danska herinn en valdi svo kvikmyndanám. Mynd: Heiða Helgadóttir

Anní Ólafsdóttir er ungur og upprennandi  leikstjóri og er alin upp bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Áhugi hennar á kvikmyndagerð kviknaði þó ekki  fyrr en um 19 ára aldurinn. „Ég var þá byrjuð í handrita- og leikstjórnarnámi. Ég horfði mikið á Disney-myndir, tónlístarmyndbönd og hryllingsmyndir þegar ég var lítil,“ útskýrir hún. „Ég var alltaf skrifandi sögur og teiknandi, ætlaði að verða myndlistarmaður, arkitekt eða sálfræðingur. Á tímabili langaði mig að fara í danska herinn,“ segir hún og brosir. „Ég er með danskan ríkisborgararétt þar sem móðir mín er færeysk en föðurættin er úr Mosfellsdalnum. Ég  hætti nú við herinn þegar ég heyrði nokkra vini mína tala um kvikmyndanám, þeir væru að gera tónlistarmyndbönd í einum áfanga þar. Þá svona small eitthvað, áhuginn á fólki og þessi löngun til að skapa sjónrænan heim sem segir einhverja sögu. Ég er ekki þessi hefðbundni íslenski leikstjóri sem er búinn að stúdera kvikmyndasöguna, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár