Nokkur frjáls félagasamtök aðstoða börn frá efnaminni heimilum. Ein þeirra eru Hrói höttur, barnavinafélag, sem var stofnað árið 2011. Formaður félagsins, Sigríður Rut Jónsdóttir, segir að eftirspurn eftir aðstoð frá félaginu hafi aukist gríðarlega mikið undanfarið ár. Félagið veitti nærri tvöfalt fleiri styrki í fyrra en það veitti árið áður.
Á síðasta ári voru styrkir Hróa hattar 298 en voru 156 árið 2018. „Við tökum eingöngu við beiðnum frá starfsfólki skóla. Það þekkir börnin og aðstæður þeirra mjög vel og við erum í mjög góðu samstarfi við skólana og treystum því fagfólki sem þar vinnur. Við erum ekki að vinna á sama hátt og hjálparsamtök eins og mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálp, einstaklingar geta ekki leitað til okkar og við fáum ekki neinar upplýsingar um þau börn sem við aðstoðum.
Athugasemdir