Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna

Ferða­lög til landa Evr­ópu­sam­band­ins verða tak­mörk­uð næsta mán­uð­inn. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir bann­ið á skjön við þá stefnu sem hef­ur ver­ið mörk­uð.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna
Jóhannes Þór Skúlason Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar varar við ferðabanninu.

Ferðalög til ríkja Evrópusambandsins verða takmörkuð næstu 30 daga til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynnti um þetta í gær og kvatti önnur ríki Schengen svæðisins, það er Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noreg, til að taka þátt.

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist draga í efa að bannið þjóni tilgangi og segir það munu skaða ferðaþjónustuna, sem er stærsta útflutningsgrein landsins. „Áætlun ESB um að loka landamærum Schengen virðist byggð á pólitík fremur en lýðheilsumarkmiðum,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook í gær. „Það er engum blöðum um það að fletta að taki Ísland þátt í slíkum lokunaraðgerðum mun það hafa skelfileg áhrif á þá litlu möguleika sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta enn nýtt til að halda uppi starfsemi næstu vikur og mánuði.“

Jóhannes segir að takmörkun á ferðalögum milli landa hafi yfirleitt ekki tilætluð lýðheilsuáhrif þegar smit hefur breiðst út innan landamæra, en hafi hins vegar veruleg efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. „Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa sýnt afar skynsamleg viðbrögð við faraldrinum hingað til,“ skrifar Jóhannes Þór. „Ekki verður annað séð en að ferðabann í takt við það sem Ursula von der Leyen kallaði eftir í dag sé mjög á skjön við þá stefnu sem þar hefur verið mörkuð. Stærsta útflutningsgrein Íslands, atvinnulíf og efnahagur þjóðarinnar sem og samfélagið allt stendur þegar frammi fyrir gríðarlegum vanda. Nú ríður á að allra leiða sé leitað til að ekki bætist á hann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu