Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna

Ferða­lög til landa Evr­ópu­sam­band­ins verða tak­mörk­uð næsta mán­uð­inn. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir bann­ið á skjön við þá stefnu sem hef­ur ver­ið mörk­uð.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna
Jóhannes Þór Skúlason Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar varar við ferðabanninu.

Ferðalög til ríkja Evrópusambandsins verða takmörkuð næstu 30 daga til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynnti um þetta í gær og kvatti önnur ríki Schengen svæðisins, það er Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noreg, til að taka þátt.

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist draga í efa að bannið þjóni tilgangi og segir það munu skaða ferðaþjónustuna, sem er stærsta útflutningsgrein landsins. „Áætlun ESB um að loka landamærum Schengen virðist byggð á pólitík fremur en lýðheilsumarkmiðum,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook í gær. „Það er engum blöðum um það að fletta að taki Ísland þátt í slíkum lokunaraðgerðum mun það hafa skelfileg áhrif á þá litlu möguleika sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta enn nýtt til að halda uppi starfsemi næstu vikur og mánuði.“

Jóhannes segir að takmörkun á ferðalögum milli landa hafi yfirleitt ekki tilætluð lýðheilsuáhrif þegar smit hefur breiðst út innan landamæra, en hafi hins vegar veruleg efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. „Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa sýnt afar skynsamleg viðbrögð við faraldrinum hingað til,“ skrifar Jóhannes Þór. „Ekki verður annað séð en að ferðabann í takt við það sem Ursula von der Leyen kallaði eftir í dag sé mjög á skjön við þá stefnu sem þar hefur verið mörkuð. Stærsta útflutningsgrein Íslands, atvinnulíf og efnahagur þjóðarinnar sem og samfélagið allt stendur þegar frammi fyrir gríðarlegum vanda. Nú ríður á að allra leiða sé leitað til að ekki bætist á hann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár