Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna

Ferða­lög til landa Evr­ópu­sam­band­ins verða tak­mörk­uð næsta mán­uð­inn. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir bann­ið á skjön við þá stefnu sem hef­ur ver­ið mörk­uð.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna
Jóhannes Þór Skúlason Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar varar við ferðabanninu.

Ferðalög til ríkja Evrópusambandsins verða takmörkuð næstu 30 daga til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynnti um þetta í gær og kvatti önnur ríki Schengen svæðisins, það er Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noreg, til að taka þátt.

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist draga í efa að bannið þjóni tilgangi og segir það munu skaða ferðaþjónustuna, sem er stærsta útflutningsgrein landsins. „Áætlun ESB um að loka landamærum Schengen virðist byggð á pólitík fremur en lýðheilsumarkmiðum,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook í gær. „Það er engum blöðum um það að fletta að taki Ísland þátt í slíkum lokunaraðgerðum mun það hafa skelfileg áhrif á þá litlu möguleika sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta enn nýtt til að halda uppi starfsemi næstu vikur og mánuði.“

Jóhannes segir að takmörkun á ferðalögum milli landa hafi yfirleitt ekki tilætluð lýðheilsuáhrif þegar smit hefur breiðst út innan landamæra, en hafi hins vegar veruleg efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. „Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa sýnt afar skynsamleg viðbrögð við faraldrinum hingað til,“ skrifar Jóhannes Þór. „Ekki verður annað séð en að ferðabann í takt við það sem Ursula von der Leyen kallaði eftir í dag sé mjög á skjön við þá stefnu sem þar hefur verið mörkuð. Stærsta útflutningsgrein Íslands, atvinnulíf og efnahagur þjóðarinnar sem og samfélagið allt stendur þegar frammi fyrir gríðarlegum vanda. Nú ríður á að allra leiða sé leitað til að ekki bætist á hann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár