Fyrir tveimur og hálfu ári sendi Guðjón Garðarsson þáverandi heilbrigðisráðherra neyðarkall með bréfi sem bar yfirskriftina Má ég lifa lengur? Svarið sem Guðjón fékk túlkaði hann sem neikvætt. Þá hafði Guðjón um margra ára skeið barist fyrir því að ná heilsu, í miklum slag við ofþyngd og tengda sjúkdóma, en til þessa farið halloka. Guðjón hafði þó, þremur árum fyrr, eygt leið til að takast á við sín veikindi, aðgerð sem honum var sagt að myndi hafa veruleg jákvæð áhrif. Hins vegar var ekki í gildi samningur um greiðsluþátttöku íslenska ríkisins í slíkri aðgerð og Guðjón hafði ekki fjárráð til að standa sjálfur straum af kostnaðinum. „Ég hafði ekki efni á að bjarga lífi mínu,“ segir Guðjón.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi ákvað Guðjón að hætta að reykja, í heilsubótarskyni, enda flestum þá orðið ljóst að reykingar væru hættulegar og heilsuspillandi. Þá var hann tæplega fertugur og reykti allt upp í þrjá …
Athugasemdir