Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta mót­mæla fyr­ir­hug­aðri hækk­un skrán­ing­ar­gjalda í Há­skóla Ís­lands og segja hana lík­lega til að ná til bæði op­in­berra og einka­rek­inna há­skóla á land­inu.

Gjöld í alla opinbera háskóla líkleg til að hækka
Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands hefur verið falið að endurskoða skrásetningargjald.

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) leggjast eindregið gegn hugmyndum um hærra skrásetningargjald í opinbera háskóla enda muni það koma til með að skerða aðgengi stúdenta á landsvísu að háskólamenntun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag.

Til skoðunar er að hækka skrásetningargjald í Háskóla Íslands um 39 prósent, úr 75 þúsund krónum í 104 þúsund. „Það eru til að mynda hærri gjöld en stúdentar greiða í suma einkarekna háskóla í Noregi og mun hærri skrásetningargjöld en tíðkast á Norðurlöndunum öllum,“ segir í yfirlýsingu LÍS. „LÍS taka undir yfirlýsingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) um málið þar sem fram kemur að hækkun skólagjalda verði til þess að hækka þá þröskulda sem standa í vegi fyrir þeim sem vilja stunda nám á háskólastigi. Undirstaða jafnréttis er aðgengi og myndi hækkun gjalda skerða aðgengi stúdenta að opinberum háskóla til muna. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga skrásetningargjöld ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta.“

Samtökin telja að hækkunin muni ekki aðeins koma niður á nemendum við Háskóla Íslands. „Opinberir háskólar hafa til þessa haldist í hendur hvað varðar skrásetningargjöld en þau eru nú 75.000 krónur í öllum fjórum opinberu háskólum landsins. Því má ætla að gjöldin í hinum þremur skólunum muni hækka í takt við hækkun skólagjalda í HÍ ef til hennar kemur.“

Þá benda samtökin einnig á að stúdentar í einkareknum háskólum fái ekki skólagjaldalán fyrir þeirri fjárhæð sem opinberum háskólum er heimilt að innheimta fyrir skrásetningu. „Stúdentar í einkareknum háskólum hafa því frá árinu 2014 þurft að leggja út 75.000 krónur af sínum skólagjöldum til þess að geta stundað nám. Ef framkvæmd stjórnar LÍN við gerð úthlutunarreglna breytist ekki munu stúdentar í einkareknum háskólum því að öllum líkindum þurfa að leggja sjálfir út fyrir þessum 104.000 krónum, og síðar 107.000 krónum, í stað þeirra 75.000 króna sem þeir þurfa nú að greiða af skólagjöldum. Sú fjárhæð hefur nú þegar verið gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta sem margir hverjir hafa einungis tök á að vinna yfir sumartímann og leggjast aðrir í mikla vinnu samhliða skóla og hafa þannig ekki færi á að sinna náminu sínu sem skyldi.“

LÍS segja að vilji til að hækka skrásetningargjald kunni að vera tilkominn vegna undirfjármögnunar háskólakerfisins. „Að mati LÍS er ekki rétt að seilast í vasa stúdenta til þess að bæta fjárhagsstöðu háskólanna. Til þess að bæta hana þarf einfaldlega hærri fjárframlög frá ríkinu og biðla LÍS til stjórnvalda um að bæta ríflega í fjárframlög til háskólastigsins og láta vasa stúdenta í friði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár