Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“

Sænsk­ir lækn­ar í átaks­hópi heil­brigð­is­ráð­herra segja gam­alt fólk þjást vegna stöð­unn­ar á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, er sagð­ur hafa ranga for­gangs­röð­un og að hann þurfi að grípa til að­gerða. Vand­inn sé „af risa­vax­inni stærð­ar­gráðu“.

Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“
Páll Matthíasson Sænsku læknarnir segja forstjóra Landspítalans bera ábyrgð á að hrinda nauðsynlegum breytingum í framkvæmd. Mynd: Kristinn Magnússon

„Forstjóri Landspítalans þarf að taka stefnumótandi ákvörðun um það að sjúklingar á leið af bráðamóttökunni séu í algjörum forgangi. Allar aðrar spurningar sem varða ekki þennan hóp sjúklinga þurfa að vera aftar í forgangsröðinni. Þessa ákvörðun þarf að taka strax og skýrt og koma áleiðis innan stofnunarinnar í heild.“

Þetta segir í harðorðu áliti erlendra sérfræðinga til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um ástand bráðamóttöku Landspítalans sem Stundin hefur undir höndum. Álitið skrifa Johan Permert, skurðlæknir og prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og Markus Castegren, sérfræðingur á sviði svæfinga- og gjörgæslulækninga við Karolinska, sem báðir voru skipaðir í átakshóp heilbrigðisráðherra um lausnir á vanda bráðamóttökunnar.

Í álitinu kemur fram að 20 til 40 sjúklingar á dag bíða í meira en sólarhring á bráðamóttökunni eftir að komast inn á deild. „Að vera fastur á bráðamóttökunni í bið eftir sjúkrarými er sjúklingunum hættulegt,“ segir í álitinu. „Slíkir sjúklingar eru í aukinni lífshættu, smithættu og eru líklegri til að dvelja lengi á sjúkrahúsinu. Kostnaðurinn vegna þessara sjúklinga er hár, bæði fyrir sjúkrahúsið og samfélagið. Á Landspítalanum eru þessir sjúklingar oft viðkvæmt eldra fólk með fjölda kvilla og flóknar þarfir. Lengd þessa biðtíma eykst með árunum. Því eldri sem sjúklingarnir eru, því lengur bíða þeir!“

„Því eldri sem sjúklingarnir eru, því lengur bíða þeir!“

Læknarnir bæta því við að þessi vandi sé þekktur utan Íslands og Landspítalans. „En það verður að leggja áherslu á það að stærð vandans og fjöldi þeirra sjúklinga sem bíða á bráðadeild Landspítalans eftir rúmum, er af risavaxinni stærðargráðu, sem leiðir til þjáningar og líklega alvarlegra fylgikvilla fyrir einstaka sjúklinga. Það veldur áhyggjum að vísbendingar eru um að vandamálið sé að vaxa. Þar af leiðandi er aðkallandi að gripið verði til aðgerða til að bæta ástandið.“

Permert og Castegren leggja áherslu á að vandamálið liggi ekki hjá starfsemi bráðadeildarinnar sjálfrar eða starfsfólks hennar. Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, þurfi að breyta um forgangsröðun. „Jafnvel þó vandamálið og ástandið á spítalanum hafi legið ljóst fyrir í lengri tíma og sé forstjóra Landspítalans vel kunnugt, þá hafa engar augljósar aðgerðir komið fram til að leysa vandann,“ segir í álitinu. „Aðgerðirnar hafa frekar beinst að afleiddum áhrifum, frekar en rót vandans. Skilaboð stjórnenda Landspítalans hafa verið að vandinn sé meira samfélagslegur vandi en vandamál sem Landspítalinn sjálfur getur leyst eða haft áhrif á.“

„Sjúklingar, gamlir og viðkvæmir, þjást upp til hópa vegna núverandi ástands“

Segja þeir að þrátt fyrir að stjórnendur Landspítalans geti ekki leyst vandann einir og sér þá þurfi þeir að leiða veginn. „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa og hún á sér stað innan spítalans. Sjúklingar, gamlir og viðkvæmir, þjást upp til hópa vegna núverandi ástands.“

Bráðamóttaka LandspítalansSænsku læknarnir eru afgerandi í áliti sínu um ábyrgð stjórnenda Landspítalans hvað varðar lausn vandans.

Loks segja Permert og Castegren að stjórnendur Landspítalans þekki þær tillögur sem liggi fyrir og séu kunnugir þeim hugmyndum sem komið hafa upp innan Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins til að vinna á vandanum. Þeir leggja fram 10 skrefa áætlun til að bæta úr ástandinu.

„Að breyta stöðunni og koma á varanlegum breytingum í þágu sjúklinganna er fyrst og fremst áskorun fyrir stjórnendur sem Landspítalinn þarf að mæta hratt“

„Augljóslega hafa stjórnendur valið aðra leið til að koma á breytingum og aðra forgangsröðun,“ segir í álitinu. „Að okkar mati þurfa forstjórinn og aðrir stjórnendur að setja ástandið í forgang, taka nauðsynlegar ákvarðanir og standa með þeim þar til staðan batnar. Stjórnendur þurfa að tryggja það með öllum leiðum að Landspítalinn taki virkan og leiðandi þátt í kerfinu í heild með það að markmiði að bæta stöðuna fyrir hóp viðkvæmra sjúklinga sem nú bera byrðarnar vegna ófullnægjandi umönnunar innan spítalans. Að breyta stöðunni og koma á varanlegum breytingum í þágu sjúklinganna er fyrst og fremst áskorun fyrir stjórnendur sem Landspítalinn þarf að mæta hratt.“

Tekið skal fram að álitinu var skilað á ensku. Þýðingar eru blaðamanns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár