Eftir því sem dregur úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni taka sjúkrasjóðir stéttarfélaganna á sig æ meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu sem ætti að vera á ábyrgð hins opinbera. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir að mörg félaganna þurfi að forgangsraða fjármunum sínum vegna þessa og því sé minna fé til forvarna. Forsvarsmenn nokkurra stéttarfélaga taka í sama streng. Sjúkrasjóðir sumra félaga eru nú reknir með tapi og engu sé líkara en að heilbrigðisgeirinn sé að færast yfir til stéttarfélaganna að þeim forspurðum og þetta sé ein birtingarmynd byggðavandans.
Drífa nefnir sem dæmi að þegar komugjöld í krabbameinsskoðun voru hækkuð fyrir nokkru hafi verið vísað á þátttöku sjúkrasjóðanna og þeir komið til móts við félagsmenn. Það hafi einfaldlega þýtt meiri kostnað fyrir sjóðina. „Þetta er bara eitt dæmi um hvað verkalýðshreyfingin er farin að taka stóran hluta af velferðarkerfinu. Að mínu mati er það farið að vera hættulegt þegar ríkið er …
Athugasemdir