Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allt frá því að viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar hófust fyrst hafi hún uppplifað virðingarleysi og skilningsleysi í garð krafna Eflingar. Það sé ekkert annað en blekkingarleikur þegar borgarstjóri láti líta svo út fyrir að borgin hafi gengið að kröfum Eflingar enda hafi ekki komið fram nein raunhæf tilboð um leiðréttingu á kjörum stórra hópa félagsmanna stétttarfélagsins. Kjarabaráttan nú sé kvennabarátta og baráttuandinn logi með þeim hætti að sá eldur verði aldrei kæfður. „Nú verður réttlæti til handa þessum hópi sótt.“
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar hittust á fundi á miðvikudaginn síðasta en fyrir hann ríkti ákveðin bjartsýni á að lausn væri í sjónmáli. Niðurstaða fundarins var hins vegar þannig að ekki hefur enn verið boðaður nýr fundur í deilunni.
„Slíkur samningur yrði líka bara felldur og það ætti að fella hann“
„Við þurfum að gæta trúnaðar hvað varðar það sem var lagt fram af …
Athugasemdir