Hvernig má koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti Bandaríkjanna í fjögur ár í viðbót?
Til þess eru ýmsar leiðir, en sízta lausnin er líklega sú, að gera Bernie Sanders að frambjóðanda Demókrata.
Hví er nú það í ósköpunum? Skoðum það talsvert betur.
Hann Bernie minn
Sanders á sér marga fygismenn víðs vegar um heim, ekki sízt í Evrópu, bæði meðal sígildra norður-evrópskra jafnaðarmanna og hinna, sem telja nú þörf á róttækari vinstri stefnu.
Sjálfur hef ég verið aðdáandi Sanders frá háskólaárum í Bandaríkjunum. Ég gerðist áskrifandi að ýmsum blöðum og tímaritum, til dæmis Mother Jones, sem var svolítið eins og að fá amerískan Þjóðvilja sendan einu sinni í viku. Vel skrifað tímarit, hressandi tilbreyting frá Washington Post og The New Republic, og notaleg nostalgía í leiðinni.
Þetta var áður en Al Gore fann upp internetið.
Með Mother Jones fylgdi eitt sinn tilboð um áskrift að öðru …
Athugasemdir