Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kolbrún telur sig órétti beitta

„Mitt per­sónu­lega mat er að þarna hafi minna hæf­ur karl­mað­ur ver­ið tek­inn fram yf­ir hæf­ari konu,“ seg­ir Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir um ráðn­ingu Stef­áns Ei­ríks­son­ar sem út­varps­stjóra.

Kolbrún telur sig órétti beitta
Telur sig hæfari en Stefán Kolbrún vill fá gögn um ráðningarferli útvarpsstjóra.

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir því að Ríkisútvarpið afhendi öll gögn er varða ráðningu útvarpsstjóra, til að geta lagt mat á hvort að ráðning Stefáns Eiríkssonar fram yfir Kolbrúnu verði kærð til kærunefndar jafnréttismála. Fáist gögnin ekki afhent eru líkur á að leitað verði til til kærunefndarinnar, enda óheimilt að neita nefndinni um aðgang að gögnunum. „Ég tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt,“ segir Kolbrún.

Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri, var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum en val stjórnar RÚV stóð á milli hans og Kolbrúnar. Kolbrún óskaði eftir því við Ríkisútvarpið að fá rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns fram yfir hana en var hafnað. Ríkisútvarpið birti hins vegar 14. febrúar síðastliðinn niðurstöðu ráðningarferlisins og þar með rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns. Hins vegar var Kolbrúnu ekki gert viðvart um birtinguna, eða henni sendur umræddur rökstuðningur, heldur var hann einungis birtur á heimasíðu RÚV.

Sem fyrr segir hefur Kolbrún nú veitt lögmanni sínum heimild til að fara með málið fyrir sína hönd og óska eftir umræddum gögnum. „Ég hef falið lögmanni mínum að óska eftir þessum upplýsingum, sem RÚV hefur neitað að afhenda mér. Fáist gögnin ekki afhent þá eru meiri líkur en minni á því að við leitum til kærunefndar jafnréttismála, enda ekki hægt að neita henni um að fá gögnin afhent.“

Kolbrún segir mikilvægt að leiða það í ljós hvort hún hafi verið órétti beitt við ráðninguna. „Ég tel að svo hafi verið. Mitt persónulega mat er að þarna hafi minna hæfur karlmaður verið tekinn fram yfir hæfari konu. Ég verð hins vegar að geta sannreynt það og beiti því þeim tækjum sem ég hef til þess.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár