Kolbrún telur sig órétti beitta

„Mitt per­sónu­lega mat er að þarna hafi minna hæf­ur karl­mað­ur ver­ið tek­inn fram yf­ir hæf­ari konu,“ seg­ir Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir um ráðn­ingu Stef­áns Ei­ríks­son­ar sem út­varps­stjóra.

Kolbrún telur sig órétti beitta
Telur sig hæfari en Stefán Kolbrún vill fá gögn um ráðningarferli útvarpsstjóra.

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir því að Ríkisútvarpið afhendi öll gögn er varða ráðningu útvarpsstjóra, til að geta lagt mat á hvort að ráðning Stefáns Eiríkssonar fram yfir Kolbrúnu verði kærð til kærunefndar jafnréttismála. Fáist gögnin ekki afhent eru líkur á að leitað verði til til kærunefndarinnar, enda óheimilt að neita nefndinni um aðgang að gögnunum. „Ég tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt,“ segir Kolbrún.

Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri, var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum en val stjórnar RÚV stóð á milli hans og Kolbrúnar. Kolbrún óskaði eftir því við Ríkisútvarpið að fá rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns fram yfir hana en var hafnað. Ríkisútvarpið birti hins vegar 14. febrúar síðastliðinn niðurstöðu ráðningarferlisins og þar með rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns. Hins vegar var Kolbrúnu ekki gert viðvart um birtinguna, eða henni sendur umræddur rökstuðningur, heldur var hann einungis birtur á heimasíðu RÚV.

Sem fyrr segir hefur Kolbrún nú veitt lögmanni sínum heimild til að fara með málið fyrir sína hönd og óska eftir umræddum gögnum. „Ég hef falið lögmanni mínum að óska eftir þessum upplýsingum, sem RÚV hefur neitað að afhenda mér. Fáist gögnin ekki afhent þá eru meiri líkur en minni á því að við leitum til kærunefndar jafnréttismála, enda ekki hægt að neita henni um að fá gögnin afhent.“

Kolbrún segir mikilvægt að leiða það í ljós hvort hún hafi verið órétti beitt við ráðninguna. „Ég tel að svo hafi verið. Mitt persónulega mat er að þarna hafi minna hæfur karlmaður verið tekinn fram yfir hæfari konu. Ég verð hins vegar að geta sannreynt það og beiti því þeim tækjum sem ég hef til þess.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár