Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Op­in­bera eft­ir­lits­stofn­un­in Mat­væla­stofn­un (MAST) styðst við upp­lýs­ing­ar frá lax­eld­is­fyr­ir­tæki sem það hef­ur eft­ir­lits­skyldu með en ger­ir ekki sjálf­stæða grein­ingu. Arn­ar­lax hef­ur glímt við al­var­legt ástand í sjókví­um sín­um í Arnar­firði en Mat­væla­stofn­un hef­ur ekki haft sjálf­stætt eft­ir­lit með þeim at­burð­um.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða  frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“
Fimmföldun á þremur dögum Matvælastofnun virðist hafa gengið á eftir upplýsingum um laxadauðann hjá Arnarlaxi eftir að stofnunin fékk fyrirspurnir um málið frá fjölmiðlum. Fram að því hafði stofnunin fengið upplýsingar um að laxadauðinn hjá Arnarlaxi væri 100 en hann reyndist vera fimmfalt meiri. Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður Arnarlax.

Þær upplýsingar sem opinbera eftirlitsstofnunin Matvælastofnun (MAST) hafði fengið frá Arnarlaxi í byrjun síðustu viku um ætlaðan laxadauða hjá fyrirtækinu í Arnarfirði voru byggðar á „vanmati“. Upplýsingarnar komu frá laxeldisfyrirtækinu sjálfu þar sem Matvælastofnun hafði ekki gert eigið mat á því tjóni sem átt hafði sér stað hjá fyrirtækinu. 

Um er að ræða einn mesta laxadauða sem átt hefur sér stað í íslensku laxeldi síðastliðin áratug hið minnsta.

Umrætt tjón átt sér stað að mestu í janúar þegar mikið magn af eldislaxi í sjókvíum Arnarlax varð fyrir nuddskaða á roði vegna þrengsla og veðurs með tilheyrandi ölduróti. Eins og segir í svörum frá MAST: „Með tjóni er átt við nuddskaðann á roði fisksins. Það getur tekið allt frá 5-6 dögum og upp í 3-4 vikur að nuddskaði þróist upp í það að verða að opnu sári sem leiðir fiskinn að lokum til dauða.“ 

Úr 100 í 470 tonn

Í samtali við Stundina á þriðjudaginn sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma hjá MAST, að um væri að ræða um 100 tonn af dauðum eldislaxi. „Ég held að það borgi sig ekkert að vera að skjóta á hvað þetta er mikið en líklega eru þetta um 100 tonn. Þetta er spírall sem er fljótur að vinda upp á sig. Þessi rekstur má ekki við svona veðri.“

„Líklega eru þetta um 100 tonn“

Gísli gerði á þessum tíma ekki mjög mikið úr vandamálinu enda var laxadauðinn sem nefndur var ekki það mikill að tala mætti um stórkostlegt tjón þar sem Arnarlax er með um 4000 tonn af eldislaxi í kvíum sínum í Arnarfirði. Um var að ræða um 2,5 prósent af því heildarmagni sem talið var að hefði drepist.

Nær strax eftir að upplýsingar um þessa tölu voru orðnar opinberar bárust hins vegar upplýsingar um að laxadauðinn væri í reynd miklu meiri en þetta, á milli fimm og tíu sinnum sú tala sem Gísli nefndi.

Ljóst var líka að vandamálið var umfangsmeira en komið hafði fram þar sem Arnarlax byrjaði að nýta sér þjónustu utanaðkomandi skipa til að safna saman dauðum fiski og flytja hann á brott úr Arnarfirðinum auk þess sem von var á norsku sláturskipi til að slátra löxunum úr kvíunum með sem hröðustum hætti. 

Í kjölfarið spurðist Stundin fyrir um tölur um laxadauðann hjá Matvælastofnun og bárust þessar tölur á föstudaginn eftir að MAST hafði fengið upplýsingar um þær frá Arnarlaxi. Þá kom í ljós að laxadauðinn var í reynd 470 tonn, lægri talan sem Stundin nefndi um mögulegan laxadauða hjá Arnarlaxi út frá samtölum við heimildarmenn: „Við fengum að vita þetta á föstudag þegar staðan var búin að skýrast betur,“ segir Matvælastofnun í svari við þeirri spurningu hvenær stofnunin hafi fengið upplýsingarnar um 470 tonna laxadauðann. 

Upplýsingarnar komu frá Arnarlaxi

Í svari frá Matvælastofnun kemur fram að Gísli hafi byggt þessar upplýsingar sínar um 100 tonnin á því sem Arnarlax sagði honum sem og dýralæknaþjónusta sem sinnir Arnarlaxi. „Þetta var það sem Gísli áætlaði út frá sínum samskiptum við dýralæknaþjónustuna og Arnarlax. Ljóst er að um vanmat var að ræða, ekki var búið að taka upp dauðfisk úr öllum kvíum og einnig hefur meiri fiskur drepist í millitíðinni.“

„Ekki liggur fyrir grunur um að þær séu rangar“

Gísli sagði jafnframt að samskipti stofunarinnar við Arnarlax hefðu gengið vel og að fyrirtækið stæði sig vel í að veita upplýsingar um starfsemi þess auk þess sem forstjóri fyrirtækisins, Björn Hemre, væru duglegur að vera í sambandi. 

Þegar Matvælastofnun er spurð að því hvaða forsendur hún hafi til að ætla að upplýsingarnar frá Arnarlaxi um 470 tonnin af dauðum eldislaxi séu réttar þar sem stofnunin hafi ekki gerst sjálfstæða athugun á umfangi tjónsins í Arnarfirði segir að ekki sé grunur um að þessi upplýsingagjöf sé röng: „Tölurnar eru frá Arnarlaxi og miðast við stöðuna undir vikulok. Ekki liggur fyrir grunur um að þær séu rangar.“

Miðað við stöðu mála, og feril upplýsinganna í þessu tiltekna máli, er hins vegar afar erfitt að vita hvað eru réttar upplýsingar. Laxadauðinn á föstudegi reyndist vera fimm sinnum meiri en hann var sagður vera á þriðjudegi. Auðvitað getur komið í ljós að umfang laxadauða í slíku tilfelli sé meiri en talið var en að hann sé fimm sinnum meiri er ansi mikil aukning á ekki lengri tíma.

Arnarlax getur stýrt umfjöllun um sig

Niðurstaðan er sem sagt sú að það er Arnarlax sjálft sem veitir upplýsingarnar um stöðu mála í rekstri sínum til opinberu eftirlitsstofnunarinnar MAST og stofnunin hefur ekki eigið sjálfstætt mat eða athuganir til að bera þessar upplýsingar saman við.

Spyrja má þeirrar spurningar hversu heppilegt þetta sé þar sem það er fyrirtækið sem Matvælastofnun á að hafa eftirlit með sem getur haft beina hagsmuni af því að gera minna úr slíkum vandamálum eins og laxadauðan efni standa til. Arnarlax er skráð á markað í Noregi og geta fréttir um tjón eða erfiðleika í rekstrinum haft neikvæð áhrif á hlutabréfaverð fyrirtækisins. 

Stundin sendi Kjartani Ólafssyni, stjórnarformanni Arnarlax, spurninga um upplýsingagjöfina um 100 tonna laxadauðann og eins um umfang laxadauðans nú, eftir helgina. Blaðið hafði ekki fengið svar þegar fréttin var birt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár