Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, tel­ur ekki að lög hafi ver­ið brot­in í Bragga­mál­inu, þrátt fyr­ir nið­ur­stöðu skýrslu borg­ar­skjala­varð­ar þar sem því er hald­ið fram.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“
Líf Magneudóttir Borgarfulltrúinn var gestur í Silfrinu á sunnudag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tekur ekki undir niðurstöður nýrrar skýrslu þar sem því er haldið fram að lög hafi verið brotin í Braggamálinu svokallaða. „Ég ætla ekki að gerast dómari í því máli,“ sagði hún aðspurð um hvort einhver þyrfti að axla ábyrgð í málinu.

Líf var gestur í Silfrinu í RÚV á sunnudag þar sem málið var stuttlega rætt. Endurbætur á bragga í eigu borgarinnar í Nauthólsvík fóru langt umfram kostnaðaráætlanir og sýndi skýrsla innri endurskoðunar fram á hagsmunaárekstra, ófagleg vinnubrögð og brot á lögum. Borgarskjalavörður komst einnig að þeirri niðurstöðu á dögunum að skjalavarsla og skjalastjórn í málinu hefði ekki samræmst lögum.

„Ég held að allt okkar starfsfólk sé að vinna vinnuna sína vel og ekki leyna neinum upplýsingum,“ sagði Líf þegar Fanney Birna Jónsdóttir þáttastjórnandi spurði hana um málið. Innt eftir því hvort ekki hafi verið ríkur vilji í kerfinu til að leyna upplýsingum sagði hún ekki svo vera. „Það finnst mér ekki vera í kerfinu, ef ég á að segja alveg eins og er.“

Loks spurði Fanney Birna hvort einhver ætti að axla ábyrgð í málinu. „Já, en það er auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið þannig að við þurfum bara að tryggja að í framtíðinni að það verði ekki framin þá slík brot aftur,“ svaraði Líf. „Það er það sem er í ferli hjá okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár