Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, tel­ur ekki að lög hafi ver­ið brot­in í Bragga­mál­inu, þrátt fyr­ir nið­ur­stöðu skýrslu borg­ar­skjala­varð­ar þar sem því er hald­ið fram.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“
Líf Magneudóttir Borgarfulltrúinn var gestur í Silfrinu á sunnudag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tekur ekki undir niðurstöður nýrrar skýrslu þar sem því er haldið fram að lög hafi verið brotin í Braggamálinu svokallaða. „Ég ætla ekki að gerast dómari í því máli,“ sagði hún aðspurð um hvort einhver þyrfti að axla ábyrgð í málinu.

Líf var gestur í Silfrinu í RÚV á sunnudag þar sem málið var stuttlega rætt. Endurbætur á bragga í eigu borgarinnar í Nauthólsvík fóru langt umfram kostnaðaráætlanir og sýndi skýrsla innri endurskoðunar fram á hagsmunaárekstra, ófagleg vinnubrögð og brot á lögum. Borgarskjalavörður komst einnig að þeirri niðurstöðu á dögunum að skjalavarsla og skjalastjórn í málinu hefði ekki samræmst lögum.

„Ég held að allt okkar starfsfólk sé að vinna vinnuna sína vel og ekki leyna neinum upplýsingum,“ sagði Líf þegar Fanney Birna Jónsdóttir þáttastjórnandi spurði hana um málið. Innt eftir því hvort ekki hafi verið ríkur vilji í kerfinu til að leyna upplýsingum sagði hún ekki svo vera. „Það finnst mér ekki vera í kerfinu, ef ég á að segja alveg eins og er.“

Loks spurði Fanney Birna hvort einhver ætti að axla ábyrgð í málinu. „Já, en það er auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið þannig að við þurfum bara að tryggja að í framtíðinni að það verði ekki framin þá slík brot aftur,“ svaraði Líf. „Það er það sem er í ferli hjá okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár