Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, tel­ur ekki að lög hafi ver­ið brot­in í Bragga­mál­inu, þrátt fyr­ir nið­ur­stöðu skýrslu borg­ar­skjala­varð­ar þar sem því er hald­ið fram.

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“
Líf Magneudóttir Borgarfulltrúinn var gestur í Silfrinu á sunnudag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tekur ekki undir niðurstöður nýrrar skýrslu þar sem því er haldið fram að lög hafi verið brotin í Braggamálinu svokallaða. „Ég ætla ekki að gerast dómari í því máli,“ sagði hún aðspurð um hvort einhver þyrfti að axla ábyrgð í málinu.

Líf var gestur í Silfrinu í RÚV á sunnudag þar sem málið var stuttlega rætt. Endurbætur á bragga í eigu borgarinnar í Nauthólsvík fóru langt umfram kostnaðaráætlanir og sýndi skýrsla innri endurskoðunar fram á hagsmunaárekstra, ófagleg vinnubrögð og brot á lögum. Borgarskjalavörður komst einnig að þeirri niðurstöðu á dögunum að skjalavarsla og skjalastjórn í málinu hefði ekki samræmst lögum.

„Ég held að allt okkar starfsfólk sé að vinna vinnuna sína vel og ekki leyna neinum upplýsingum,“ sagði Líf þegar Fanney Birna Jónsdóttir þáttastjórnandi spurði hana um málið. Innt eftir því hvort ekki hafi verið ríkur vilji í kerfinu til að leyna upplýsingum sagði hún ekki svo vera. „Það finnst mér ekki vera í kerfinu, ef ég á að segja alveg eins og er.“

Loks spurði Fanney Birna hvort einhver ætti að axla ábyrgð í málinu. „Já, en það er auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið þannig að við þurfum bara að tryggja að í framtíðinni að það verði ekki framin þá slík brot aftur,“ svaraði Líf. „Það er það sem er í ferli hjá okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár