Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

Enn eitt skip­ið er kom­ið á Bíldu­dal er­lend­is frá til að að­stoða Arn­ar­lax við að bregð­ast við mesta tjóni sem kom­ið hef­ur upp í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Hundruð tonna af eld­islaxi hafa drep­ist í sjókív­um vegna veð­urs, sjáv­ar­kulda og þrengsla. Kjart­an Ólafs­son stjórn­ar­formað­ur neit­ar að svara spurn­ing­um um um­fang tjóns­ins.

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
Segir heimsóknina þá „fyrstu eða aðra“ Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og þriðji stærsti hluthafi, segir heimsókn Hordafor VI þá „fyrstu eða aðra“ á Bíldudal. Hann vill ekki gefa upp hversu mikla meltu skipið mun flytja í burtu.

Flutningaskipið Hordafor VI, sem flutt getur rúmlega 3.200 tonn af meltu, sem meðal annars er unnin úr eldislaxi sem drepst í sjókvíum, kom til hafnar í Bíldudal í gær. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Hordafor sem sérhæfir sig meðal annars í vinnslu á afurðum eins og laxaolíu og fiskipróteini úr hráefni eins og laxi sem fellur til í laxeldi og ekki er hægt að nota beint til manneldis. Hordafor VI sést nú á gervihnattamyndum fyrir utan Bíldudal. 

Eitt versta ástand sem komið hefur upp

Skipið er eitt af nokkrum skipum sem siglt hafa til Íslands á liðnum dögum til að aðstoða laxeldisfyrirtækið Arnarlax við að bregðast við erfiðum aðstæðum sem komið hafa upp í rekstri félagsins í sjókvíum í Arnarfirði. Fjögur þúsund laxar í sláturstærð eru í kvíum fyrirtækisins og hefur Arnarlax ekki sjálft getað slátrað löxunum vegna veðurs og krefjandi aðstæðna í firðinum. 

Annað skip, The Norwegian Gannet, er nú á leiðinni á Bíldudal og er um þessar mundir á Breiðafirði og mun það slátra upp um kvíum Arnarlax á næstu dögum.

Sjávarkuldi og þrengsli í sjókvíunum hafa valdið umtalsverðum laxadauða sem líklega er töluvert meiri en hefur verið gefinn upp. 

Segja má að ástandið hjá Arnarlaxi í Arnarfirði um þessar mundir sé einsdæmi í rekstrarsögu fyrirtækisins enda sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, á þriðjudaginn að staðan væri séu „versta“ sem hefði komið upp hjá Arnarlaxi og í laxeldinu á Vestfjörðum síðastliðin.

Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki landsins og er í meirihlutaeigu norska eldisrisans Salmar AS. Fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í Noregi í nóvember og hækkaði gengi félagsins tvöfalt við skráningu. Markaðsverðmæti Arnarlax er nú á fjórða tug milljarða króna.

Fréttir um laxadauða og skakkaföll í rekstri Arnarlax geta haft veruleg áhrif á hlutabréfaverð í fyrirtækinu og komið í veg fyrir að fjárfestar kaupi í fyrirtækinu.

Stjórnarformaðurinn neitar að svara

Í máli Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax, sem og Gísla Jónssonar hefur hingað til komið fram að laxadauðinn sé í kringum 100 tonn. Tekið skal fram að þetta var haft eftir þeim í fjölmiðlum á þriðjudaginn og eru slíkar tölur alltaf gefnar upp með fyrirvara um að frekari dauði geti átt sér stað. Eins og Kjartan sagði við Stundina á þriðjudaginn þá var laxadauðinn „enn sem komið er minni en í fyrra“. 

Stundin hefur á síðustu dögum ítrekað reynt að fá Kjartan til að svara því hversu mikill laxadauðinn sé orðinn hjá fyrirtækinu en án árangurs. Laxadauðinn er hins vegar miklu meiri en sagt hefur verið frá.

„Við birtum tölur fyrir Q419 þann 26. feb“

Arnarlax fékk nótaskipið Sighvat Bjarnason frá Vestmannaeyjum til að aðstoða fyrirtækið við að hreinsa dauða eldislaxa upp úr kvíum sínum og aðstoða við að gera meltu úr hræjunum í byrjun vikunnar og er það væntanlega meðal annars þessi melta sem Hordafor VI sækir nú frá Noregi til að fara með í verksmiðju sína í Austevoll í Vestur-Noregi þar sem meltan er meðal annars notuð í dýrafóður og til að búa til laxaolíu. Arnarlax myndi vart grípa til þessara ráðstafana ef laxadauðinn væri einungis 100 tonn.

Kjartan neitar hins vegar að svara spurningum um umfang laxadauðans og eins þeirri spurningu hvað til standi að Hordafor VI flytji mikið af meltu í burtu. Svar Kjartans er á þá leið að hann muni kannski svara spurninum í lok mánaðarins eða þannig má skilja hann: „Við birtum tölur fyrir Q419 þann 26. feb […] Getum spjallað þá.“ 

Segir skipið koma samkvæmt áætlunKjartan Ólafsson veitir loðin svör þegar hann er spurður um hvenær hafi verið ákveðið að fá Hordafor VI til Bíldudals. Hann svarar því ekki hversu mikla meltu skipið mun flytja í burtu eða umfangi laxadauðans.

Kjartan: Í „fyrsta eða annað skiptið“ sem skipið kemur

Kjartan segir raunar að skipið Hordafor VI sé í áætlunarsiglingum til Íslands að sækja meltu og því sé koma þess á Bíldudal ekki tilkomin út af þeim aðstæðum sem komið hafa upp í rekstri Arnarlax nú. Hann segir að þetta sé „í fyrsta eða annað skiptið“ kemur á Bíldudal að sækja meltu. „Þetta er ferli sem nýbúið er að setja í gang […] Held þetta sé í fyrsta eða annað skiptið sem melta er sótt á Bíldudal en hefur áður verið sótt á Vestfirði. Hefur verið um nokkurra mánaða skeið fyrir austan og einhvern ár í Þorlákshöfn held ég.“

Kjartan vill því ekki meina að Hordafor VI hafi komið í Arnarfjörðinn sérstaklega til að sækja meltun sem unnin er úr dauðfiski Arnarlax en hann vill ekki gefa upp umfang þessa laxadauða né hversu mikið af meltu Hordafor VI muni flytja frá landinu. 

Tekið skal fram að Kjartan Ólafsson er þriðji stærsti hluthafi Arnarlax með 5 prósenta hlut og er þessi hlutur um tveggja milljarða króna virði samkvæmt því að markaðsverðmæti Arnarlax sé um 40 milljarðar króna. Kjartan á því sjálfur mikilla hagsmuna að gæta persónulega í Arnarlaxi og öll umræða um tjón Arnarlax í Arnarfirði getur haft slæm áhrif á hlutafjáreign hans sjálfs sem og annarra hluthafa. 

Stundin bíður svara frá Matvælastofnun, opinbers eftirlitsaðila með laxeldi í sjókvíum á Íslandi, um umfang tjónsins í Arnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár