Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

Enn eitt skip­ið er kom­ið á Bíldu­dal er­lend­is frá til að að­stoða Arn­ar­lax við að bregð­ast við mesta tjóni sem kom­ið hef­ur upp í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Hundruð tonna af eld­islaxi hafa drep­ist í sjókív­um vegna veð­urs, sjáv­ar­kulda og þrengsla. Kjart­an Ólafs­son stjórn­ar­formað­ur neit­ar að svara spurn­ing­um um um­fang tjóns­ins.

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
Segir heimsóknina þá „fyrstu eða aðra“ Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og þriðji stærsti hluthafi, segir heimsókn Hordafor VI þá „fyrstu eða aðra“ á Bíldudal. Hann vill ekki gefa upp hversu mikla meltu skipið mun flytja í burtu.

Flutningaskipið Hordafor VI, sem flutt getur rúmlega 3.200 tonn af meltu, sem meðal annars er unnin úr eldislaxi sem drepst í sjókvíum, kom til hafnar í Bíldudal í gær. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Hordafor sem sérhæfir sig meðal annars í vinnslu á afurðum eins og laxaolíu og fiskipróteini úr hráefni eins og laxi sem fellur til í laxeldi og ekki er hægt að nota beint til manneldis. Hordafor VI sést nú á gervihnattamyndum fyrir utan Bíldudal. 

Eitt versta ástand sem komið hefur upp

Skipið er eitt af nokkrum skipum sem siglt hafa til Íslands á liðnum dögum til að aðstoða laxeldisfyrirtækið Arnarlax við að bregðast við erfiðum aðstæðum sem komið hafa upp í rekstri félagsins í sjókvíum í Arnarfirði. Fjögur þúsund laxar í sláturstærð eru í kvíum fyrirtækisins og hefur Arnarlax ekki sjálft getað slátrað löxunum vegna veðurs og krefjandi aðstæðna í firðinum. 

Annað skip, The Norwegian Gannet, er nú á leiðinni á Bíldudal og er um þessar mundir á Breiðafirði og mun það slátra upp um kvíum Arnarlax á næstu dögum.

Sjávarkuldi og þrengsli í sjókvíunum hafa valdið umtalsverðum laxadauða sem líklega er töluvert meiri en hefur verið gefinn upp. 

Segja má að ástandið hjá Arnarlaxi í Arnarfirði um þessar mundir sé einsdæmi í rekstrarsögu fyrirtækisins enda sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, á þriðjudaginn að staðan væri séu „versta“ sem hefði komið upp hjá Arnarlaxi og í laxeldinu á Vestfjörðum síðastliðin.

Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki landsins og er í meirihlutaeigu norska eldisrisans Salmar AS. Fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í Noregi í nóvember og hækkaði gengi félagsins tvöfalt við skráningu. Markaðsverðmæti Arnarlax er nú á fjórða tug milljarða króna.

Fréttir um laxadauða og skakkaföll í rekstri Arnarlax geta haft veruleg áhrif á hlutabréfaverð í fyrirtækinu og komið í veg fyrir að fjárfestar kaupi í fyrirtækinu.

Stjórnarformaðurinn neitar að svara

Í máli Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax, sem og Gísla Jónssonar hefur hingað til komið fram að laxadauðinn sé í kringum 100 tonn. Tekið skal fram að þetta var haft eftir þeim í fjölmiðlum á þriðjudaginn og eru slíkar tölur alltaf gefnar upp með fyrirvara um að frekari dauði geti átt sér stað. Eins og Kjartan sagði við Stundina á þriðjudaginn þá var laxadauðinn „enn sem komið er minni en í fyrra“. 

Stundin hefur á síðustu dögum ítrekað reynt að fá Kjartan til að svara því hversu mikill laxadauðinn sé orðinn hjá fyrirtækinu en án árangurs. Laxadauðinn er hins vegar miklu meiri en sagt hefur verið frá.

„Við birtum tölur fyrir Q419 þann 26. feb“

Arnarlax fékk nótaskipið Sighvat Bjarnason frá Vestmannaeyjum til að aðstoða fyrirtækið við að hreinsa dauða eldislaxa upp úr kvíum sínum og aðstoða við að gera meltu úr hræjunum í byrjun vikunnar og er það væntanlega meðal annars þessi melta sem Hordafor VI sækir nú frá Noregi til að fara með í verksmiðju sína í Austevoll í Vestur-Noregi þar sem meltan er meðal annars notuð í dýrafóður og til að búa til laxaolíu. Arnarlax myndi vart grípa til þessara ráðstafana ef laxadauðinn væri einungis 100 tonn.

Kjartan neitar hins vegar að svara spurningum um umfang laxadauðans og eins þeirri spurningu hvað til standi að Hordafor VI flytji mikið af meltu í burtu. Svar Kjartans er á þá leið að hann muni kannski svara spurninum í lok mánaðarins eða þannig má skilja hann: „Við birtum tölur fyrir Q419 þann 26. feb […] Getum spjallað þá.“ 

Segir skipið koma samkvæmt áætlunKjartan Ólafsson veitir loðin svör þegar hann er spurður um hvenær hafi verið ákveðið að fá Hordafor VI til Bíldudals. Hann svarar því ekki hversu mikla meltu skipið mun flytja í burtu eða umfangi laxadauðans.

Kjartan: Í „fyrsta eða annað skiptið“ sem skipið kemur

Kjartan segir raunar að skipið Hordafor VI sé í áætlunarsiglingum til Íslands að sækja meltu og því sé koma þess á Bíldudal ekki tilkomin út af þeim aðstæðum sem komið hafa upp í rekstri Arnarlax nú. Hann segir að þetta sé „í fyrsta eða annað skiptið“ kemur á Bíldudal að sækja meltu. „Þetta er ferli sem nýbúið er að setja í gang […] Held þetta sé í fyrsta eða annað skiptið sem melta er sótt á Bíldudal en hefur áður verið sótt á Vestfirði. Hefur verið um nokkurra mánaða skeið fyrir austan og einhvern ár í Þorlákshöfn held ég.“

Kjartan vill því ekki meina að Hordafor VI hafi komið í Arnarfjörðinn sérstaklega til að sækja meltun sem unnin er úr dauðfiski Arnarlax en hann vill ekki gefa upp umfang þessa laxadauða né hversu mikið af meltu Hordafor VI muni flytja frá landinu. 

Tekið skal fram að Kjartan Ólafsson er þriðji stærsti hluthafi Arnarlax með 5 prósenta hlut og er þessi hlutur um tveggja milljarða króna virði samkvæmt því að markaðsverðmæti Arnarlax sé um 40 milljarðar króna. Kjartan á því sjálfur mikilla hagsmuna að gæta persónulega í Arnarlaxi og öll umræða um tjón Arnarlax í Arnarfirði getur haft slæm áhrif á hlutafjáreign hans sjálfs sem og annarra hluthafa. 

Stundin bíður svara frá Matvælastofnun, opinbers eftirlitsaðila með laxeldi í sjókvíum á Íslandi, um umfang tjónsins í Arnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár