Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fullkomnasta sláturskip í heimi notað til að minnka laxadauðann hjá Arnarlaxi

Norska slát­ur­skip­ið The Norweg­i­an Gann­et er á leið­inni til Ís­lands frá Dan­mörku. Hjálp­ar Arn­ar­laxi að slátra upp úr kví­um fé­lags­ins í Arnar­firði þar sem erf­ið­ar að­stæð­ur hafa vald­ið laxa­dauða. Lax­inn verð­ur flutt­ur beint af landi brott og í pökk­un­ar­verk­smiðju á Norð­ur-Jótlandi.

Fullkomnasta sláturskip í heimi notað til að minnka laxadauðann hjá Arnarlaxi
Fullkomnasta sláturskip í heimi The Norwegian Gannet er á leiðinni til landsins til að aðstoða Arnarlax við að slátra upp úr eldiskvíunum í Arnarfirði þar sem erfiðar aðstæður hafa valdið talsverðum laxadauða.

Eitt þekktasta og fullkomnasta sláturskip í heimi, The Norwegian Gannet, er á leiðinni til landsins til að aðstoða stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, Arnarlax, við að slátra upp úr eldiskvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Vont veður og erfiðar aðstæður í Arnarfirði hafa valdið Arnarlaxi tjóni síðustu daga þar sem fyrirtækið hefur ekki getað slátrað sjálft upp úr fimm eldiskvíum sem fyrirtækið rekur í firðinum þar sem er að finna 4 þúsund tonn af eldislaxi í sláturstærð, 6- 9 kíló, á að giska 450 til 650 þúsund laxar. 

Talsverður laxadauði hefur verið í kvíum Arnarlax í Arnarfirði, sérstaklega einni kví, þar sem veðrið sem gengið hefur yfir veldur því meðal annars að laxarnir nuddast upp við sjókvíarnir, sár byrja að myndast á þeim sem aftur eykur líkurnar á fiskisjúkdómum sem drepið geta laxana.

Stundin greindi frá þessu í gær og sagði Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun, að von væri á skipi frá Danmörku í dag til að slátra upp úr kvíunum. „Það er von á skipi á morgun frá Danmörku til að hjálpa til við slátrun.“ Þetta er The Norwegian Gannet. 

„Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er“ 

 Arnarlax er því í kapphlaupi við tímann að bjarga þeim verðmætum sem er að finna í eldiskvíunum svo hægt sé að forðast frekari laxadauða og selja laxinn til manneldis en ekki í dýrafóður, meðal annars, líkt og gert er við laxinn sem drepst í kvíunum. 

Skipið sagt engu líkt

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hafði ekki svarað spurningum sem Stundin sendi honum þegar fréttin var birt heldur vísaði í frétt um komu skipsins á heimasíðu Arnarlax þar sem meðal annars segir: „Að auki er sláturskipið Norwegian Gannet á leið til landsins til að aðstoða við slátrun en um er að ræða eitt fullkomnasta sláturskip í heimi.“

Skipið er í eigu norskra aðila, eins og nafnið ber með sér, og eru lýsingarnar á því þannig að það sé einstakt í heiminum. Lýsingarnar eru á köflum háfleygar. Á vefsíðunni Salmon Business segir meðal annars um skipið: „Sláturskipið er engu líkt, engu, hvar sem leitað er.“ 

Laxinn fer beint af landi brott

Notkun Arnarlax á sláturskipinu þýðir að eldislaxinn sem starfsmenn skipsins munu slátra verður fluttur beint úr landi í The Norwegian Gannet. 

Í skipinu er hægt að slátra 160 þúsund tonnum af eldislaxi á ári, sem er rúmlega fimmföld ársframleiðsla á eldislaxi á Íslandi árið 2019. Skipið getur flutt 1.000 tonn af eldislaxi í einu. 

Laxinn er fluttur til bæjarins Hirtshals á Norður-Jótlandi í Danmörku þar sem eigandi skipsins, norska fyrirtækið Hav Line, á og rekur sína eigin pökkunarverksmiðju. Eins og segir á heimasíðunni Salmon Business þá felur notkun skipsins það í sér að ekki þarf að fara með laxinn í land þar sem sjókvíarnar sem hann slátrar upp úr eru. „Í þessu felst að skipafélagið Hav Line, eigandi The Norwegian Gannet, sleppi við þá erfiðleika sem felast í lokuðum og eða hættulegum vegum.“ 

Erfiðar samgöngur á Íslandi, og til og frá Íslandi, eru meðal þeirra aðstæðna sem Arnarlax hefur nefnt sem hindranir fyrir frekari uppgangi laxeldis á Íslandi. Notkun skipa eins og The Norwegian Gannet kemur eyðir þessu tiltekna vandamáli en felur líka í sér að sjókvíaeldið skapar ekki eins mikla atvinnu fyrir fólk í landi þar sem slátrun og önnur vinnsla á laxinum og flutningur á honum er á annarra höndum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár