Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aftakaveður með tjóni víða um land

Bíl­ar fjúka, bát­ar sökkva og þök flett­ast af. Mað­ur slas­að­ist þeg­ar þakplata fauk á hann í Hval­firði. Raf­magn hef­ur far­ið af á suð­ur­landi og vest­ur­landi og veg­ir eru víða lok­að­ir.

Aftakaveður með tjóni víða um land
Illviðri Fáir voru á ferli í höfuðborginni í morgun. Mynd: Davíð Þór

Aftakaveður hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun og tjón er víða orðið verulegt. Á Kjalarnesi fauk hluti þaks af fjölbýlishúsi á haf út í morgun, maður slasaðist þegar hann varð fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði, bátur sökk í höfninni í Vestmannaeyjum, bílar hafa fokið á Suðurnesjum og rúður brotnað og rafmagn hefur farið af víða á Suðurlandi og Vesturlandi. Vegir eru lokaðir víða um land og voru þannig til að mynda allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar þar til að Reykjanesbraut var opnuð á ellefta tímanum.

Aðgerðarstjórnir almannavarna voru virkjaðar víða um land í nótt og í morgun, á Selfossi, á höfuðorgarsvæðinu og á Sauðárkróki. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Vík í Mýrdal þegar í gærkvöldi. Hundruð björgunarsveitarfólks hefur sinnt verkefnum í nótt og í morgun.

Veðrið skall fyrst á á suðurlandi í gærkvöldi og færðist til vesturs og síðan til norðurs. Illviðri er nú skollið á á Norðurlandi vestra en enn sem komið er er veður skaplegt á Norðurlandi eystra, þó farið sé að bæta í vind. Hvasst er á Vestfjörðum og hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu verið lýst yfir á norðanverðum fjörðunum en enn er þó ekki talin vera hætta í byggð.

Foktjón hefur orðið víða á höfuðborgarsvæðinu en fáir eru á ferli og hafa því ekki orðið slys á fólki svo vitað sé. Allir skólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðir og hið sama má segja um fjölda vinnustaða. Fólk var eindregið hvatt til að halda sig heima og hefur þeim tilmælum verið hlýtt. Afleitt veður er enn á höfuðborgarsvæðinu þó það sé nokkuð misjafnt sé eftir borgarhverfum. Appelsínugul viðvörun er í gildi þar, sem og alls staðar annars staðar á landinu en rauðar viðvaranir voru í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa til hádegis.  

Ljósmyndari Stundarinnar, Davíð Þór Guðlaugsson, var á ferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og náði þá þessum myndum sem sýna veðurhaminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu