Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aftakaveður með tjóni víða um land

Bíl­ar fjúka, bát­ar sökkva og þök flett­ast af. Mað­ur slas­að­ist þeg­ar þakplata fauk á hann í Hval­firði. Raf­magn hef­ur far­ið af á suð­ur­landi og vest­ur­landi og veg­ir eru víða lok­að­ir.

Aftakaveður með tjóni víða um land
Illviðri Fáir voru á ferli í höfuðborginni í morgun. Mynd: Davíð Þór

Aftakaveður hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun og tjón er víða orðið verulegt. Á Kjalarnesi fauk hluti þaks af fjölbýlishúsi á haf út í morgun, maður slasaðist þegar hann varð fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði, bátur sökk í höfninni í Vestmannaeyjum, bílar hafa fokið á Suðurnesjum og rúður brotnað og rafmagn hefur farið af víða á Suðurlandi og Vesturlandi. Vegir eru lokaðir víða um land og voru þannig til að mynda allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar þar til að Reykjanesbraut var opnuð á ellefta tímanum.

Aðgerðarstjórnir almannavarna voru virkjaðar víða um land í nótt og í morgun, á Selfossi, á höfuðorgarsvæðinu og á Sauðárkróki. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Vík í Mýrdal þegar í gærkvöldi. Hundruð björgunarsveitarfólks hefur sinnt verkefnum í nótt og í morgun.

Veðrið skall fyrst á á suðurlandi í gærkvöldi og færðist til vesturs og síðan til norðurs. Illviðri er nú skollið á á Norðurlandi vestra en enn sem komið er er veður skaplegt á Norðurlandi eystra, þó farið sé að bæta í vind. Hvasst er á Vestfjörðum og hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu verið lýst yfir á norðanverðum fjörðunum en enn er þó ekki talin vera hætta í byggð.

Foktjón hefur orðið víða á höfuðborgarsvæðinu en fáir eru á ferli og hafa því ekki orðið slys á fólki svo vitað sé. Allir skólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðir og hið sama má segja um fjölda vinnustaða. Fólk var eindregið hvatt til að halda sig heima og hefur þeim tilmælum verið hlýtt. Afleitt veður er enn á höfuðborgarsvæðinu þó það sé nokkuð misjafnt sé eftir borgarhverfum. Appelsínugul viðvörun er í gildi þar, sem og alls staðar annars staðar á landinu en rauðar viðvaranir voru í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa til hádegis.  

Ljósmyndari Stundarinnar, Davíð Þór Guðlaugsson, var á ferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og náði þá þessum myndum sem sýna veðurhaminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu