Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aftakaveður með tjóni víða um land

Bíl­ar fjúka, bát­ar sökkva og þök flett­ast af. Mað­ur slas­að­ist þeg­ar þakplata fauk á hann í Hval­firði. Raf­magn hef­ur far­ið af á suð­ur­landi og vest­ur­landi og veg­ir eru víða lok­að­ir.

Aftakaveður með tjóni víða um land
Illviðri Fáir voru á ferli í höfuðborginni í morgun. Mynd: Davíð Þór

Aftakaveður hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun og tjón er víða orðið verulegt. Á Kjalarnesi fauk hluti þaks af fjölbýlishúsi á haf út í morgun, maður slasaðist þegar hann varð fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði, bátur sökk í höfninni í Vestmannaeyjum, bílar hafa fokið á Suðurnesjum og rúður brotnað og rafmagn hefur farið af víða á Suðurlandi og Vesturlandi. Vegir eru lokaðir víða um land og voru þannig til að mynda allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar þar til að Reykjanesbraut var opnuð á ellefta tímanum.

Aðgerðarstjórnir almannavarna voru virkjaðar víða um land í nótt og í morgun, á Selfossi, á höfuðorgarsvæðinu og á Sauðárkróki. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Vík í Mýrdal þegar í gærkvöldi. Hundruð björgunarsveitarfólks hefur sinnt verkefnum í nótt og í morgun.

Veðrið skall fyrst á á suðurlandi í gærkvöldi og færðist til vesturs og síðan til norðurs. Illviðri er nú skollið á á Norðurlandi vestra en enn sem komið er er veður skaplegt á Norðurlandi eystra, þó farið sé að bæta í vind. Hvasst er á Vestfjörðum og hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu verið lýst yfir á norðanverðum fjörðunum en enn er þó ekki talin vera hætta í byggð.

Foktjón hefur orðið víða á höfuðborgarsvæðinu en fáir eru á ferli og hafa því ekki orðið slys á fólki svo vitað sé. Allir skólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðir og hið sama má segja um fjölda vinnustaða. Fólk var eindregið hvatt til að halda sig heima og hefur þeim tilmælum verið hlýtt. Afleitt veður er enn á höfuðborgarsvæðinu þó það sé nokkuð misjafnt sé eftir borgarhverfum. Appelsínugul viðvörun er í gildi þar, sem og alls staðar annars staðar á landinu en rauðar viðvaranir voru í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa til hádegis.  

Ljósmyndari Stundarinnar, Davíð Þór Guðlaugsson, var á ferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og náði þá þessum myndum sem sýna veðurhaminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
6
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár