Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aftakaveður með tjóni víða um land

Bíl­ar fjúka, bát­ar sökkva og þök flett­ast af. Mað­ur slas­að­ist þeg­ar þakplata fauk á hann í Hval­firði. Raf­magn hef­ur far­ið af á suð­ur­landi og vest­ur­landi og veg­ir eru víða lok­að­ir.

Aftakaveður með tjóni víða um land
Illviðri Fáir voru á ferli í höfuðborginni í morgun. Mynd: Davíð Þór

Aftakaveður hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun og tjón er víða orðið verulegt. Á Kjalarnesi fauk hluti þaks af fjölbýlishúsi á haf út í morgun, maður slasaðist þegar hann varð fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði, bátur sökk í höfninni í Vestmannaeyjum, bílar hafa fokið á Suðurnesjum og rúður brotnað og rafmagn hefur farið af víða á Suðurlandi og Vesturlandi. Vegir eru lokaðir víða um land og voru þannig til að mynda allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar þar til að Reykjanesbraut var opnuð á ellefta tímanum.

Aðgerðarstjórnir almannavarna voru virkjaðar víða um land í nótt og í morgun, á Selfossi, á höfuðorgarsvæðinu og á Sauðárkróki. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Vík í Mýrdal þegar í gærkvöldi. Hundruð björgunarsveitarfólks hefur sinnt verkefnum í nótt og í morgun.

Veðrið skall fyrst á á suðurlandi í gærkvöldi og færðist til vesturs og síðan til norðurs. Illviðri er nú skollið á á Norðurlandi vestra en enn sem komið er er veður skaplegt á Norðurlandi eystra, þó farið sé að bæta í vind. Hvasst er á Vestfjörðum og hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu verið lýst yfir á norðanverðum fjörðunum en enn er þó ekki talin vera hætta í byggð.

Foktjón hefur orðið víða á höfuðborgarsvæðinu en fáir eru á ferli og hafa því ekki orðið slys á fólki svo vitað sé. Allir skólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðir og hið sama má segja um fjölda vinnustaða. Fólk var eindregið hvatt til að halda sig heima og hefur þeim tilmælum verið hlýtt. Afleitt veður er enn á höfuðborgarsvæðinu þó það sé nokkuð misjafnt sé eftir borgarhverfum. Appelsínugul viðvörun er í gildi þar, sem og alls staðar annars staðar á landinu en rauðar viðvaranir voru í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa til hádegis.  

Ljósmyndari Stundarinnar, Davíð Þór Guðlaugsson, var á ferð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og náði þá þessum myndum sem sýna veðurhaminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár