„Þetta er KGB-byggingin. Okkur er ekki vel við hana,“ segir Vadim, lögfræðingur á fertugsaldri, þar sem við göngum niður aðalgötu Minsk. Nei, hann er ekki að tala um safn eða sögulega byggingu. Þetta eru höfuðstöðvar KGB enn þann dag í dag. Leyniþjónustan hér hefur ekki séð ástæðu til að breyta um nafn, ólíkt því sem gerðist í Rússlandi þar sem hún heitir nú FSB. Sumir segja að það að fara til Hvíta-Rússlands sé eins og að koma aftur til Sovétríkjanna. Það er þó ofsögum sagt.
Hvítrússar hafa oft farið illa út úr sögunni. Í stríði Rússa og Pólverja um miðja 17. öld drapst helmingur þjóðarinnar og hálfri öld síðar fór annar þriðjungur í stríði Rússa og Svía. Þá voru þeir sú þjóð sem missti flesta í seinni heimsstyrjöld, sem gleymist stundum því oftast er fjallað um Sovétríkin gömlu sem heild. Minsk var nánast jöfnuð við jörðu í stríðinu en endurreist …
Athugasemdir