Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Telur lífi trans barna ógnað

Fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna ´78 seg­ir að for­eldr­ar trans barna séu sum hver með börn­in sín á sjálfs­vígs­vakt og séu mjög skelfd um þau eft­ir að þjón­ustu­teymi Barna- og ung­linga­geð­deild­ar var lagt nið­ur.

Telur lífi trans barna ógnað
Óttast um velferð barna Daneíel E. Arnarsson, frmakvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir að með því að búið sé að leggja niður transteymi BUGL sé bæði verið að brjóta á réttindum barna og einnig verið að brjóta lög. Mynd: Davíð Þór

Foreldrar trans barna óttast um velferð barna sinna eftir að þjónustuteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, sem sinnt hefur þeim börnum var lagt niður í byrjun árs. Dæmi eru um foreldra sem hafa haft börn sín á sjálfsvígsvakt sem nú eru mjög uggandi.

Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 gagnrýnir stjórnvöld og yfirstjórn Landspítala harðlega og bendir á að lögum samkvæmt skuli teymi sem þetta vera starfandi á BUGL. Lögin sem mæli fyrir um það, lög um kynrænt sjálfræði, séu ekki nema ríflega hálfs árs gömul og það sé ekki nóg að setja lög til að láta Ísland líta vel út á regnbogakortum, það þurfti að framfylgja þeim.

Í byrjun ársins fengu foreldrar trans barna upplýsingar um að teymi sem hélt utan um þjónustu fyrir trans börn á BUGL hefði verið lagt niður. Eftir því sem Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir Stundinni hafa 45 eða 46 börn verið í virkri þjónustu hjá BUGL vegna kynvitundar sinnar eða kyntjáningar. Mörg þeirra barna eru á viðkvæmu stigi í þroska og kynþroski þeirra að bresta á. Niðurlagning teymisins veldur þeim börnum og fjölskyldum þeirra því mikilli angist og vanlíðan.

Foreldrar fengu áfall

Daníel segir að rannsóknir sýni fram á að trans börn séu gríðarlega viðkvæmur hópur, sem sé útsettur fyrir andlegri vanlíðan, í aukinni hættu er varðar sjálfskaða og tíðni sjálfsvíga sé marktækt hærri hjá þeim en öðrum viðmiðunarhópum. „Við höfum mikið bent á kanadíska rannsókn sem var gerð fyrir ekki svo mörgum árum því hún er bæði stór, með stórt þýði og mikla svörun. Í henni kemur skýrt fram að það að trans börn njóti viðurkenningar og að það að þau fái sérfræðiþjónustu, eins og þá sem þeim var veitt á BUGL, eru lykilþættir til að vinna gegn vanlíðan þeirra, að draga úr sjálfskaða og draga úr sjálfsvígshættu. Það eru úti í þjóðfélaginu foreldrar sem hafa verið með börnin sín á sjálfsvígsvakt og eru mjög hrædd um þau, eftir að þjónustuteymið var lagt niður. Foreldrar fengu áfall í janúar þegar þau fengu þessar fréttir.“

„Það hefur engan tilgang setja lög svo að Ísland líti vel út á einhverju regnbogakorti ef það er síðan ekkert farið eftir þeim“

Samtökin ´78, Trans Ísland og Trans vinir, hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi, hafa af þessu tilefni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á yfirvöld heilbrigðismála að bregðast tafarlaust við og sjá til þess að þjónustan bjóðist áfram.

Daníel segir að enginn hafi búist við að svona myndi fara, þó vitað hafi verið að staðan væri viðkvæm. „Að BUGL og Landspítalinn skuli vera svona fátæk af starfsfólki og ekki samkeppnishæf varðandi launagreiðslur, ég held að enginn hafi búist við því að staðan væri svona veik. Staðan er enn erfiðari en ætla mætti í raun, heilbrigðisráðherra getur ekki leyst hana á morgun þó hún myndi veita hálfum milljarði til verksins því í allt of langan tíma hefur hlutunum verið leyft að drabbast niður. Það hefur orðið gríðarlegur spekileki af BUGL og það hefur ekki tekist að byggja þar upp stofnanaminni hvað þennan málaflokk varðar.“

Verið er að brjóta lög

Daníel bendir á að stjórnvöld séu með þessu að brjóta nýsett lög um kynrænt sjálfræði. Í lögunum segir: Á barna- og unglingageðdeild Landspítala skal starfa teymi sérfræðinga um kynvitund og ódæmigerð kyneinkenni. Daníel segir ótrúlegt að ekki hafi liðið lengri tími en hálft ár frá setningu laganna og þar til þessari stöðu hafi verið leyft að koma upp. „Það sem pirrar mig hvað mest er að í lögunum sem tóku gildi 1. júlí í fyrra, það er ekki lengra síðan, kemur skýrt fram að það eigi að vera starfandi teymi sem þetta. Það er verið að brjóta lög og það er verið að brjóta á réttindum trans barna. Það hefur engan tilgang setja lög svo að Ísland líti vel út á einhverju regnbogakorti ef það er síðan ekkert farið eftir þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár