Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis

Kon­ur sem hafa dval­ið í Kvenna­at­hvarf­inu geta leigt á við­ráð­an­legu verði með­an þær koma und­ir sig fót­un­um. Sér­stak­lega er hug­að að ör­ygg­is­þátt­um og byggt í ná­grenni við lög­reglu­stöð auk þess sem lög­regla mun veita kon­un­um sér­staka vernd.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis
Hefja framkvæmdir á Valentínusardaginn Sigþrúður segir að það sé kannski á einhvern hátt viðeigandi að hefja byggingu hússins þann dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stefnt er að því að hefja byggingu fjölbýlishúss sem ætlað er skjólstæðingum Kvennaathvarfsins föstudaginn næsta, 14. febrúar. Konum sem hafa komið til dvalar í Kvennaathvarfinu mun bjóðast að leigja íbúðirnar á viðráðanlegu verði á meðan þær koma undir sig fótunum. Við hönnun hússins var sérstaklega horft til öryggisþátta enda konurnar sem þar munu búa í talsverðri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Húsinu hefur verið valinn staður nálægt lögreglustöð og hefur verið rætt sérstaklega við lögregluna um að veita konunum aukna vernd.

Stuðningur Á allra vörum skipti sköpum

Átján litlar íbúðir verða í húsinu, ætlaðar konum sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu, en hugmyndin er að koma í veg fyrir að konur og fjölskyldur þeirra þurfi að dvelja þar svo mánuðum skiptir enda Kvennaathvarfið hugsað sem neyðarathvarf. Ljóst er að mikil þörf er fyrir úrræði fyrir skjólstæðinga Kvennaathvarfsins enda aðeins 13 prósent kvenna sem þangað komu í fyrra sem fóru þaðan í nýtt húsnæði hér á landi. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að húsnæðismál séu eitt helsta ljónið í veginum fyrir konur sem hafa leitað á náðir athvarfsins þegar þær ætla sér að hefja nýtt líf.

„Eygló sagði mér að fara heim og lesa frumvarp um ný húsnæðislög, ég gæti svo bara byggt hús!“

„Í rauninni má segja að verkefnið hafi farið af stað fyrir alvöru árið 2017. Þá var haldinn söfnunarþáttur átaksins Á allra vörum en snillingarnar sem eru með það átak höfðu valið að styðja okkur í það skipti. Hugmyndin kom nú eiginlega fyrst til á skrifstofu Eyglóar Harðardóttur, þegar hún var félags- og húsnæðismálaráðherra. Ég hafði verið að ræða við hana um þessa stöðu, að konur festust í athvarfinu og kæmust ekki burtu þaðan. Eygló sagði mér að fara heim og lesa frumvarp um ný húsnæðislög, ég gæti svo bara byggt hús! Ég hafði nú aldrei heyrt neitt eins heimskulegt en svo bara varð þetta að veruleika. Eygló hefur átt gríðarlega mikinn þátt í þessu því eftir að hún lét af ráðherraembætti bauð hún sig fram til að skoða þennan möguleika með okkur,“ segir Sigþrúður.

Konurnar nýti það skjól sem þeim gefst

Sigþrúður segir að hugmyndin sé að bjóða konum, sem hafa ekki tök á að leigja á almennum leigumarkaði, upp á tryggt húsnæði í nægilega langan tíma til að þær geti komið sér aftur á fæturna og byggt upp nýtt líf fyrir sig og börnin sín. Hönnun hússins tekur þannig mið af því að konurnar geti átt sitt eigið heimili en einnig er sameiginlegt rými í því þar sem þær geti notið félagsskapar hverrar annarrar og börnin einnig. „Þegar þær flytja inn verður gerður samningur við þær um það hvernig þær nýta þetta færi sem þær hafa á meðan þær leigja þar, til að byggja sig upp. Við erum bjartsýnar á að konurnar geti fundið sér vinnu, jafnvel lokið námi, á meðan þær eru þarna í skjóli,“ segir Sigþrúður og bætir við að starfskonur Kvennaathvarfsins muni sinni stuðningi og eftirfylgni við konurnar sem þarna muni búa.

Ofbeldi lýkur ekki eftir sambandsslit

Húsið er verður staðsett miðsvæðis, í nálægð við Kvennaathvarfið sjálft, nálægt skóla, almenningssamgöngum og þjónustu. Í því verða sem fyrr segir átján litlar íbúðir, þar af ein sem sérstaklega er útbúin fyrir konur í hjólastólum. Stefnt er að því að byggingartími verði sextán mánuðir og hægt verði að bjóða fyrstu konunum að flytja inn síðsumars árið 2021.

„Konurnar sem þarna munu dvelja eru konur sem eru áfram í hættu á að vera beittar ofbeldi“

Lögð var áhersla á að finna húsinu stað nærri lögreglustöð og fannst slík lóð miðsvæðis í börginni. Sigþrúður segir að  fundað hafa verið með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þar sem rætt hafi verið um samstarf við lögreglu um sérstaka vernd kvennanna og fjölskyldnanna sem búa muni í húsinu. „Við erum ekki búin að formgera það samstarf en við vitum að lögregla mun vera í góðu samstarfi við okkur, eins og ævinlega er. Húsið er þá sérstaklega hannað þannig að meira er hugað að öryggisþáttum en í venjulegum húsum. Það verða ákveðnar öryggisstýringar og mörg hólf sem þarf að fara í gegnum til þess að komast inn í íbúðir, enda á enginn að komast þar inn nema bara að vera hleypt inn. Konurnar sem þarna munu dvelja eru konur sem eru áfram í hættu á að vera beittar ofbeldi, því ofbeldi líkur síður en svo eftir að sambandi þeirra við ofbeldismennina líkur. Þannig að það er mjög mikilvægt að hugsa fyrir öryggi og þá ekki síður til að konurnar sem þarna munu búa finni fyrir öryggi á heimili sínu.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
6
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár