Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kolbrún íhugar að kæra ráðningu ellefta karlsins í stöðu útvarpsstjóra

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir seg­ist hafa til skoð­un­ar að hvort hún fari með ráðn­ingu Stef­áns Ei­ríks­son­ar sem út­varps­stjóra fyr­ir kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála. Stjórn RÚV neit­ar að veita Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur rök­stuðn­ing fyr­ir ráðn­ing­unni.

Kolbrún íhugar að kæra ráðningu ellefta karlsins í stöðu útvarpsstjóra
Rökstyðja ekki ráðningu Stjórn RÚV hefur hafnað beiðni Kristínar Þorsteinsdóttur um rökstuðning fyrir því af hverju Stefán Eiríksson var ráðinn útvarpsstjóri. Kolbrún Halldórsdóttir er með til skoðunar að fara með ráðninguna fyrir kærunefnd jafnréttismála.

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og umsækjandi um stöðu útvarpsstjóra, segist hafa til skoðunar að fara með ráðningu útvarpsstjóra fyrir kærunefnd jafnréttismála. Hún hefur enn ekki fengið svar við ósk sinni um rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra, framyfir hana. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir að sér hafi ekki borist erindi Kolbrúnar.

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur synjað beiðni Kristínar Þorsteinsdóttur um rökstuðning fyrir vali stjórnar á nýjum útvarpsstjóra. Stundin greindi frá því fyrir helgi að Kristín, sem er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og einn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra, hefði farið fram á slíkan rökstuðning. Í samtölum blaðamanns Stundarinnar við stjórnarmenn í stjórn Ríkisútvarpsins við vinnslu fyrri fréttar, þar á meðal við stjórnarformanninn Kára Jónasson, kom ekki annað fram en stjórnin myndi veita rökstuðning fyrir vali sínu til þeirra umsækjenda sem þess æsktu. Sú afstaða hefur því tekið breytingum.

Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Kristínu hafi verið synjað um rökstuðning fyrir því hvers vegna stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að ráða Stefán Eiríksson borgarritara í stöðu útvarpsstjóra og ástæðum þess að hann var tekin fram yfir aðra umsækjendur.

Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri, mun hafa sent Kristínu svar þessa efnis fyrir hönd stjórnar síðastliðinn föstudag. Kristín hafði óskað eftir því hvað það var sem olli því að hún komst ekki lengra í umsóknarferlinu en raun bar vitni, hvað það var sem að Stefán hafði fram yfir hana þegar kom að hæfniskröfum fyrir starfið og auk þess óskaði hún eftir öllum öðrum gögnum er vörðuðu ráðninguna. Kristínu var neitað á grundvelli þess að Ríkisútvarpinu bæri ekki skylda til að veit umrædd gögn, sökum þess að það sé opinbert hlutafélag og því gilda upplýsingalög ekki um það eins og ríkisstofnanir.

Stjórn RÚV ekki borist erindi Kolbrúnar

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra úr flokki Vinstri grænna, sótti einnig um stöðu útvarpsstjóra og var að lokum kosið milli hennar og Stefáns. Munu atkvæði hafa fallið þannig að hvort þeirra fékk fjögur atkvæði stjórnarmanna en Stefán hafði betur með atkvæði Kára Jónassonar, formanns stjórnar, en hans atkvæði gilti tvöfalt.

Kolbrún óskaði einnig eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Stefáns umfram hana. Kolbrún segir í samtali við Stundina að hún hafi enn ekki fengið neitt svar. Hún hafi sent erindi þessa efnis beint á Capacent, enda hefðu öll samskipti varðandi ráðningarferlið farið þar í gegn. Það erindi sendi Kolbrún 3. febrúar og fékk hún svar samdægurs þess efnis að erindi hennar yrði komið áfram til stjórnar Ríkisútvarpsins sem myndi svara henni. Kolbrún segist jafnframt ekki hafa skýringu á því hvers vegna hún hafi ekki fengið svar en Kristín hafi fengið það þegar í síðustu viku.

„Hún á bara að senda þetta beint til okkar“

Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, segir að hann hafi ekki fengið neitt erindi frá Kolbrúnu. „Ég hef ekki séð það frá henni. Ég var bara að lesa þetta í Mogganum í morgun, ég bara bíð. Hún á bara að senda þetta beint til okkar.“

Í ljósi þess að Kristínu hefði þegar verið neitað um rökstuðning var Kári spurður hvort annað gæti gilt um aðra umsækjendur. „Ég verð að sjá beiðnina frá Kolbrúnu, ég veit ekkert hvernig hún er. Ég svara ekki út í loftið, ég vil bara sjá þetta áður en ég tjái mig.

Ósamræmi í orðum og gjörðum

Í síðasta tölublaði Stundarinnar sem kom út föstudaginn 7. febrúar var haft eftir Kára að það yrði ekki fyrr en í þessari viku sem hægt yrði að taka saman allar upplýsingar um ráðningarferlið. „Við ætlum að byrja á að taka það allt saman fyrir okkur og sjá svo til hvað við gerum,“ sagði Kári.

Ekki var annað að skilja á honum en að þeir umsækjendur sem þess óskuðu myndu fá rökstuðning varðandi ráðninguna. Hið sama var upp á teningnum þegar aðrir stjórnarmenn voru inntir eftir hinu sama. Það er því athyglisvert að Kristín Þorsteinsdóttir fékk afsvar um rökstuðning þegar þann dag, föstudaginn 7. febrúar.

Þar sem Ríkisútvarpið er opinber hlutafélag, samkvæmt lagaheimild frá árinu 2006, gilda stjórnsýslulög og upplýsingalög ekki um félagið. Það þýðir að ekki eru eins strangar kröfur um ráðningarferlið. Hins vegar geta umsækjendur kært ráðningu til Kærunefndar jafnréttismála, enda nær valdsvið hennar og jafnréttislaganna einnig yfir opinber hlutafélög og einkafyrirtæki.

Skoðar að kæra ráðninguna

Gagnrýnt var, þegar ljóst var að Stefán hefði orðið fyrir valinu, að enn væri karlmaður ráðinn í stöðu útvarpsstjóra en í tæplega 90 ára sögu Ríkisútvarpsins hefur kona aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra en Stefán verður ellefti karlinn til að setjast í þann stól.

Standi stjórn Ríkisútvarpsins á þeirri ákvörðun sinni að neita að veita rökstuðning fyrir vali sínu á útvarpsstjóra gæti það orðið kvenkyns umsækjendum örðugt að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála, hefðu þær hug á því. Samkvæmt jafnréttislögunum getur hins vegar kærunefndin krafist gagna „sem nefndin telur að geti haft áhrif á úrlausn máls“. Ríkisútvarpið gæti þannig þurft að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi ráðið því að Stefán var ráðinn, en ekki hæfni.

Kolbrún segir, aðspurð um hvort hún sjái fyrir sér að kæra ráðninguna, að hún vilji ekki svara því á þessu stigi málsins. „Ég er auðvitað með það til skoðunar. Það er eðlilegt að ég skoði það, sérstaklega í ljósi þess sem kærunefndin gerði í máli Ólínu Þorvarðardóttur.“

Ólína fékk nýverið 20 milljónir króna í bætur vegna þess að gengið var framhjá henni við val þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, að mati Kærunefndar jafnréttismála. Ráðningin heyrði hins vegar undir stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um réttindi starfsmanna ríkisins, ólíkt Ríkisútvarpinu sem varð undanþegið þeim lögum við svokallaða ohf-væðingu 2006.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár