Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslenska ríkið gefur stór­útgerðum og lax­eldis­fyrirtækjum kvóta fyrir 250 milljarða

Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn eins og Þor­steinn Már Bald­vins­son, Guð­mund­ur Kristjáns­son og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir hafa feng­ið mak­ríl­kvóta upp á millj­arða króna frá ís­lenska rík­inu. Eig­end­um ís­lenskra lax­ed­is­fyr­ir­tækja er sömu­leið­is út­hlut­að lax­eldisk­vót­um sem greiða þarf tugi millj­arða fyr­ir í Nor­egi.

Íslenska ríkið gefur stór­útgerðum og lax­eldis­fyrirtækjum kvóta fyrir 250 milljarða

Samanlagt áætlað verðmæti þess makrílkvóta sem íslenska ríkið hefur gefið 13 stórútgerðum á Íslandi með kvótasetningu á makríl og þess framleiðslukvóta í laxeldi sem fjögur íslensk laxeldisfyrirtæki hafa fengið aðgang að án endurgjalds til ríkisins er um rúmlega 250 milljarðar króna. Áætlað verðmæti makrílkvótans sem þessar 13 útgerðir hafa fengið afhentan er tæplega 84 milljarðar króna miðað við líklegt söluverð á makrílkvóta á markaði og þau 65 þúsund tonna framleiðsluleyfi sem íslensku laxeldisfyrirtækin hafa yfir að ráða hefðu verið seld fyrir um 169  milljarð króna í Noregi ef miðað er við meðalverð á laxeldiskvóta í síðasta uppboði sem norska ríkið stóð fyrir.

Verðmatið á kvótanum byggir á ætluðu verðmæti makrílkvótans á markaði á Íslandi, út frá upplausnarverðmæti þorskkvóta, og því meðalverði sem norsk eldisfyrirtæki greiddu fyrir ný framleiðsluleyfi á laxi í sjókvíum við Noregsstrendur sumarið 2018.

Þetta gjald sem fékkst fyrir laxeldiskvótann í Noregi, eða meðalverðið á uppboðinu, …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makrílmálið

Stjórnarflokkarnir fengu milljónir frá útgerðarfélögum sem þeir ætluðu að gefa makrílkvóta
Fréttir

Stjórn­ar­flokk­arn­ir fengu millj­ón­ir frá út­gerð­ar­fé­lög­um sem þeir ætl­uðu að gefa mak­ríl­kvóta

HB Grandi, Sam­herji, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Vinnslu­stöð­in og Síld­ar­vinnsl­an styrktu Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn um 3,4 millj­ón­ir sama ár og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lagði fram hið um­deilda mak­ríl­frum­varp sem gerði ráð fyr­ir að um­rædd fyr­ir­tæki fengju helm­ing kvót­ans út­hlut­að­an til 6 ára.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár