Samanlagt áætlað verðmæti þess makrílkvóta sem íslenska ríkið hefur gefið 13 stórútgerðum á Íslandi með kvótasetningu á makríl og þess framleiðslukvóta í laxeldi sem fjögur íslensk laxeldisfyrirtæki hafa fengið aðgang að án endurgjalds til ríkisins er um rúmlega 250 milljarðar króna. Áætlað verðmæti makrílkvótans sem þessar 13 útgerðir hafa fengið afhentan er tæplega 84 milljarðar króna miðað við líklegt söluverð á makrílkvóta á markaði og þau 65 þúsund tonna framleiðsluleyfi sem íslensku laxeldisfyrirtækin hafa yfir að ráða hefðu verið seld fyrir um 169 milljarð króna í Noregi ef miðað er við meðalverð á laxeldiskvóta í síðasta uppboði sem norska ríkið stóð fyrir.
Verðmatið á kvótanum byggir á ætluðu verðmæti makrílkvótans á markaði á Íslandi, út frá upplausnarverðmæti þorskkvóta, og því meðalverði sem norsk eldisfyrirtæki greiddu fyrir ný framleiðsluleyfi á laxi í sjókvíum við Noregsstrendur sumarið 2018.
Þetta gjald sem fékkst fyrir laxeldiskvótann í Noregi, eða meðalverðið á uppboðinu, …
Athugasemdir